Hitt og þetta…

…á föstudegi!  Er það ekki við hæfi?

Einu sinni, fyrir uppsetningu jólaskrauts, þá var ég með þennan stiga inni í alrýminu.  Seinna fluttist hann inn á bað og geymdi handklæði.  Hagkvæmir svona stigar – hægt að færa þá svo vel á milli herbergja…

01-2013-06-09-205320

…síðan um daginn inni í Rúmfó á Korpu rakst ég á þessa hérna, og fannst þeir svo æðislegir…

1-IMG_4038

…og úr því varð þetta hérna…

11-2014-12-08-110940

…og mér finnst þetta indælt, og smellpassar fyrir Instagram-myndirnar…

12-2014-12-08-110949

…og svo notaði ég abra snæri til þess að festa þær upp, auðvelt að breyta!

13-2014-12-08-110957

…er þetta ekki bara skemmtilegt?

14-2014-12-08-111100

…og ef við færum okkur um set á hillunni góðu, enn ein stjarnan hefur bæst í hópinn!
Þessi fannst í Rúmfó líka, og er svona líka falleg með glerstjörnunni minni.

Snilldarfögur og ekki bara jóla…

15-2014-12-08-111149

…ekki satt?

17-2014-12-09-220349

…svo er náttúrulega fátt fallegra en kertaljósið…

18-2014-12-08-102257

…og með því eru nokkrar litlar seríur, þetta þorp er núna í eldhúsinu…

19-2014-12-08-100430

…og þetta með stjörnurnar – fer að verða vandamál!
Stór Ikea-stjarna er komin í borðstofugluggann…

20-2014-12-08-100352

…og mér finnst afskaplega falleg birtan sem kemur af því…

21-2014-12-08-100409

…og talandi um skraut í glugga…

05-2014-12-08-101531

…þá eru þessi dásemdar snjókorn í gluggann hjá heimasætunni. Þetta eru tvo minni en svo er eitt stærra sem ég hengdi upp með pompoms fyrir ofan rúmið hennar.  Þarf að mynda það og sýna ykkur síðar.

Ég fann þessi í yndislega krúttulegri lítilli netverslun sem heitir Liggalá (sjá hér).

02-2014-12-08-101523

…og enn og aftur finnst mér heillandi svona skraut sem endurvekur svoldið gamla tíma…

05-2014-12-08-101531

…fyrir utan hvað þetta tekur afskaplega lítið pláss í geymslu – blikk blikk 🙂

Snjókornin fást hér (smella)

06-2014-12-08-101539

…og það er meiri nostalgía þarna, eins og þessi hérna jóli sem er að verða 50 ára…

07-2014-12-08-101551

…og svona stór silfur “burstatré” (bottle brush trees)….

08-2014-12-08-101609

…og þannig er stemmingin í stelpuherberginu…

09-2014-12-08-101636

…og þessi bara kátur með félagsskapinn og snjókomuna fyrir ofan sig…

10-2014-12-08-101605

…annars er ég sérlega hrifin af svona látlausara jólaskrauti í ár – eins og hér:

gamall trébakki, kerti, stytta og smá greni.  Örlítið af jólakúlum með setja svo tóninn…

22-2014-12-08-110854

…en mér finnst einhver hátíðleiki yfir þessu  ✩

Yndislega helgi ykkur til handa, knúsar og kærleikur!

23-2014-12-08-110924

ps. gaman væri að heyra aðeins frá ykkur, hvernig gengur jólastússið?

8 comments for “Hitt og þetta…

  1. Margrét Helga
    12.12.2014 at 16:06

    Vá!! Aftur kemurðu með svona hugmynd þar sem maður bara: “auðvitað!!! Af hverju fattaði ég þetta ekki!!???”…kannski vegna þess að ég á ekki snjallsíma og er þess vegna ekki á instagram en það er samt allt í lagi að hugsa út fyrir rammann…eða í þessu tilfelli inn í rammann 😉

    Yndislega kósí stemmning hjá þér…frábært að skoða svona afstressandi myndir í jólamánuðinum!

    Jólastúss hér gengur að mínu mati allt, allt of hægt 😉 Er þó komin með jólaskrautið í hús…byrja á mánudagskvöldið (eftir prófið) 😉

    Helgarknús og hellingur af kærleik til baka til þín!

  2. Kristín S
    12.12.2014 at 16:19

    hummmmmmmm
    var einmitt að skoða þessa ramma um daginn, en fann ekki út úr því hvernig ég gæti skipt um mynid 😉 Þarf greinilega að skoða þá betur, því mér finnst þeir svo skrambi hreint flottir 😉

    Jólaskrautið komið upp á þessu heimili, stórafmæli framundan um helgina og svo flutningar á mánudaginn (ekki hjá okkur samt) og því er búið að ákveða að slaufa smákökubakstri ársins því skólaverkefnum lauk bara núna á miðvikudagnn var 😉

    Kristín S

  3. Anna Sigga
    12.12.2014 at 20:30


    Æði þessi dökka stjarna sem þú sýndir okkur 😉
    En hér gengur allt fremur hægt fer í jólafrí næsta föstudag og búin að losa mig við pakka en á eftir að senda út kortin… hef aldrei verið svona sein á ferðinni … jólaskraut hmm já það er komið hálfaleið úr geymslunni og ekkert tré komið enda ekki búin að kaupa það ennþá :S óveður skemmir alltaf fyrir mann plönin betra að hafa tréið í búðinni á meðan geysar óveður annars fer tréið bara í burtu …. 🙂

    Nei nei þetta mjakast en voðalega hægt á þessu heimili, finnst mér 🙂

    kv AS

  4. Dögg
    12.12.2014 at 21:36

    Fallegt að vanda hjá þér 🙂 hvar fékkstu kertahúsið fremst á myndinni, þetta með hjörtunum? Er alveg óð í kertahús (hef þó náð að hemja mig við tvö stykki, enn sem komið er, hehe :)) þau eru svo sæt 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      12.12.2014 at 22:30

      Það var keypt í Rúmfó um jólin í fyrra 🙂

      • Dögg
        13.12.2014 at 06:55

        Takk! 🙂

  5. Hólmfríður Kristjánsdóttir
    15.12.2014 at 11:52

    Skreytingar ganga helst til hægt… Verð að fara að hella mér í þetta með krafti, sérstaklega með seríur og önnur ljós. En allt annað jólastúss (kort og gjafir) er á góðu róli 🙂
    Prentarðu instagram myndirnar ut hjá prentagram?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      15.12.2014 at 21:47

      Já, þessar eru frá Prentagram 🙂 mjög ánægð með þá!

Leave a Reply to Hólmfríður Kristjánsdóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *