Yfir í eitthvað…

…allt annað 🙂  Eins mikið og ég skreyti og tala um skreytingar, þá finnst mér jafn gaman að því að skreyta sjálfa mig, og auðvitað börnin (og manninn).  Mér finnst alveg ferlega gaman að fötum!
Því eru nokkur blogg sem að ég kíkji stundum á, sum eru á fatalega sniðinu, sum kjánaleg og svo nokkur sem eru um allt annað, ég ætla að benda ykkur á þau í dag:
Jessica Quirk er með tískublogg þar sem að hún raðar saman dressum og outfittum.
Margt er svoldið langt frá “íslenskri tískuvitund” en það er gaman að fylgjast henni  🙂
Mér finnst þetta svo fyndið blogg, þetta er einhver dama í USA sem að sjoppar sér föt á netinu og í mall-inu eins og hún sé á launum við það.  Hún skilar og skiptir og fær coupona eins og enginn sé morgundagurinn 🙂
Mátar og myndar og þetta er bloggið!
Síða þar sem að þú getur hannað þína eigin skó – fönn fönn fönn 🙂
Yfir í eitthvað annað og töluvert alvarlegra:
Nienie er kona sem var bara að blogga um líf sitt, 4 börn, og eiginmann, og það sem að hún var að föndra, eins og milljónir bloggara.  Hún og maðurinn hennar lentu í flugslysi í ágúst 2008 (þið getið leitað til hliðar á síðunni hennar) og brenndust þau bæði mikið.  Hún mjög illa.  Henni var haldið í sofandi í marga mánuði og litli strákurinn, sá minnsti, þekkti hana ekki þegar hún var vakin.  Hann var svo lítill þegar að slysið var og systir hennar sá um hann á meðan og hann hélt að hún væri mamma sín 🙁  Í það minnsta þá er hún mikil hetja og í dag á hún von á litlu kraftaverki.  Ótrúleg saga/líf/örlög.

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published.