Blessuð jólin…

…eru víst liðin hjá og yndisleg voru þau að vanda!

01-2014-12-24-040049

Árla morguns á aðfangadag, þegar að við foreldranir lágum enn í bóli og hvíldum lúin bein, þá voru þessi systkin tvö frammi að horfa á barnaefni.  Við hrukkum því harkalega við þegar æpt var: “maaaaaamma og paaaaaabbi, það eru jóóóóóólasveinar!”

Þá voru þessir kátu kallar að hóa hérna fyrir utan og komnir á eldhúsgluggann.
Þvílík og önnur eins upplifun og gleði.
Þeir óðu svo hingað inn, með hrópum og köllum og inn í eldhús og höguðu sér sko alveg eins og…..ja, jólasveinar…

02-2014-12-24-094600

…þessum hérna tveimur til ómældrar skemmtunnar og gleði…

03-2014-12-24-094619

…óðu að jólatrénu og hófu að raða pökkunum ofan í poka…

04-2014-12-24-094622

…og týndu jafnvel jólakúlurnar af líka…

05-2014-12-24-094637

…svo stilltu allir sér fallega upp við tréð – og eins og sést þá er gott að eiga stóra systur til þess að treysta á í svona aðstæðum…

07-2014-12-24-094756

…eftir að kallarnir kátu kvöddu.  Þá var að kíkja í pakkana sem þeir skildu eftir – hvað sýnist ykkur, er sá stutti nokkuð spenntur??

08-2014-12-24-095040_1

…annars eru þessi tvö alveg dásamleg saman – svo miklir vinir alltaf!

09-2014-12-24-095058

…en undir trénu eru sem sé þeir pakkar sem að við erum að gefa öðrum og krökkunum.  Pakkarnir frá oss…

10-2014-12-24-103503

…síðan lá leið okkur til tengdaforeldra minna, þar sem að stórfjölskyldan var öll saman.  Ég meina sko, STÓR, því að við vorum 16 saman þarna 🙂
En fyrst þarf að smella af “skyldumyndum” fyrir framan tréð á aðfangadagskveldi…

45-2014-12-24-171321

…þessi tvo alveg hreint í besta spariskapinu, enda langþráð kvöld framundan.  Ég fékk þennan dásemdarkjól á dömuna í Lindex, en strákafötin eru úr H&M, og hatturinn þar með talinn…

47-2014-12-24-171334

…og ein svona með mömmunni, bara að gamni…

48-2014-12-24-171557

…svona eru síðan dásamlegustu pakkarnir, þessir sem eru gerðir í skólunum og leikskólunum…

49-2014-12-24-200121

…svona fylgdust þessar með þegar var verið að opna pakkana…

50-2014-12-24-200208

…kátur lítill kall með pakka – loksins komið að þessu…

51-2014-12-24-200452

…yndislega stóra stelpan okkar, með fallega pakkann sem hún gerði í skólanum…

53-2014-12-24-201229

…ég er hlutdræg, en hann er nú ferlega dásamlegur ♥

52-2014-12-24-200731

…og þessi líka 🙂
Loksins með stóra pakkann frá mömmu og pabba…

55-2014-12-24-205436_1

…og litli maðurinn með sinn…

54-2014-12-24-205305

…síðan þegar heim var komið, og börnin komin í ból – þá var öllum gjöfunum þeirra stillt upp undir jólatrénu – þannig að jóladagur færi í það að leika sér með öll þessi nýju gull ♥

Annars vona ég bara að þið hafið átt dásemdar jól og notið þess að vera með þeim sem ykkur þykir vænst um ♥56-2014-12-25-052934

2 comments for “Blessuð jólin…

  1. Vilborg
    29.12.2014 at 12:58

    Dásemdar myndir Soffía.Takk fyrir að deila þeim með okkur.
    Ekki ónýtt að fá jólasveina á svæðið! Alltaf jafn kósý hjá ykkur 🙂

    Kveðja,
    Vilborg (kertaljosogkosyheit.blogspot.com)

  2. Margrét Helga
    30.12.2014 at 21:04

    Æðislegur póstur! Frábært hvað þið höfðuð það gott um jólin. Alltaf jafn yndislega falleg börnin ykkar (og þið gömlu eruð nú svo sem ekki sem verst heldur 😉 )

    Jolaknús!!

Leave a Reply to Margrét Helga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *