Ze boudoir…

…eða dyngja okkar hjóna.  Litli kallinn minn á sitt afdrep inni í okkar herbergi.  Þrátt fyrir að hann eigi herbergi þá finnst okkur betra að hafa hann hjá okkur þar til hann verður örlítið eldri.  Til að byrja með lúllaði hann bara í vöggunni sinni, en eins og ég var búin að segja frá áður þá eigum við gamla “ættargripinn” sem að tók hálfa geymsluna okkar, sjá nánar hér
…þannig að núna er gamla kempan komin í þjónustuhlutverk, enn einu sinni.
Ég held að mér teljist rétt að litli gaurinn minn sé tíunda barnið sem að sefur í rúminu góða… 

…reyndar verð ég að viðurkenna að skírnarkjóllinn (líka ættargripur sem öll þessi börn hafa verið skírð í) hangir ekki venjulega þarna lengur, þar sem að litli gaurinn myndi bara leika sér að því að hanga í honum 🙂
…litla herðatréð var keypt í Söstrene í Danmörku fyrir mööööörgum árum…
…snaginn var keyptur í heildverslunni Bergís (þegar hún var og hét) og er í miklu uppáhaldi hjá mér..

…ég skellti uglulímmiða sem að ég átti á vegginn, svo að gaurinn gæti nú potað í eitthvað og fiktað…
…teppið er flísteppi frá Söstrene, keypt núna í haust…

…ég setti samt bönd á hliðarnar til þess að halda þeim á sínum stað,
treysti ekki alveg á að þær haldi svona gauragangi 🙂 

 

 
…þessi fíll kom í skóinn hjá litla á aðfangadagsmorgun, 
yndislegt þegar að jólasveinninn fylgist með hvað mömmunum langar í 😉

…svo hinum meginn er barnarúmslaust, en mynd af barni engu síður…
…og síðan er dökk gardína fyrir gluggunum, rétt eins og í herbergi heimasætunnar 🙂
Ég er samt enn í miklum pælingum í að breyta í herberginu, langar jafnvel að veggfóðra einn vegginn við höfðagaflinn.  Síðan sé ég fyrir mér svoldið spennandi á vegginn þar sem að stóra myndin er.
Nýjan höfðagafl?  Veggfóður?
Hugmyndir?

5 comments for “Ze boudoir…

  1. Anonymous
    23.01.2012 at 10:03

    Elska þetta barnarúm! Annars er ég einmitt í pælingum með hjónaherbergið hér á bæ, sveiflast á milli þess að gera höfðagafl eða að veggfóðra;)

    Kv.Hjördís

  2. 23.01.2012 at 12:50

    ómæ ég fæ alveg fyrir hjartað þegar ég sé barnarúmið. Mér var gefið notað svona þegar ég gekk með minn eldri… eldrautt og ég málaði það hvitt. Þurfti einmitt að binda hliðarnar svona líka, svo var því bara hennt þegar mínir hættu að nota það, þótti ótalegt drasl að flestra mati, é gvar þó alltaf voða veik fyrir þvi. græt það í dag finst þetta fallegsta rúm sem ég sé. Heitir juno seng og því fylgir mikil saga. og mikið öfunda ég þig af því.
    ps Hjördís ég hefði glöð lánað þér rúmið fyrir ormana ef ég hefði ekki leift að því yrði hennt á sínum tíma 🙁

  3. Anonymous
    23.01.2012 at 13:22

    Mjög fallegt …en má ég spyrja hvar þú fékkst bekkinn fyrir framan rúmið..búin að vera að leita af svona bekk til að hafa fyrir framan rúm ..

    Skemmtilegt blogg hjá þér
    Kveðja
    Solla

  4. Anonymous
    23.01.2012 at 22:55

    Rosalega flott hjá þer! er alltaf svo spennt að kíkja á bloggið þitt hvort þú ert búin að setja nýtt inn :)híhí ef þú ætlar kannski að fá þer nýjan höfuðgafl þá hef ég áhuga á þessum sem þú ert með (ef þú vilt selja hann) 😉 mjög fallegur 🙂 bestu kveðjur Guðrún

  5. 24.01.2012 at 09:56

    Solla, Bekkurinn er úr Ilva, en reyndar er hann ekki til þar lengur. Hann var bara með hvítu áklæði en ég klæddi hann með öðru efni sem ég fann.

    Guðrún, ég hef þig í huga ef ég sel gaflinn 🙂

    Stína og Hjördís, knúsar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *