DIY Fiðrildi #2…

…úr skrapppappír!
…í fyrsta lagi, hversu mikil kommentakrútt eruð þið allar?  Eigum við eitthvað að ræða það? 🙂
Takk fyrir allar sem ein, og ég mun reyna að standa mig í stykkinu og þess í stað koma inn 5 blogg í dag, ha!!  Hversu mikill ofurbloggar þarf ég að vera til að standa í því 🙂 ??
En hér kemur eitt lítið og létt DIY, eiginlega bara hallærisverkefni en stundum er ágætt að láta sýna sér einföldu hlutina líka… 

…skrapppappír er sniðinn niður í nokkra hluta, þið stjórnið því eftir því hversu stór fiðrildin eiga að vera, þetta er líka kjörið til þess að nýta afganga af pappír…

…brjóta hann til helminga, þá er líka kominn lyftingur í fiðrildið…

…og hefst svo klipperí…

…snipp, snipp, snipp…

…og nú er að koma mynd á þetta…

…auðvelt að sníða þau til eða laga ef maður vill fínpússa eitthvað…

…la voila…

…síðan fékk ég mér svona eins-gats-gatara í Megastore, hann er megasniðugur í svona jobb..

…gat og annað gat…

…og þá er þetta svona…

…og svona líka sætt klipperí…

…sem er hægt að nýta svona líka vel…
aðstoðarmaðurinn minn fór eitthvað að tjá sig um þetta og ákvað að láta slag standa…

…segið svo að við hjónin eigum ekki hobbý saman…

…dásamlegt!

…svo ákvað hann að sleppa uppskriftinni og útbúa eigin hönnun,
ég skal fá hann til að útbúa DIY fyrir ykkur ef áhugi er fyrir hendi 🙂 …

…nú þegar að búið er að útbúa slatta af fiðrildum þá er bara að skreyta…
…síðan setti ég líka fiðrildi á rörin fyrir krakkana ( gott tips: klippa neðan af rörunum og stytta þau þannig að þau passi fyrir glösin sem þið eruð að nota)…
… þetta er ótrúlega einfalt, litríkt og umfram allt ódýrt, fallegur skrapppappír fæst m.a. í Söstrene og líka í A4…

…að skreyta rörin gerði alveg ótrúlega mikið fyrir borðið…
…við gerðum svo gjafir handa leikskólavinkonunum, framkallaði sætu myndina af þeim frá því í fyrra…
Setti skrapppappír undir og klippta síðan út lítil fiðrildi og festi framan á rammana…

…sæt gjöf sem að puntar vel í herbergi 🙂

4 comments for “DIY Fiðrildi #2…

  1. Anonymous
    17.02.2012 at 09:20

    Þetta er með því krúttlegasta sem ég hef séð. Ég get ekki beðið eftir næsta afmæli, þessi hugmynd verður sko notuð

  2. Anonymous
    17.02.2012 at 09:34

    Hvernig er thetta bara haegt Soffía mín… ad vera svona hugmyndarík? Allt svo fallegt og snidugt og skemmtilegt…Elskidda svo mikid!
    Thú munt gera thenna föstudag alveg yndislegan med mörgu póstunum thínum 🙂
    kv. Svandís

  3. Anonymous
    17.02.2012 at 09:55

    Ótrúlega flott hjá þér! Þú ert alveg ótrúlega hugmyndarík;)Það verður gaman að fá fullt af póstum í dag.

    Kv.Hjördís

  4. Anonymous
    17.02.2012 at 21:24

    Sniðug hugmynd þetta með myndina af vinkonunum.Algjörar dúllur.

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *