3.ára afmæli…

…árið 2009 🙂
Dúkkur og Dóra Landkönnuður vinsælli en allt annað….

…afmælið bar ekki upp á laugardegi þannig að fyrst komu ömmur og afar í kvöldmat, og svo pakkar og kaka.  Hún fékk “litla bláa barnið”, sem var dúkka sem hún hafði óskað sér í langan tíma…
…og hún elskaði hana út af lífinu…
…kakan var sem sé Dóru-ævintýri, sleikjó-skógur þar sem að Nappi felur sig, smartísgöngustígur fyrir Dóru að fylgja að snákavatni og fram hjá bangsahól, allt til að bjarga kisu litlu, heillaði lilluna upp úr skónum…

 …veitingar, namms og kjamms…

…ljósakrónan skreytt að vanda…

….stórar 3ja ára stelpur geta líka orðið hræddar við stjörnuljósakerti…

…Dóra við göngustíginn ásamt Klossa…
…snákavatn í öllu sínu veldi…

…Bangsahóll og Tító…

…ávaxtabakki er standard í hverju barnaafmæli og stendur alltaf fyrir sínu 🙂

4 comments for “3.ára afmæli…

  1. Anonymous
    08.02.2012 at 13:00

    Ótrúlega flottar afmælisveislur! Hvert verður afmælisþemað núna?

    Kv.Hjördís

  2. Anonymous
    08.02.2012 at 13:53

    Hrikalega flott og greinilega engar hálfkveðnar vísur 😉
    Gaman að fá hugmyndir því hér á bæ á yngsti prinsinn 1 árs afmæli eftir 2 vikur 🙂
    kv. Halla

  3. 09.02.2012 at 01:05

    Gott að einhver hafi gaman af afmælisröflinu í mér 😉

    Hjördís, þemað í ár er svona PetShop/skógardýra/blóma þema, enda höfum við farið fremur frjálslega með þemu í gegnum árin!

  4. Anonymous
    09.02.2012 at 09:46

    Hún er svo mikið bjútí, með bamba-augnahárin sín, yndisleg myndin þar sem hún knúsar dúkkuna.
    Kv. Auður

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *