Jólaborð #1…

…er hér mætt á svæðið!

01-2014-12-13-150021

Við erum að vanda ekki að finna upp hjólið en vonandi dettur ykkur eitthvað sniðugt í hug sem þið getið síðan yfirfært á ykkar eigið borð þegar þið leggið á það fyrir hátíðarnar…

02-2014-12-13-150034

…borðskreytingarnar voru frekar svona “grófar” þetta árið.  Allt svoldið svona rustic og kántrískotið, er í svoleiðis fíling bara…

03-2014-12-13-150222

…ég blandaði saman gulli og silfri, bara eins og ég væri á launum við það.
Gasalega óhrædd og mikill jaxl…

04-2014-12-13-150242

…og með þessu tauservéttum kom smá svona rauður memm, sem er nú gaman á jólum…

05-2014-12-13-150427

…sérvétturnar eru sem sé viskustykki úr Ikea sem kostað aðeins um 50 kr stk.  En eru svona gammel og skemmtilegar.
Servéttuhringirnir eru gömul piparkökuform frá henni ömmu minni og svo með því að stinga smá grein af tuju þarna með kemur hátíðlegur og jólalegur blær…

06-2014-12-13-150446

…það þarf oft ekki mikið til þess að mynda réttu stemminguna…

07-2014-12-13-150848

…en eitt sem kemur strax með réttu stemminguna eru blóm á borðið, og auðvitað grenið…

09-2014-12-13-151056

…ég stakk hyasintulaukunum, enn í pottunum, ofan í gamla tarínu, og setti síðan bara furugreinar í kring.  Stráði síðan yfir smá gervisnjó og úr varð falleg hyasintuskreyting á borð…

10-2014-12-13-151113

…inni í skáp á ég þessu gömlu kampavínsglös með gyllingu, og það var kjörið að nýta þau með og setja snjó í botninn, og svo lítinn bamba og tré…

11-2014-12-13-151125

…úr þessu verða ótrúlega fallegar litlar skreytingar fyrir diskinn hjá hverjum og einum.
Í staðinn fyrir glas mætti líka nota litla skál eða aðra týpu af glösum…

15-2014-12-13-151224

…undir skálunum eru síðan litlar undirskálar sem ég keypti í Nytjamarkaði á 50 kr stk.  Það er oft hægt að fá margs konar skemmtilega litla diska eða skálar á lítinn pening, sem er gaman að nota til þess að poppa aðeins upp stellið sem þú átt…

12-2014-12-13-151142

…litlu kúlurnar ofan á servéttum mynda líka skemmtilegan hátíðlegan blæ, og þetta gæti eins verið stjarna eða eitthvað annað jóló skraut…

13-2014-12-13-151200

…þó eru þessar silfurkúlur alveg einstaklega fallegar, verð ég að segja…

14-2014-12-13-151210

…í vasanum (sem allir hata, eða allir elska að hata – en mér líkar bara svona vel við 🙂 ) kúra síðan furugreinar og með þeim stakk ég nokkrum hvítum rósum.  Rendurnar á vasanum passa líka afar vel við glösin þannig að ég er kát með þetta svona…

16-2014-12-13-151254

…aldrei þessu vant var ég ekki með neinn löber og engann dúk – enda fannst mér gaman að sjá grófa borðplötuna með öllu þessu punterí-i…

17-2014-12-13-151302

…hér sést svona heildarmyndin í kringum hvern disk…

19-2014-12-13-151358

…og í sjálfu sér er feykinóg pláss enn fyrir matarföt og annað slíkt…

20-2014-12-13-151420 21-2014-12-13-151447

…litlu diskarnar tengja saman matardiskana og hvítar skálarnar…

22-2014-12-13-151507

…og það skemmtilega við þetta er kannski líka að þetta er ekki stell, það þarf ekki alltaf allt að vera úr einni línu, heldur getur verið gaman að blanda og leika sér með það sem til er í skápunum…

23-2014-12-13-151609

…svo ekki sé minnst á að nýta hluti eins og glös í skreytingar…

24-2014-12-13-151632

…eða tarínur og bara litlar skálar…

25-2014-12-13-151653

Hvað er hvaðan?

Matardiskar: ARV frá Ikea
Undirskálar: vintage úr Nytjamarkaði
Glös: Broste
Kampavínsglös: trúlofunargjöf til foreldra minna, rúmlega 50 ára gömul
Tarína: vintage úr Húsi Fiðrildanna
Dýrin í glösunum: Fást í Toys R Us
Jólatré: gömul frá Ilva
Tauservétta: Tekla viskustykki frá Ikea
Skálar: Vintage úr Góða, en svona fást í Rúmfó
Silfurkúlur: úr Rúmfó
Stjörnubakkar, á hvolfi: Blómaval
Kertastjakar: DIY verkefni, vintage stjakar

08-2014-12-13-151034

Hvernig lýst ykkur svo á svona?
Gagnast þetta ykkur?  Komu einhverjar sniðugar hugmyndir?

18-2014-12-13-151330

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Jólaborð #1…

 1. María
  15.12.2014 at 21:33

  Sæl, gaman að sjá þessi gömlu kampavínsglös hjá þér. Ég á vínglös sem ég fékk frá ömmusystur minni og þau eru með nákvæmlega eins gyllingu, hef ekki rekist fyrr á eins glös. Hef átt þau í rúm 20 ár og held sérstaklega upp á þau. Veistu e-ð hvaðan þau eru?

 2. 15.12.2014 at 23:12

  piparkökuform sem servíettuhringir= snilld! Og góð áminning hvað smá greni gerir allt jóló!

 3. Sigrún
  16.12.2014 at 07:25

  Glæsilegt hjá þér 🙂 þú ert snillingur.

 4. Margrét Helga
  16.12.2014 at 14:49

  Æðislega fallegt hjá þér 🙂 Kíkti í Fjarðarkaup í Reykjavíkurferðinni minni í gær og sá æðislegar diskamottur þar…er aðeins farin að undirbúa skreytni 😉

 5. 16.12.2014 at 14:59

  Þú ert svo mikill snillingur Soffía og gaman hvað þú ert sniðug að blanda saman gömlu og nýju , kvekir i manni skreytingargenin love Ítalía <3

 6. 16.12.2016 at 08:37

  uhhh….heyrru……hvenær á ég svo að mæta í matarboðið ????

  svo dásamlegt allt saman hjá þér mín kæra <3

 7. Ásta Björg
  16.12.2016 at 10:35

  Dásemd 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.