Ferming 2005…

…fyrir dömu og í þetta sinn, blandað saman bleikum og orange 🙂

…liturinn fenginn frá dúkum, blómum, kertum og sandi…
…aspidistrublöð, rósir og mini gerberur 🙂

…kerti á disk og rósablöðum dreift á borðið,
svipuð blöð fást í Ikea í nokkrum litum…

…ílangur diskur notaður fyrir blómaskreytingu.
Notaði aftur Oasiskúlur (látnar sökkva í vatn, ekki ýta) og í þetta sinn þá notaði ég lime græna skraut-oasis-kúlu, þá þarf ekki að þekja kúluna (eins og þarf með hinar) því að það er bara fallegt að sjá í limegræna litinn…

…silkiblómalengjur notaðar á kertastjaka..

..og fiðrildalengjur á ljós…

….aftur lime-græn-Oasis-kúla.  Skreytingin gerð í skál og skálin fyllt með orange skrautsandi…

…hey já, og þarna notaðar svona lime-Oasis-kúlur 😉  og svo skreytingar gerðar í glervasa.  Þarna sjáið þið líka fiðrildakúluna sem í dag hangir í ljósinu inni hjá dömunni minni.  Svona nýtir maður stöffið sitt í gegnum árin…

…ekki gleyma að gera skreytingarnar allan hringinn, þannig að aftan á séð sé líka eitthvað að skoða…

…litlir glerkertastjakar frá Broste…

…og hey, þarna er borðið mitt, sem í dag er hvítt…

…bleikt efni notað í stað dúkar og löber notaður til þess að brjóta upp borðið…

…mmmmm, langar í kökur…

….ooooh blóm eru svo falleg!
Eruð þið að fá einhverjar hugmyndir?
Einhverjar að skoða?
Kannski smella like á ef þið eruð hérna 🙂

5 comments for “Ferming 2005…

  1. Anonymous
    07.03.2012 at 14:02

    Fallegar skreytingar! Er nú ekki að fara að ferma á næstunni en nýt þess engu að síður að horfa á þær 😉

    Kv. Guðbjörg

  2. 07.03.2012 at 17:34

    vá en gaman að sjá mismunandi skreytt borð hjá þér

  3. 07.03.2012 at 20:08

    Er að fíla blóm í pokum 🙂 Sniðugt ef mann vantar blómavasa. Jafnvel hægt að nota bara bréfpoka…svona brúna eða hvíta. Ódýrt og dásamleg lausn. Tala nú ekki um ef maður á kannski stimpla eða flotta límmiða. eða prenta fallegar myndir og líma á… ok nú er ég komin á flug bara og hugsa “upphátt” 🙂

    Takk fyrir að koma hugmyndafluginu af stað hjá mér! 🙂

  4. Anonymous
    07.03.2012 at 22:05

    Takk fyrir að deila með okkur – frábærar hugmyndir! Er að fara ferma þar næstu helgi.. Er aðallega að passa mig að hafa ekki bara einn lit á móti hvítum.. Þá getur þetta orðið svo einsleitt! Skemmtilegra að blanda saman litum og hafa þetta líflegt 😉

  5. Anonymous
    07.03.2012 at 22:50

    Ég er ekki að fara ferma fyrr en eftir 10 ár en vá hvað mér finnst gaman að skoða þessar hugmyndir 🙂

    En ertu búin að sjá þetta : http://thebabyonboard.com/2012/03/07/pottery-barn-kids-2/

    Kv. Sara Björk

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *