Smá tips #3…

…þetta er nú ekki stórmerkilegt blogg en þessi tips hafa reynst mér vel!
Í fyrsta lagi, þá hef ég aldrei boðið krökkunum upp á gos í afmælisveislunum hjá dóttur minni (nema að þau biðji sérstaklega um það) – og það er aðallega vegna þess að dóttirin drekkur ekki gos (ok, þar er hún ólík móður sinni) og við reynum að hafa eitthvað á borðinu sem að henni þykir vera gott.
Því er um að ræða mjólk eða djús!

..þar sem að venjuleg mjólk er ekkert spennó þá setti ég smá bleikan matarlit og hrærði saman við mjólkina…

…og þannig varð til prinsessumjólkin, sem að nýtur svo mikilla vinsælda að djús barasta gleymist!
Þetta er bara snilld og svo er hægt að gera græna skrímslamjólk fyrir gaura, eða bláa strumpamjólk – bara láta ímyndunaraflið ráða 🙂
…Annað sem er sívinsælt í hverri veislu er ávaxtabakki!
Þetta er alltaf á krakkaborðinu, og oft á fullorðinsborðinu líka, og þetta klárast alltaf!
Til að bakkinn “look-i” sem best þá er bara brill að kaupa ananas og skera af honum toppinn og nýta til þess að skreyta diskinn sjálfann og ná hæð á diskinn 🙂 

…jemundur minn, þetta er að breytast í eitthvað heilsublogg 🙂 bwahahaha…

…klárlega sniðugt að kaupa flotta og litskrúðuga kokteilpinna og stinga í bitana,
gerir þá enn girnilegri!

…ahhh, kertin á kökuna, komu frá Snúðar og Snældur…
… til þess að geta fest kertin skemmtilega, svona á ská og skjön – þá tók ég tannstöngla og braut þá í tvennt og stakk upp í kertið.  Þá gat ég stungið kertunum hvar sem var og var ekki bundin af því að reyna að láta þau standa sjálf 🙂

Eins og ég minntist á í póstinum í morgun þá sný ég upp á stilkinn á silkiblómunum,
þannig fæ ég styttri stilka en hef samt kost á því að nýta stilkana í fullri lengd ef ég vil.

…snúningurinn gerir það líka að verkum að það er auðvelt að festa blómin við hina ýmsu hluti, kertastjaka og ljóskrónur og…….
…skvo bara…

…og i ljóskrónunni…

..og meir…

…og mottan fræga, sem gerðist borðskraut, var ekki með næga lengd yfir allt borðið.  Þannig að ég ýtti bara saman tveimur helmingum og þá sást ekki hvar einn byrjaði og annar endaði 🙂
Silly lítil tips, eða getið þið nýtt ykkur eitthvað af þessu? 🙂

4 comments for “Smá tips #3…

  1. Anonymous
    18.02.2012 at 22:57

    Frábærar hugmyndir, sérstaklega að lita mjólk. Gerir hana klárlega miklu meira spennandi fyrir litla gorma 🙂 Takk fyrir frábært blogg!
    Anna

  2. 23.02.2012 at 13:50

    Snilld þetta með mjólkina! og jú maður getur sko alltaf notað góð tips 🙂 frábært að svona afmælisblogg komi tímanlega fyrir barnaafmælið hjá mér svo ég hef nægan tíma til að útfæra þetta hehe
    takk takk fyrir frábært blogg!

  3. 03.02.2013 at 19:54

    Þetta barasta frábært blogg og ótrúlega góð hugmynd. Ég á pottþétt eftir að prufa þetta í næsta afmæli! Æðisleg kakan, svo krúttleg 🙂 og ég var líka með svona blómakerti í afmælinu hjá stelpunni minni 🙂 Svo sætt.

  4. Steinunn
    07.07.2014 at 20:31

    Mjög sniðugt og góð ráð

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *