Nýjir vinir…

…koma í öllum stærðum og gerðum.
Rakst á þessa félaga í Daz Gutez Hirdoz um daginn og kippti þeim með heim…
ástand þeirra var fremur bágborið og þeir þurftu nauðsynlega smá pick-me-up.  Miklar pælingar og ákvað að lokum að henda bara smá gráu spreyji á þá, er ekki viss um að það sé endanlegur litur en í bili…
…síðan bættist við nýr vinur í safnið hjá litla manninum.  Hann hefur mikið dálæti á teiknimyndunum um Dodda í Dótalandi.  Þar sem að greyjið litla eyddi allri seinustu viku í að vera lasin, og þar af leiðandi horfði hann meira á Dodda sinn en venjan en, þá varð hann heldur en ekki kátur þegar að “alvöru” Doddi  kom upp úr pakka frá ömmu og afa…

…hann er svo glaður með litla vin sinn…

…Doddi skemmtilegi 🙂 

10 comments for “Nýjir vinir…

  1. Anonymous
    20.02.2012 at 09:17

    Oooooooo hvað Doddi er sætur og að sjálfsögðu litli eigandinn líka! Hvar fær maður svona Dodda, ég eeeeeelskaði Dodda þegar ég var lítil og ætla að koma ömmustelpunum mínum á bragðið að sjálfsögðu.
    Kveðja, Svala

  2. 20.02.2012 at 13:17

    Sæl Svala 🙂
    Doddinn átti áður heima í dótadeildinni í Hagkaup í Smáralind! Ferlega sætur alveg og kostaði 2.990.

    kv.Soffia

  3. Anonymous
    20.02.2012 at 13:49

    Mikið ósköp er þessi drengur fallegur:-) Doddinn krútt en drengurinn skyggir alveg á hann
    MB

  4. Anonymous
    20.02.2012 at 14:19

    Jemundur minn! Ég hef ekki kíkt hingað inn í nokkrar vikur og vá þvílíkt augnakonfekt…allir þessir póstar. Ég er alveg orðlaus yfir þér stelpa – þú ert engri lík 😉 Geggjað afmælið hennar VÖ, hún hlýtur að vera í skýjunum með múttuna sína! Og Doddi er allra meina bót. Máninn minn hefur átt alveg eins Dodda frá því hann var pínu pons og hann er í algjöru uppáhaldi. Hann fer helst ekkert án hans, bara sætt. Við þurfum að leyfa þeim að hittast með Doddana sína 😉 Verð bara að fara að kíkja á þig, þetta er ekki hægt, maður þarf að fá að sjá dýrlegheitin í eigin persónu! Knús til þín sæta mín og spes bataknús til ofurfagra guttans þíns,
    Anna Rún.

  5. Anonymous
    20.02.2012 at 18:46

    Veistu nr hvað liturinn er sem þú ert með inni td eldhúsinu ? Mig vantar einhvern brúnan lit inni hjá drengum og er búin að kaupa 3 liti og aldrei nógu ánægð :s

    og hvar er þessi búð sem þú keyptir kertastjakana ? Og stafina inní eldhúsi 😉

    sry sp.flóðið 😉

  6. 20.02.2012 at 19:25

    Awwwww, MB takk fyrir 🙂 Mér finnst hann ósköp fallegur en er töluvert hlutdræg!

    Anna Rún mín, mér finnst nú bara fyndið að Máninn eigi líka Dodda, held að við eigum barasta næstum allt eins! *knúsar og jámm, endilega hittast!

    Litirnir eru hérna, allir nema þessi hvíti – þarf að leita uppi dósina af honum: http://dossag.blogspot.com/2012/01/litaval.html

  7. 20.02.2012 at 20:45

    Ahh, og stafirnir eru úr Tiger en það fást líka flottir stafir í Söstrene í Smáralind. Daz Gutez Hirdoz = Góði Hirðirinn í Fellsmúla 28 🙂

  8. Anonymous
    21.02.2012 at 21:15

    Var að horfa á Innlit útlit-Fannst svo gaman að sjá fallega heimilið þitt svona næstum því”life”,eftir að hafa dáðst að því svona lengi í gegnum bloggið þitt. Það er jafnvel enn fallegra ef eitthvað er. Þú ert snillingur segi ég og skrifa.Hlakka alltaf til að lesa næsta póst hjá þér.

    Kv Heiða

  9. Anonymous
    22.02.2012 at 16:03

    Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

  10. Anonymous
    22.02.2012 at 16:03

    Koma ótrúlega flott út stjakarnir. Og strákarnir Garðar og Doddi líka, flottir saman 🙂
    Kv. Auður

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *