Herrajól…

…svona á móti dömujólunum hérna fyrir helgi.
Það er víst eins gott að sýna þessi blessuð jól, áður en þau eru endanlega “búin” eftir morgundaginn…

01-2014-12-15-144702
…jólin inni hjá litla manninum eru frekar létt og ljúf – svona eins og hann bara!

02-2014-12-15-144707

…á kistunni hans er “Jesú-húsið” hans, þannig að þau eiga sitt hvort húsið.  En bæði fann ég í Góða Hirðinum…

44-2014-12-24-144317

…á mótórhjólinu er jólasveinn á hraðferð, enda eru þessir flestir komnir til fjalla um þetta leiti…

03-2014-12-15-144711

…og svo þarf náttúrulega að hengja upp jólasokkana og dagatalið líka…

04-2014-12-15-144718

…en dagatalið var reyndar bara látið standa á trjáhillunni…

05-2014-12-15-144726

…en hreindýrið leyfði sokkinum að samnýta naglann með sér…

06-2014-12-15-144732

…hillan er síðan full af alls konar dóti og leikföngum, sem endranær…

07-2014-12-15-144739

…og körfurnar eru skemmtilegar með – geyma til dæmis Bósa, Vidda og Blesa…

08-2014-12-15-144749

…og alls konar bækur – þægilegt að geta bara rétt honum alla körfuna og þá er auðvelt að skoða og velja sér bækur…

09-2014-12-15-144751

…lítill jólasveinn kúrir í hillu…

10-2014-12-15-144758

…og hann varð auðvitað að fá sitt jólatré eins og stóra systir…

11-2014-12-15-144806

…og þessi gaur gleymir engu, og var fljótur að finna sjálfur til bangsana sem voru í trénu í fyrra – og vildi þá sömu aftur…

12-2014-12-15-144826

…og þó það sé ekki bara jóló, þá fékk hreindýrapúðinn flotti (úr Rúmfó og fæst þar enn held ég) að vera í rúminu hans…

13-2014-12-15-144838

…rebbinn er líka orðinn bókastoð í hillunni…

14-2014-12-15-144846

…og auðvitað einn snjókarl á skýi – það bara passar vel 🙂

15-2014-12-15-150220

…og þannig var túrinn um herbergi litla mannsins!

*knúsar*

22-2014-12-15-150231

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Herrajól…

  1. Halla
    06.01.2015 at 09:30

    Krúttleg jól hjá litla manninum þínum 🙂 er einmitt að fara inn í gauraherbergið hér og tka niður jólin og koma fyrir öllu nýja Legoinu 🙂
    Knús og kram til þín og þinna 🙂

  2. Margrét Helga
    06.01.2015 at 14:40

    Æði!! Auðvitað má ekki gera upp á milli, þau verða náttúrulega bæði að hafa tré 😀 Flott hjá honum að skreyta með böngsunum sínum…hann hefur kannski erft eitthvað af skreytigenum móðurinnar? 😉 Dáist að “munajólaskrautiðmilliára” minninu hans!

Leave a Reply to Halla Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *