Boðskort í afmælið…

…því að auðvitað þarf að bjóða gestum í alvöru veislur 🙂
Kostnaðurinn við þessi kort var ekki mikill, 3 arkir af skrapppappír, blúndupappadúllur, mynsturskæri og snilldaraugu úr Söstrene.
…og eftir pínulítið klipperí þá var þessi fyrir framan mig….
…augun koma í þremur stærðum og ég átti bara 4 eftir í stærstu stærðinni,
því var reddað með því að klippa hringi út úr þessum pappír og þannig voru stærri augu komin…
…og að lokum var þessi litla, þó nokkuð sæta, ugla mætt á svæðið:
…og aftan á límdi ég síðan textann með sjálfu boðinu…
…sjúkkit að bestu leikskólavinkonurnar voru 4 en ekki 40 –
er ekki viss um að ég hefði nennt að gera heilan her af þessum 🙂
…svo smá forsmekkur af afmælinu og þar af leiðandi pósti morgundagsins…
…einhver spennt/ur og vill sjá meira????

8 comments for “Boðskort í afmælið…

  1. Anonymous
    13.02.2012 at 10:31

    Æðisleg boðskort! Hlakka til að sjá myndirnar á morgun.

    Kv.Hjördís

  2. Anonymous
    13.02.2012 at 12:49

    Jájá mega spennt að sjá myndirnar á morgun 🙂 og boðskortin eru æðisleg, þú ert svo ótrúlega sniðug 🙂

    kveðja
    Svala I

  3. Anonymous
    13.02.2012 at 17:47

    Játs !!! Bíð spennt … búin að kíkja daglega inn, trúði því að myndirnar myndu hugsanlega koma inn sama dag og afmælið væri 😛 hahaha

    Kv. Sara Björk

  4. 13.02.2012 at 18:03

    Hlakka til að sjá meira 🙂 Flott boðskortin 🙂

  5. Anonymous
    13.02.2012 at 19:19

    ÆÐISLEG!

    -Birna

  6. Anonymous
    13.02.2012 at 19:41

    Flott!
    Kv. Gulla

  7. Anonymous
    13.02.2012 at 21:18

    ég er líka að fara að halda afmæli um helgina, er búin að fá fullt af hugmyndum úr öllum afmælispóstunum! bíð spennt eftir meiru.

    -Dísa

  8. Anonymous
    13.02.2012 at 22:28

    Vá.. rosalega flott! Valdís Anna er heppin að eiga þig ofurföndrarann fyrir mömmu 🙂 Ég þarf klárlega að taka mig á í boðskortagerðinni :/
    Knús,
    Helena

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *