Framhaldsafmælið mikla…

…eruð þið enn í stuði fyrir framhaldssögu?
Þetta er að verða eins og afmælið endalausa….
…en þetta var sem sé afmælisborðið í fjölskylduafmælinu og hér er kakan með öllum sætu sveppakertunum…

…og það þarf auðvitað að kveikja á öllum þessum kertum, svo mikið er víst 🙂

…og enn og aftur fallegu fuglabúrin, ég er að segja ykkur það!  Fuglabúrin frá Söstrene Grene eru frábær til þess að skreyta borð í fermingarveislum.  Síðan finnast mér þessar Lonsam karöflur, frá – júbb –  Ikea, vera alger snilld.  Þær kosta bara 295kr og eru því snilld í fermingarnar eða bara brúðkaupin.  Auðvelt að punta upp á þær með slaufum og öðru skrauti.

…afmælisbarnið fékk líka marga pakka og var alsæl með hvern og einn…

…eyjan dekkuð upp með veitingum fyrir stóra fólkið, blómadiskarnir stóðu reyndar ekki lengi tómir, en mig langaði bara að mynda þá þannig að fallega mynstrið á þeim næði að njóta sín, þeir eru reyndar frá Ikea

…ljósakrónuskrautið voru sem sé silkiblóm frá Ikea, heimalöguð bláblóm og heimalöguð fiðrildi, ásamt dásamlegu bíbbunum mínum (þið megið senda mér póst ef þið viljið fá nánari upplýsingar um þá)… 

…stuð í stelpuherberginu, dansað hlegið og leikið sér…

…yndislegar vinkonur…

…og yndislegar frænkur með… 

…ég elska túlla og notaði að sjálfsögðu tækifærið til þess að fjárfesta í þeim fyrir veisluna…

…og ekki sakar að geyma þessar elskur í Alvar Aalto vösunum mínum…

…og hvað, hélduð þið að ég hefði gleymt að skreyta arininn minn??
Auðvitað ekki…

…ég setti stóra, langa glervasann minn á endann og víraði þrjú silkiblóm úr Ikea ofan í, síðan notaði ég þrjár gervirósir frá, og allir saman nú, Ikea, og dásamlegu, rómantísku kertin úr sænsku búðinni.
Við getum bara gert hér framhald á drykkjuleik gærdagsins – skál!

…sveppirnir sem um jólin skreytu tveggjahæða bakkann í eldhúsinu eru nú komnir á arininn,
og nokkuð sáttir með sænsku blómarósinni…

…ég tók líka myndir af afmælisbarninu, sem að ég átti fyrirhérna heima, og setti á spegilinn
 – svona í tilefni dagsins…

… ég er alveg að komast í mega rómó vorfíling af þessu öllu 🙂 

…og séð yfir í eldhúsið… 

…fallegasta blómarósin mín… 

…og júmm, ekki gleymdist tveggjahæða bakkinn.
Hann fékk smá bleika yfirhalningu, svona í tilefni dagsins…

…þessi geggjuðu blóm eru öll frá – IKEA – vííííí!
Af því tilefni, ætla ég að senda inn á morgun blogg með einum allsherjar innkaupalista úr Ikea, 
bara svona ykkur til gleði og ánægju 🙂 
Hjartans þakkir fyrir öll kommentin og heimsóknirnar í gær – þið eruð yndi  :*)

13 comments for “Framhaldsafmælið mikla…

  1. Anonymous
    15.02.2012 at 10:06

    Skemmtilegt 🙂
    Og svona af því þú “býrð” í IKEA… Eru fallegu bleiku blómin nokkuð til í “strákalegri” litum?
    Hófí

  2. Anonymous
    15.02.2012 at 10:52

    Vá þetta er bara glæsilegt! Til hamingju með blómarósina þína…

    Kv. Gulla

  3. 15.02.2012 at 10:55

    Innilega til hamingju með blómarósina þína. Yndislega fallega skreytt afmæli og gaman að sjá svolítið öðruvísi skreytingar þetta er alveg að mínu skapi. Það er ekkert eins gaman eins og að skreyta fyrir barnaafmæli maður getur alveg misst sig svolítið yfir þessu. Þarna eru nokkrir hlutir sem ég var líka búin að rekast á í síðustu suðurferð. Þú ert náttúrulega bara snillingur!
    Kveðja Adda

  4. Anonymous
    15.02.2012 at 11:27

    Vá en fallegt alltaf hjá þér*

    Langar að vita hvar þú fékkst litlu fuglana sem prýða ljósakrónuna?

  5. 15.02.2012 at 11:31

    Hahaha, Hófí, seinast þegar ég leit í kringum mig “heima” þá sá ég að blómin voru líka til í limegrænum og bláum tónum – plenty af strákalegum litum 🙂

    Takk fyrir Adda og Gulla!

    Ef þið hafið áhuga á fuglunum þá bara senda mér póst á soffiadogg@yahoo.com !

  6. Anonymous
    15.02.2012 at 11:34

    Bara yndislegt að skoða bloggið þitt, hef verið fasta gestur í mjög langan tíma og hlakka til á hverjum degi að skoða eitthvað nýtt. Takk fyrir að deila þessu með okkur 🙂

    Frábært að sjá hvaðan hitt og þetta er og er ég því að pæla hvaða hvíta lit þú notar á veggina og loftin, eru til svo ótrúlega margir að ég varð pínu lost þegar ég ætlaði að fara að mála og breyta hér heima 🙂

    Hlakka til að skoða meira og meira og meira,algjörlega ávanabindandi síða kv. Elva

  7. 15.02.2012 at 11:49

    Sæl Elva, takk fyrir hrósið og vertu bara velkomin 🙂 Nánar er hægt að lesa um litina á veggjunum hérna: http://dossag.blogspot.com/2012/01/litaval.html

    En loftið er hins vegar allt klætt með loftaklæðningu, þannig að ég get víst ekki gefið þér lit á því 🙂

    kv.Soffia

  8. 15.02.2012 at 13:06

    vá þetta er auðvitað bara geggjað hjá þér, væri sko alveg til í að vita meira um fuglana 🙂 gaujag@gmail.com

    held maður verði að fara að fara í ikea og láta vorið streyma inn 🙂

  9. 15.02.2012 at 14:39

    ómægúddness!

    Á ekki orð til að lýsa hrifningu minni!! Þetta er dásamlegt!

    En verð að spyrja hvar þú fékkst snyrtispegilinn í herberginu hjá stelpunni! Er búin að vera að skoða í kringum mig en finn ekkert í líkingu við þennan!

    Takk fyrir dásamlegt blogg!

  10. 15.02.2012 at 15:24

    Gauja mín, þú átt póst 🙂

    Ásta María, spegillinn er eldgamall og kemur frá ömmu minni, rétt eins og borðið. Það gæti gengið upp að finna svipaðann í Góða Hirðinum, eða ef allt annað bregst þá klikkar ekki ( og allir saman nú ) IKEA – http://www.ikea.is/products/14661

    -og svo er bara hægt að spreyja í hvaða lit sem er 🙂 Takk fyrir falleg orð!

  11. 15.02.2012 at 18:05

    jedúminn og allir hans englar! Þetta er alveg guðdómlegt hjá þér kona! Litla sæta prinsessan þín er alveg dásemd líka .)

  12. Anonymous
    16.02.2012 at 21:16

    Sæl, rosalega fallegar skreytingar hjá þér. Mig langar að vita hvar sveppirnir sem eru á arninum fást og sveppakertin á kökunni.
    kv. Halla

  13. 17.02.2012 at 01:43

    Takk fyrir Linda og Halla 🙂

    Halla, kertin eru frá Snúðum og Snældur í Smáralind, sveppirnir voru hins vegar keyptir í heildsölu löngu fyrir jól!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *