Allt í orden…

…hjá frú Sjoppfríði.  Elsku dúllan mín hún Vala er snillingur í húð og hár.  Um daginn þá sýndi ég ykkur snilldar höfðagaflinn sem þau hjúin útbjuggu sér úr gömlum hurðum, sjá hér.
En núna fæ ég frúnna til þess að gerast gestabloggari:

Ég hef alltaf verið veik fyrir svona prentarahillum, 
samt aldrei fundið eitthvað til þess að setja í þær…

 Bingó,  fékk hugmynd: mála, pússa og skrúfa…

*Hóst hóst*…. já já, mikið til  – ég veit, er pínu sjúk í glingur…
Sem átti kannski ekki beint heima hér,enda ekki mikið fallegt að góna á þetta svona…


Galdrar!! … hvert fór allt draslið?
Sjáið þið það??? 🙂

Jebbs, þetta er allt hérna núna…
Aðeins betra núna að glápa á glingrið…

Merkilegt hvað má moka í þessar hillur!

Finnst ykkur þetta ekki snilldarleg lausn hjá Völu minni?
….og eigum við að ræða það hversu mikið ég öfunda hana af því að eiga fataherbergi? 
Spennandi að fá að fylgjast með hvað skutlan tekur sér næst fyrir hendur!

7 comments for “Allt í orden…

  1. Anonymous
    31.01.2012 at 08:38

    Vá þetta er algjör snilld og ótrúlegt hvað þessar taka mikið;) Greinilega endalaust hægt að leika sér með þessar hillur.

    Kv.Hjördís

  2. 31.01.2012 at 10:01

    já sæll hvað þetta er sniðugt, hef einmitt séð svona gert úr hnífaparaskúffu/bakka, datt ekki í hug að fara bara í söstrena og fá mér svona… er að hugsa um að láta verða að því 🙂

  3. 31.01.2012 at 10:30

    Vá hvað þetta er sniðugt og ótrúlegt magn af skarti sem kemst með þessu skipulagi í litla hillu, kærar þakkir fyrir að deila þessu, ég fylgist alltaf með blogginu þínu svo ótrúlega margar sniðugar hugmyndir og fegurð bestu kveðjur Guðný Björg 🙂

  4. Anonymous
    31.01.2012 at 13:25

    þetta er snilldarlausn ! 🙂

    kv Jóhanna

  5. Anonymous
    31.01.2012 at 18:01

    þetta er snilld !!
    kv.Auður

  6. Anonymous
    31.01.2012 at 18:32

    Mjög flott og frábær lausn!
    Kv. Anna

  7. 31.01.2012 at 20:34

    Alveg BRILLIJANT! 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *