Öskudagskrílin mín…

…fór sæl og kát af stað, annað í leikskólann en hitt til dagmömmu.
Daman ákvað að vera Jasmín 2.0, eftir að hafa verið Jasmín í Halógen-partý famelíunnar 
þá kom ekkert annað til greina hjá henni…
…hún gekk svo langt að hún stúderaði myndirnar úr því partý til að vera viss um allt væri “rétt”….

…fín og sæt, og svoldið nývöknuð…

…þar sem að litli kallinn var á leið til dagmömmu og þurfti búningurinn hans að vera þæginlegur og einfaldur.
Því ákvað ég að draga bara fram náttföt sem hann fékk að gjöf og eru í stærðinni 4T, og sá stutti náði að bera hann ágætlega…

…við sýndum honum hvernig Súperman gerir og hann tók það alla leið, notaði báðar hendur…

…hann var í það minnsta súpersætur…

…þessi Súperman kann ekki mannasiði og veit ekki að hann á að bjarga dömum…

…að morgni dags…

..og að kveldi komin með RISAkúlu eftir misheppnaða flugferð niður af sófaarminum…

…greyjið litli kallinn, en samt bara hress!

2 comments for “Öskudagskrílin mín…

  1. Anonymous
    23.02.2012 at 09:25

    Ótrúlega flott öskudagsbörn;) Æ aumingja Súperman ekki gott að lenda í sona flugferð.

    K.Hjördís

  2. Rut
    27.02.2012 at 22:06

    Hæ, langaði að forvitnast hja´þér, nú er ég að fara skíra á næstunni og auðvitað langar manni að hafa flott borðskraut, gestabók, kerti og svona gleði.
    Hefuru eitthvað skoðað þannig þegar/ef þú skírðir þín tvö börn? Ertu með einhverja skírnarfærslu hjá þér? 😀
    er bara forvitnast!
    Takk annars fyrir frábæra síðu, skoða daglega!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *