Viðtal og myndir frá Mbl.is…

Viðtal og myndir frá Mbl.is

Byrj­ar að skreyta um leið og kóln­ar í veðri

Myndir – mbl.is: Þórður Arn­ar Þórðar­son

Hver er upp­á­haldsstaður­inn þinn heima? 

Ég held að það sé bara heim­ilið í heild sinni. Ég er af­skap­lega heimakær og líður hvergi bet­ur. Mér finnst ég hrein­lega fá orku frá heim­il­inu mínu og legg mikið upp úr því að hafa það fal­legt og þægi­legt.

Fallegar jólaskreytingar.

Hver er þín upp­á­halds versl­un?

Í upp­á­haldi hjá mér er að fara rúnt­inn. Þá er kíkt í Góða Hirðinn og á svo­leiðis staði. Því næst Litlu Garðbúðina uppi á Höfðabakka og svo í Rúm­fa­tala­ger­inná Korpu­torgi. Síðan er klass­ískt að kíkja á „sænska kær­ast­ann”- Ikea.  Síðan er Púkó & Smart nátt­úru­lega dá­sam­leg.

Omaggio vasinn er ekki langt undan.

Hver er upp­á­halds hlut­ur­inn þinn? 

Það er erfitt að nefna eitt­hvað eitt. Mál­verk­in eru eft­ir hann pabba, Garðar Jök­uls­son, eru mér mjög kær. Og ljós­mynd­ir af börn­un­um eru nátt­úru­lega fjár­sjóður okk­ar hjón­anna.

Áttu þér upp­á­halds hús­gagn? 

Sóf­inn er ný­mætt­ur á svæðið frá sænska kær­ast­an­um, hann er nátt­úru­lega of­ar­lega á lista. Síðan er ég mjög stolt af hill­unni sem er í stof­unni, við hjón­in bjugg­um hana til úr litl­um Ikea hill­um og timbri.

Smekkleg skreyting.

Hvenær skreyt­ir þú fyr­ir jól­in?

Ég er al­gjört jóla­barn. Ég elska að skreyta og á senni­lega meira jóla­skraut en leyfi­legt er. Ég brá því á það ráð að „vetr­ar­skreyta“. Það þýðir að um leið og fer að hausta og kólna þá fer ég að draga fram köngla, hrein­dýr og annað slíkt sem minn­ir á vet­ur­inn. Svo dreg ég fram fleiri púða, kerti og annað nota­legt. Eft­ir af­mæli eig­in­manns­ins, sem er um miðjan nóv­em­ber, fær svo jóla­skrautið að koma upp…en ekki allt í einu.

Soffía á nóg af jólaskrauti.

Hvaðan kem­ur jóla­skrautið þitt?

Jóla­skrautið kem­ur héðan og þaðan. Ég elska að nota, eins og áður sagði, köngla og greini og aðra hluti úr nátt­úr­unni. Ég er mest með hvíta og nátt­úru­lega liti í bland, það er ofsa­lega lítið af rauðu á mín­um bæ. Ég er líka hrif­in af stjörn­um og trjám og stenst varla slíkt skraut.

Það er jólalegt hjá Soffíu.

Áttu þér upp­á­halds jóla­skraut?

Það er lít­il kirkja með ljósi og spila­dós sem ég fékk þegar ég var lít­il frá móður­syst­ur minni. Síðan er ég með eld­gam­alt jóla­tré sem var heima hjá ömmu minni og afa í kring­um 1940, mér þykir ofsa­lega vænt um það. Svo er ekki annað hægt en að elska allt þetta dá­semd­ar skraut sem krakk­arn­ir mín­ir hafa búið til í gegn­um árin.

Jólaskraut.

Bak­ar þú fyr­ir jól­in?

Ég hef oft­ast bakað súkkulaðibita­kök­ur og lakk­rístoppa. Eig­inmaður­inn hef­ur síðan gert mömm­u­kök­urn­ar. Í ár hef­ur ekk­ert verið gert en við erum búin að ákveða að jól­in koma þrátt fyr­ir það. Við kaup­um bara meira Nóa-kon­fekt og til­bún­ar smá­kök­ur.

Hvíti liturinn er áberandi.

Ekta eða gervijóla­tré?

Ekta gervijóla­tré frá Skát­un­um hef­ur þjónað okk­ur öt­ul­lega und­an­far­in ár og stend­ur alltaf und­ir vænt­ing­um.

Aðventukransinn.

Hvernig er drauma heim­ilið þitt? 

Drauma­heim­ilið sam­an­stend­ur af hinu og þessu sem mann lang­ar í. Það eru t.d. fransk­ar hurðar sem opn­ast út á pall sem er um­lukt­ur slút­andi trjá­grein­um, risa­stórt fata­her­bergi, vinnu­stofa fyr­ir mig, stigi með dá­sam­legu hand­riði til þess að skreyta. Miðað við um­hverfið er þetta hús ekki á Íslandi, en þetta er líka bara draum­ur.

Liltir munir gera mikið fyrir heimilið.

Hvaðan færð þú inn­blást­ur?

Inn­blástur­inn get­ur komið úr öll­um átt­um. Stund­um úr bók­um, af net­inu eða bara úr um­hverf­inu. Oft þarf ég bara að sjá ein­hvern einn hlut og er þá skyndi­lega búin að hanna í hausn­um á mér heilt her­bergi.

Soffía er með smart skreytingu yfir matarborðinu.

Áttu ein­hver ómiss­andi hús­ráð? 

Ég held að ég búi ekki yfir nein­um töfra­lausn­um. Hins veg­ar er ég viss um að hver sá sem býr sér til heim­ili sem hon­um finnst fal­legt og er stolt­ur af kem­ur til með að ganga bet­ur um heim­ilið sitt. Svo er nátt­úru­lega kjörið að fylgj­ast með Skreyt­um Hús, þar er að finna alls kon­ar góðar hug­mynd­ir og ráð.

 Gerist ekki krúttlegra.

Ger­ist ekki krútt­legra

Í stofunni er notalegt.

Í stof­unni er nota­legt

Jólatréið er skreytt með persónulegu skrauti.

Jóla­tréið er skreytt með per­sónu­legu skrauti.

Myndir: Þórður Arn­ar Þórðar­son

1 comment for “Viðtal og myndir frá Mbl.is…

  1. Margrét Helga
    13.01.2015 at 08:10

    Flott viðtal 🙂 Var búin að sjá það á mbl.is þegar það kom þar. Finnst pínu fyndið að það kemur næstum því út í myndatextanum undir jólatrénu í dömuherberginu, eins og þetta sé ykkar aðal jólatré. Það myndi reyndar sóma sér vel sem slíkt enda fallegt tré og fallega skreytt!
    Held að það sé óhætt að segja að þú sért orðin heimsfræg á Íslandi, a.m.k.! Mögulega víðar eftir Apartment therapy valið 🙂 Kíp öpp ðe gúdd vörk!!

Leave a Reply to Margrét Helga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *