DIY pappírsblóm #4…

…búin til úr silkipappírnum fallega úr Söstrene Grene.
Það eru til endalaust fallegir litir þannig að eina vandamálið er bara að velja þann sem að þig heillar…
…ég tek pappírinn bara eins og hann er brotinn saman í umbúðunum…

…og klippa þvert yfir hann, niður í jafnar lengjur…

…síðan voru endarnir klipptir í odda, en það er líka hægt að klippa þetta í mjúka boga…

…bara að passa að pappírinn sé hvergi fastur saman…

…síðan að leggja þá saman í kross…

…halda þeim síðan saman þar sem þeir mætast og víra svo saman, notaði mjúkan krumpublómavír… 

…síðan þarf að tosa í sundur varlega hvert og eitt bréf og mynda þannig blómið…

…einfalt en þarf að fara varlega…

…og þá lítur blómið svona út…

…og smá stund síðar…

…og svo bara skreyta og skreyta og skreyta… 

…allir að fara að föndra og klippa 🙂
Eruð þið búnar að prufa að gera svona?  Þetta er svo gaman þegar að maður er komin af stað og komið með smá kerfi við þetta!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *