Í þá gömlu góðu daga…

…þegar hártoppanir voru “barðir” og túperaðir, og krumpujogginggallar réðu ríkjum.
Ég fékk spurningu frá henni Jóhönnu sem hljómaði svona:


Hæhæ, kommentaði hérna fyrir ofan en gleymdi að spurja þig: 

Hefuru alltaf verið svona dugleg í að breyta til heima hjá þér og skreyta svona fínt ? eins líka að föndra og spreyja gamla hluti og svona ? ég sjálf elska bloggið þitt og finnst þú gefa svo góðar hugmyndir og ég fyllist löngun að vera svona dugleg eins og þú í þessu öllu saman og hef mjög mikin áhuga á þessu 🙂 en kem engu í verk og er eitthvað svo stressuð að byrja.. þess vegna er ég að spá hvort þú hafir alltaf verið svona mikið í þessu eða hvort þetta hafi komið bara með tímanum 🙂

kv Jóhanna sem dýrkar þetta blogg 🙂 

Ég fór að hugsa til baka og skoða myndir.  Stutta svarið er eiginlega bara já – nema kannski með spreyjið, það byrjaði bara fyrir rúmu ári.  En langa svarið er lengra – merkilegt nokk, hér kemur það.  By the way – þið lesið póstinn á eigin ábyrgð.  Þetta gæti orðið eins og að vera fastur í slide show hjá þreytandi nágrana 🙂
Við áttum heima í Garðabæ.  Við erum 4 systkini og það var sérherbergi fyrir hvert okkar.  Ég var yngst og því var ég í herberginu sem var næst foreldrasettinu.  Svo eftir því sem árin færðust yfir og systkini mín fluttu út þá færðist maður lengra frá hjónaherberginu og í stærri herbergi.  Mamma var mikið að breyta heima og mikið fyrir að punkta í kringum sig (og gerir enn) og ég man að ég var mjög stolt af heimilinu okkar.  Þannig að ég held að ég hefi erft þetta í beinan kvennlegg – man eftir þó nokkrum dæsum frá honum pabba mínum þegar að mamma ákvað að láta skipta gólfefnum eða slá niður veggjum.  En hefst nú sagan í myndum:
Hér sést sem sé örverpið í sínu herbergi, með tryllta Abba tónleika í rúminu sínu.
Eins og sést þá er raðað í gluggakistuna skrautmunum, púðar á rúminu og alls konar punterí.  Man enn hvað það var gróft efnið í gardínunum og líka á rúminu reyndar.  Held að þessi húsgögn hafi heitað Happy Húsgögn og verið í Hafnarfirði?!?!  Fékk í það minnsta rúm og skrifborð þegar ég byrjaði í skóla.
…sama hér, mamma að hjálpa mér að sortera og laga til – börnin læra það sem fyrir þeim er haft 🙂

..síðan er maður farin að eldast og því er herbergið tekið í smámeikóver – snemma beygist krókurinn sem verða vill og lengi býr að fyrstu gerð 😉
Þarna er sama rúmið og var áður, en ég fékk nýtt rúmteppi sem að ég breiddi yfir bæði dýnu og púða, þannig að rúmið virkar allt öðruvísi.  Böngsunum var alltaf raðað í rúmið og skrautpúðum raðað inn á milli.
Lengst til vinstri er síðan hundurinn minn, hann Monsi, hann fékk stundum að hvíla sig uppí.
Allt í stíl, bleikt í rúmteppi, bleikir púðar og bleikur skermur – og að sjálfsögðu bleik vekjaraklukka.
…og svo bara til að setja þetta í samhengi – krumpujogginggallar = bara smart!
Synd að þessi tíska er ekki ennþá……

...djö þennan galla þarf ég að finna aftur 🙂
….úúúú og þennan regnstakk – yessss!

Síðan fóru systkinin að flytja að heimann og ég fékk forstofuherbergið svokallaða.  Það var sem sé aðeins stærra en fyrsta herbergið.  Þarna var ég um fermingaraldurinn og ég komin með nýtt rörarúm – þokkalega smart!  Hægt er að dáðst að Kylie og Jason myndunum sem eru á hinum klassísku speglaflísunum (sem áttu að stækka svo herbergin muniði? ), ásamt hártoppi heimasætunnar.
..síðan skelli ég inn einni mynd af vinkonu minni.  Bara af því mér fannst svo fyndið að sjá að þarna er ég búin að færa rúmið undir gluggann.  Ég var byrjuð!!
Ég komst snemma að því að með því að skella handklæðum undir fætur húsgagna þá gat ég flutt þunga hluti sjálf og var farin að endurraða húsgögnunum reglulega 🙂  Ég man líka eftir að fá að breyta herbergjum vinkvenna minna.  Bað þær að sitja í rúminu svo að ég fengi að gera þetta alein og alveg eftir mínu höfði….hohoho

Svo voru allir farnir að heiman nema ég – og þá fékk ég arinherbergið – það var aðalherbergið.  Það var vel stórt, bara með gluggaröð upp við loftið, einn veggurinn var hraunaður með killer hraunun (við erum að tala um gat á hausinn ef maður rakst utan í), og tveir veggir klæddir með plastviðarpanil, og svo var arinn – alvöru arinn.  Þetta var geggjaðasta herbergið – hahaha 🙂  Mér finnst líka fyndið að ég var farin að taka mynd af herbergjunum og hlutunum þar inni – þetta er greinilega alveg pikkfast í mér!
…og með Ellunni minni – bara svona svo þið getið sett í samhengi herbergi og ca 16 ára íbúann 🙂

Árin líða ( og allir eru sofnaðir við að lesa þennan póst) og ég er 18 ára og farin að deita alveg eldheitann gaur á grænum Nissan Sunny og 18 árum síðar erum við enn að deita….
….en herbergið breyttist um hverja helgi (næstum).  Þarna sjáið þið á vegg fyrir ofan rúmið Dimmalim myndirnar sem að í dag hanga inni í herbergi dóttur minnar – svona á að nýta hlutina í gegnum ártugina.

…allt voða mikið Sun Moon Stars og antík í bland, gamlar ljósmyndir af mömmu þarna á veggnum og prentarahillan góða.   Svo auðvitað CK one ilmvatnið frá Calvin Klein á skattholinu – ahhhh 1996.

…og hversu margir 19 ára fara og kaupa sér jólatré og skreyta það, svona líka smart hjá minni!

Svo er komið að því að flytja úr foreldrahúsum, innrás á tengdaforeldra og auðvitað fyrsta íbúðin.  
Viljið þið sjá meira ?? 😉
Ahhhhh – og vegna mikillar *hóst hóst* eftirspurnar þá kemur inn annar póstur síðar í dag!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

21 comments for “Í þá gömlu góðu daga…

 1. Anonymous
  27.03.2012 at 09:22

  Ójá meira takk 🙂 ég hló nokkrum sinnum upphátt þegar ég sá myndirnar af krumpugöllunum, trúðunum og fleiru 🙂
  kv. ein sem upplifði þetta tímabil doncano og krumpugalla 😉
  Halla

 2. Anonymous
  27.03.2012 at 10:02

  Snilldarpóstur, ótrúlega gaman að gæjast svona aftur í tímann 🙂

  kv. ET

 3. Anonymous
  27.03.2012 at 10:08

  Svooo gaman að sjá þessar myndir, meira takk 🙂
  Kv. Auður

 4. Anonymous
  27.03.2012 at 11:27

  GARG!!!! Those were the days, Don Cano á hele familien og allir í stíl. Á einhverjar svipaðar myndir líka og dóttir mín var alltaf að færa húsgögn (og er enn). Meira takk!!!!
  Kveðja, Svala

 5. Anonymous
  27.03.2012 at 12:38

  meira meira! þetta er dásamlegt!

 6. Anonymous
  27.03.2012 at 12:59

  Mú ha ha dásamlegt 🙂
  Kveðja
  Vala Sig

 7. Anonymous
  27.03.2012 at 14:27

  Þetta voru skemmtilegir dagar, gaman að sjá þessar gömlu myndir. Þú varst svo mikil dúlla og ert það enn í dag.
  Elska þig og ykkur öll, snillingarnir mínir.
  Mörg knús til ykkar,
  <3 <3 <3 <3 <3 Mamma

 8. Anonymous
  27.03.2012 at 15:09

  Love it! meira meira:)
  kv.Dýrley

 9. Anonymous
  27.03.2012 at 15:34

  hahaha

  Ég fann um daginn blað uppá lofti, þetta er eins og IKEA bæklingur nema þetta er Happy blað frá 1984, ég er ekki frá því að rúmið þitt sé í því blaði 🙂

 10. 27.03.2012 at 17:03

  jjiii hvað það er gaman að sjá þessar myndir… haha CK one

 11. 27.03.2012 at 17:37

  Snilld! Við systkinin fengum líka Habby húsgögn. Búið um á hverju kvöldi…. sæll 🙂

 12. Anonymous
  27.03.2012 at 19:05

  Algjör snilld þessi póstur 🙂

  kv Guðrún Björg

 13. Anonymous
  27.03.2012 at 19:58

  Meira svona, maður dettur bara í uppáhaldsgírinn. Panillinn á veggjunum, ohh ég man, svona líka dökkur og fallegur. Skemmtilegt þetta með jólatréið, gerði þetta sjálf á svipuðum aldri.Á ennþá í vandræðum með jólatréin, skreyti alltaf fleiri og fleiri, farin að skreyta fyrir vini og vandamenn hehhe
  Takk fyrir þennan póst.
  Kv.
  Sigga Maja

 14. Anonymous
  27.03.2012 at 20:00

  Mjög gaman sjá svona gamlar myndir, þetta er þér greinilega meðfætt… Mjög mjög gaman…

  kv. Anna …

 15. 27.03.2012 at 22:44

  thíhíhí gamanaðeessu ;))) …man nú eftir að hafa verið virk í raðaraliðinu á sínum tíma, þú áttir svo óendanlega mikið af smádóti og þá var gott að fá aðstoð frá yfirskipulagsfræðingnum sem er þó nokkuð góður í ferköntuðu skipulagi en án alls dúllerís – þar ert þú nest allra ! ;D
  luv S

 16. Anonymous
  30.03.2012 at 16:06

  ú takk fyrir póstinn 🙂 hann er snilld 😀
  vona að ég fari að koma mér í eithvað verk ! hehe 🙂

  Jóhanna

 17. Sveinrún Bjarnadóttir
  27.03.2013 at 01:55

  Yndislegt ferðalag;)

 18. Sigríður Ingunn
  24.01.2015 at 03:52

  Æðislegur póstur <3 Arinn í herberginu, hversu flott er það? Hefði sko aldrei flutt að heiman ef ég hefði haft arinn í herberginu mínu.

  • Soffia - Skreytum Hús...
   25.01.2015 at 14:56

   I KNOW!! Arininn var líka The Thing, allir vildu arinherbergið!

Leave a Reply

Your email address will not be published.