Pínulítið smá…

…og örlítið pínu.  
Fuglabúrið fallega frá Söstrene þurfti að eiga heima einhversstaðar eftir að afmælinu lauk.  Til að byrja með þá fær það bara að vera áfram á eldhúsborðinu.  Ég tók litla grein af tré í garðinu og leyfði litla bíbbanum að vera bara áfram í húsinu sínu…
…hann er enn jafn sætur, greyjið litla…
…setti smá af rósablöðunum frá Ikea í botninn á búrinu…

…síðan ákváð ég að prufa að taka bara fuglinn í burtu og setti fallega blómakertið (líka frá Ikea) í staðinn innan í búrið og hafði fuglinn bara við hliðina…

…elska litinn á þessu búri, hann er svo fallegur…
…ég átti síðan þessa segla úr Ikea, eru reyndar eldgamlir…

…og þegar ég var í Söstrene Grene sá ég svo sætan uglu skrapppappír, þannig að ég fékk smá hugmynd…

…setti bara seglana á og strikaði í kringum þá, svo bara klipp klipp…

…og svo Mod Podge og….

…og seglarnir urðu mikið sætari 🙂

…smá svona litur á ísskápshurðina…

…og svo talandi um uglur og Söstrene,
ég gat bara ekki staðist þessa hérna…

…ég get svo svarið það, hún bara stökk ofan í körfu hjá mér og var alveg ómótstæðileg 🙂
Var líka til í bleiku, pínu lítið smá sætur finnst mér!

4 comments for “Pínulítið smá…

  1. 27.02.2012 at 09:42

    Úff hvað þetta er allt saman sætt! Ferlega sniðug hugmynd með seglana – og mjúka ugluskottið er náttúrlega bara dásamlegt, lúkkar eins og “eldgamalt” leikfang síðan 1970 og eitthvað…

    Takk, takk og góð kveðja 🙂

  2. Anonymous
    27.02.2012 at 10:09

    Bara flott hjá þér eins og alltaf, ótrúlega sniðugt með seglana 🙂

    kv
    Svala I

  3. Anonymous
    28.02.2012 at 22:19

    Hæ! þetta er alveg æðislegt blogg, mig langar svo að búa í stærra húsnæði og eiga falleg börn þegar ég skoða það hehe 🙂 en hvernig er þetta mod podge, notar maður það bara yfir hvað sem helst, til að fegra og bæta?

    kv. Guðrún

  4. 29.02.2012 at 22:38

    Sælar allar, og takk fyrir fallegu orðin. Mod Podge-ið er nokkurn vegin eins og lím og lakk í sama hlutinum – mjög sniðugt 🙂 hægt að nota í flest allt föndur.

    kv.Soffia

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *