500…

…mér finnst ég hafa náð fremur stórum áfanga í dag! 
Þessi póstur er númer 500, sem sé, 
500 póstar sem ég hef skrifað hingað inn síðan í október 2010. Það er bara ágætt 🙂 

Skemmtilegt er að skoða þróunina á kommentunum frá byrjun (sem eru orðin næstum 2000stk, takk fyrir kærlega og knús) – fyrst voru þetta aðallega vinkonur og ættingjar sem að skildu eftir sig spor, en í dag heyri ég frá alls konar skemmtilegu fólki – sem ég þekki ekkert persónulega en er farin að “þekkja” í gegnum síðuna. Sumir eru duglegri en aðrir (Gauja, Hjördís og auðvitað margar aðrar 🙂 og ég er ofsalega þakklát fyrir hvert og eitt komment.  
Það að þið nennið að gefa ykkur tíma til að skrifa, skiptast á skoðunum og almennt tjá ykkur hérna, gefur mér svo mikið á móti. Það gefur mér orku í að að taka mér tíma á hverju kvöldi að setjast niður og koma einhverju skemmtilegu (vona ég) inn í pósta.  Þið eruð ástæðan fyrir að ég nenni þessu, jaaa þið og sú staðreynd að ég er með skreyti-breyti-föndur-veiki.  
Núna þegar þið ætlið að koma inn á síðuna er einfaldlega hægt að slá inn vefslóðina http://www.skreytumhus.is/ og er siðan sem sé orðin svona fansí að lénið Skreytum Hús er orðið að veruleika og af því tilefni setti ég líka nýjan “haus” á síðuna 🙂  Núna er ennþá einfaldara að segja öllum sem þið þekkið af síðunni.

Svona í tilefni dagsins ætlaði ég að vera með smá “leik” í gangi, þið þurfið bara að kvitta undir í kommentunum og á morgun þá læt ég random.org velja eitt númer/komment og viðkomandi fær sent par af sætu fuglunum eins og  voru í 6.ára afmælinu…
Annars væri líka gaman að heyra hvort að þið eigið ykkur uppáhaldspósta, fyrir og eftir, DIY, eða bara hvað sem er? 
Ég get líka uppljóstrað að í vændum er margt skemmtilegt…
 • smá spennó páskaföndur, jafnvel föndurvika ef vilji er fyrir hendi
 • höfðagafl fyrir hjónarúmið er fundinn og það verkefni er í gangi 
 • fyrir og eftir á unglingaherbergi og ýmislegt annað spennó!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

47 comments for “500…

 1. Anonymous
  14.03.2012 at 08:25

  Til hamingju með póstana 500 og TAKK fyrir að gefa þér tíma í þetta. Ég er eiginlega orðin háð að skoða síðuna þína, mér finnst hún yndisleg. Takk enn og aftur og gangi þér sem best í öllu. Guðrún

 2. Anonymous
  14.03.2012 at 08:26

  Kvitt kvitt! Kem hér inn nánast daglega en er að kommenta í fyrsta skipti, enda ekki seinna vænnna:) Hér er ótrúlegt magn af flottum hugmyndum og ég er einmitt orðin mjög spennt fyrir því að sjá páskaskrautshugmyndir! 😉

  kv.
  Sunna

 3. Anonymous
  14.03.2012 at 09:01

  Til lukku með glæsilegan áfanga 🙂
  Kveðja, Margrét

  ps. Hlakka til að sjá Páskana hjá þér 🙂

 4. 14.03.2012 at 09:09

  oohh innilega til hamingju með póstana 500… ég er búin að lesa þá alla og suma oftar en einu sinni 🙂

  hlakka til að lesa póstana áfram og til hamingju með nýja flotta lúkkið 🙂

 5. Anonymous
  14.03.2012 at 09:10

  ég bara held ekki vatni er svo spennt fyrir að sjá höfuðgaflinn!

  ps. bíð líka spennt að þú hjálpir mér að finna einn handa mér 🙂

  -guðrún hrefna

 6. Anonymous
  14.03.2012 at 09:16

  Til hamingju með 500 póstana! Mér finnst mjög gaman að sjá makeoverbreytinar og get ekki beðið eftir að sjá höfuðgaflinn;) Takk fyrir æðislegt blogg!

  Kv.Hjördís

 7. Anonymous
  14.03.2012 at 09:21

  alltaf jafn gaman og spennandi að skrolla hér um hjá þér ;0)
  Kveðja
  Guðrún J

 8. Anonymous
  14.03.2012 at 09:28

  kvitt kvitt 😉

  kv. Harpa

 9. Anonymous
  14.03.2012 at 09:32

  Til hamingju með 500 póstana. Ég les nær daglega, hef ótrúlega gaman af að sjá allar hugmyndirnar þínar.
  Hér er ferming framundan, svo allir skreytingapóstarnir gáfu mér mikinn innblástur.
  kveðja,
  Þorbjörg Gunnarsdóttir.

 10. Anonymous
  14.03.2012 at 09:40

  Til hamingju með póstana 500. Yndisleg síða hjá þér. Hef fengið ótal hugmyndir frá þér ;=) Er að fara að halda upp á eins árs afmæli um helgina þannig að maður er búin að skoða ALLA afmælispóstana frá þér og ég fékk bara næstum því valkvíða. Takk fyrir að deila þessari snilld með okkur hinum 😉

  KV. Óla

 11. Anonymous
  14.03.2012 at 09:40

  Til hamingju með póstana 500. Yndisleg síða hjá þér. Hef fengið ótal hugmyndir frá þér ;=) Er að fara að halda upp á eins árs afmæli um helgina þannig að maður er búin að skoða ALLA afmælispóstana frá þér og ég fékk bara næstum því valkvíða. Takk fyrir að deila þessari snilld með okkur hinum 😉

  KV. Óla

 12. Anonymous
  14.03.2012 at 09:50

  Til hamingju með 500 póstana.
  Mig langaði að segja þér að ég þekki þig ekki en finnst mjög gaman að skoða allt sem þú setur inn á þessa síðu.
  Ég er líka svolítið spennt að skjá páskaföndur, ég og strákarnir í vinnunni vorum að ákveða að skreyta hæðina okkar fyrir páska og jafnvel skora á næstu hæð í keppni 🙂

  Kveðja María

 13. Anonymous
  14.03.2012 at 10:06

  til hamingju með þennan áfanga 🙂 Tók strax eftir breytingunni þegar ég opnaði síðuna í morgun – flottur “haus” 🙂
  Ég er mjög spennt fyrir höfðagafla-póstum (eitthvað sem ég er alltaf á leiðinni að fara græja ) og allt hitt líka 🙂
  kveðja,
  Halla
  ps kíki hérna inn á næstum hverjum degi 🙂

 14. Anonymous
  14.03.2012 at 10:07

  Til hamingju með 500!!!!! Frábært blogg og ég skoða það á hverjum degi (stundum oft á dag). Flottur nýji bannerinn þinn.
  Kveðja, Svala

 15. 14.03.2012 at 10:09

  Innilega til hamingju með þetta Dossa, gaman að heyra – og til lukku með lénið!

 16. Anonymous
  14.03.2012 at 10:47

  Til hamingju með póstana 500, held að ég sé búin að lesa þá alla 🙂
  Kv. Helga Rún

 17. Anonymous
  14.03.2012 at 10:52

  Til hamingju með áfangann og nýju síðuna, kemur virkilega vel út 🙂
  Frábært að bjóða uppá að vera með svona spurt og svarað eins og þú minntist á aðeins fyrr.
  Finnst æðislegar allar sniðugu hugmyndirnar og að sjá hversu auðvelt getur verið að breyta miklu úr litlu.
  Er algjörlega háð blogginu, takk fyrir mig.
  kv. Elva

 18. Anonymous
  14.03.2012 at 10:57

  Kvitt kvitt:) Mer finnst tessi sida hja ter alveg frabaer eg kiki a hana reglulega! Gangi ter vel med framhaldid eg mun allavena fylgjast med:)

  Kv Jovana

 19. 14.03.2012 at 11:05

  Ég elska alla póstana en mest uppáhalds eru þegar þú ert að græja eitthvað eða sýna myndir af einhverju flottu úr búðunum 😉

  Ég er td. farin að þrá að komast i pottery barn og pottery barn kids 😉

 20. Anonymous
  14.03.2012 at 11:11

  ÚU spennó spennó.. ég kem hér oft á dag í orðsins fyllstu merkingu 😉 oft hef ég stokkið af stað í söstrene, blómaval, tiger og rúmfó til þess að versla mér eitthvað sem ég hef séð hjá þér. T.d silfurugluna, unglingamottuna, tveggjahæða bakkann og svo videre… 😉 takkk fyrir að aðstoða mig í að gera mitt heimili fallegt. hlakka til að heimsækja þig á hverjum degi næstu árin 😉
  G.

 21. 14.03.2012 at 11:39

  Innilega til hamingju með póstana 500, það er slatti 🙂 Ég er búin að fylgjast vel með frá byrjun.
  Kær kveðja Guðný Björg

 22. Anonymous
  14.03.2012 at 11:40

  Þetta er flottur áfangi og alltaf jafn gaman að koma hér inn og skoða 🙂
  Kveðja Guðrún H.

 23. Anonymous
  14.03.2012 at 12:09

  kvitt kvitt – mér finnst alltaf gaman að koma hingað inn og skoða 🙂

  Bylgja Dögg

 24. Anonymous
  14.03.2012 at 12:41

  Til lukku með lénið !! Vó er ég búin að lesa 500 pósta hjá þér?? En ekki var það nú leiðinleg lesning 😉 Hlakka til að sjá páska og unglingaherbergi hjá þér. Takk fyrir fyrir alla þessa 500 pósta og bíð spennt eftir næstu 500.

  Una Dögg

 25. Anonymous
  14.03.2012 at 12:45

  jiii en sniðug síða og til hamingju með hana 🙂 Kveðja Edda

 26. 14.03.2012 at 12:57

  Vá hvað þú ert dugleg! ég þyrfti að fara að koma mér aftur í blogg gírinn og taka þig mér til fyrirmyndar. Fyrir utan að vera bara í leti gír almennt undandarin misseri. Þú ert ekkert nema innblástur og frábært að detta hér inn og lesa frá þér um hvað sem er. DIY er auðvitað alltaf skemmtilegt og skreytinga hugmyndir en annars hef ég aldrei lesið neitt hér sem mér hefur þótt eitthvað leiðinlegt sko 🙂 bara bring it on!

 27. Anonymous
  14.03.2012 at 13:06

  Yndislega síðan þín og ég kem hér við daglega og gleymi mér algerlega yfir herlegheitunum. Takk fyrir mig
  kv Svava

 28. Anonymous
  14.03.2012 at 13:20

  Til hamingju með þetta allt saman! Finnst alltaf jafn gaman að skoða síðuna þína 🙂
  Kv. Elva

 29. Anonymous
  14.03.2012 at 13:34

  Til hamingju með 500 pósta og lénið. Skoða hjá þér flesta daga, alltaf jafn gaman, Takk fyrir mig,
  kv. Hanna

 30. Anonymous
  14.03.2012 at 14:48

  Til lukku!! Takk fyrir að hleypa mér og öllum hinum inn á þessa yndislegu síðu,sem er nánast lesin daglega:-)kveðja GUÐRÚN

 31. Anonymous
  14.03.2012 at 15:00

  Til hamingju með póstana 500 og nýju síðuna. Alltaf jafngaman að fylgjast með þér og því sem þú ert að gera, þótt ég þekki þig ekki persónulega 🙂 Finnst rosa gaman að lesa um makeover og diy-verkefni

  Kveðja
  Ásdís

 32. Anonymous
  14.03.2012 at 15:34

  Er ein af mörgum sem að skoða síðuna þína nær daglega og finnst það alltaf gaman – þú ert snillingur í að gera mikið úr litlu og gaman að fá innblástur og hugmyndir- ég er líka svona skreytióð þó ég sé ekki jafn dugleg og þú að halda úti svona flottu bloggi!
  Áfram þú,
  Kv. Kolbrún

 33. 14.03.2012 at 15:57

  Til hamingju með áfangann, 500 póstar! þú ert ekkert smá öflug 🙂

  já og nýji blogghausinn er æðislegur, til hamningju með hann líka og lénið.
  kv Stína

 34. Anonymous
  14.03.2012 at 17:18

  Til lukku með þetta. Alltaf skemmilegt að kíkja inn og skoða t.d. fyrir og eftir. Bíð eftir páskahugmyndum.
  Kveðja Rannveig

 35. Anonymous
  14.03.2012 at 18:10

  Glæsilegt hjá þér, ég les líka alltaf það sem þú skrifar… hef svo gaman af fólki sem hefur húmor fyrir sjálfum sér… Takk takkkkkkk

  KV. Anna

 36. Anonymous
  14.03.2012 at 18:16

  Til hamingju með þetta, þetta er fyrsta síðan í bloggrúntinum mínum. Elska DIY og fyrir/eftir póstana þína 🙂 þú kemur manni alveg í gírinn 🙂 p.s flottur hausinn á síðunni! kveðja, eva

 37. 14.03.2012 at 18:56

  Til hamingju með póst nr 500!

  kv. Bryndís

 38. 14.03.2012 at 20:30

  Til lukku með síðuna – hef fjarska gaman af að kíkja við og sjá fínheitin. Fermingarpóstarnir voru frábærir – komu sér mjög vel þar sem sonur minn fermist í vor. Eins hlakka ég til að sjá fyrir og eftir breytingu á unglingaherbergi 🙂
  Kveðja,
  Sif

 39. Anonymous
  14.03.2012 at 20:37

  Til hamingju og takk fyrir mig
  kv.
  Sigga Maja

 40. 14.03.2012 at 20:57

  Mér finnst voða gaman að sjá fyrir og eftir myndirnar hjá þér. Takk fyrir skemmtilega síðu 🙂

 41. Anonymous
  14.03.2012 at 21:00

  Veit ekki hvað ég myndi gera án daglegrar skoðunar og lesturs síðunnar þinnar. Margt sem ég hef notað á mínu heimili 🙂 Endilega haltu áfram, bíð alltaf spennt eftir nýjum pósti.
  kv Guðrún Björg

 42. Anonymous
  14.03.2012 at 21:59

  Allt uppáhalds sem þú gerir Soffía. Ef ég þarf að velja eitthvað fram yfir annað væri það DIY og smáskreyteríið þitt og… og… 😉
  Haltu áfram með þetta og þetta kemur þá til með að vinda heldur betur upp á sig!
  knúzzer von Djörmaní
  Svandís

 43. 14.03.2012 at 22:11

  well done lille smule – luv BigS

 44. 14.03.2012 at 22:12

  Til hamingju með þennann áfanga! 🙂
  Alltaf jafn yndislegt að skoða síðuna þína og ég kíkji sko á hverjum degi 😉
  kv. ásta

 45. Anonymous
  14.03.2012 at 22:56

  Til hamingju með þetta elsku Soffía. Er alltaf spenntust yfir makeover póstunum en finnst allt skemmtilegt sem þú setur inn. Síðan þín er fyrir löngu orðin ómissandi þáttur af daglega bloggrúntinum 😉
  Knús,
  Helena

 46. Anonymous
  15.03.2012 at 00:17

  Til hamingju með póstana 500 og glæsilegt nýtt útlit á síðunni,
  alltaf gaman að koma hér inn og fá hugmyndir og fylgjast með hvað þú ert að gera.
  uppáhaldspóstarnir mínir eru fyrir og eftir póstar frá þér, finnst svo gaman að sjá herbergi og hluti taka stakkaskiptum
  kveðja
  Kristín S

 47. Anonymous
  18.03.2012 at 12:28

  Þú heldur bara áfram að toppa þig kæra vinkona, vel gert! Svo fallegt nýja “lookið” á síðunni þinni og til lukku með 500 pósta áfangann þinn. Er svo stolt af þér og dugnaði þínum og hlakka til að fylgjast með áframhaldandi spennandi póstum….er einmitt að fara að ráðast í að gera herbergið hans KM, get ekki beðið og á pottþétt eftir að nýta mér fullt af hugmyndum frá þér 😉

  Knús,
  Anna Rún.

Leave a Reply

Your email address will not be published.