Eggjandi, ekki satt?

…nú er konan gjörsamlega búin að missa sig og hendir bara inn pósti á sunnudagskveldi!  Ekkert smá villt í hjarta sér 🙂  En litlu dúllurnar voru bara svo eggjandi og sætar að ég vildi gefa ykkur séns á að hlaupa út og sækja efnivið svo þið náið að útbúa svona gersemar fyrir páska!
Viljið þið sjá??? 
…svo við byrjum á byrjuninni þá fékk ég þessa DÁSAMLEGU Martha Stewart málningu í Skrapp og gaman, sko hún Marta vinkona er alveg með´etta!  Hún hefur greinilega lært að blanda liti þegar hún sat inni eða eitthvað því að þessir litir eru unaður.  Það er svona perlugljái á þeim sem gerir þetta að svo miklu punterí að það hálfa væri nóg.

…síðan keypti ég svona frauðegg.  Þau fást eflaust í flestum föndurbúðum en ég kippti tveimur pökkum í tveimur mismunandi stærðum með úr Megastore. 2x298kr=tjékk

…nú svo að varpi loknu þá var þetta afraksturinn…

..eins og sést þá er ég fyrirtaksvarphæna..

…fannst það koma mjög fallega út að nota saman þessa tvo mismunandi tóna…

..og svo hófst skemmtilega hlutinn, skreyta eggið.
Fyrsta egg:

…ég átti þennan blómaborða í föndurtöskunni minni og festi hann á eggið með títuprjónum.
Síðan setti ég litla festu neðan á eggið sem ég festi kristallana í …

…hér sést festan sem ég setti kristallana í (fojj er ég með rúsínuputta??)

…hér sést borðaflóran sem ég var með í fórum mínum…

…og kristallar…

…og alls konar perlu og demantaprjónar…

…og jamm, hér sést aðstaðan þegar að Rympa sat á ruslahaugnum sínum og verpti eggjum…

…en eggin komu skemmtilega út…

….mismunandi útfærslur…

…átti einmitt stimpilpúða úr Skrapp og gaman….

…og síðan gamla góða stimpilinn minn…

…og gerði tilraun sem tókst ágætlega bara…

…ég hengdi öll egginn upp með fallegum borða úr Söstrene Grenes, ég klippti bút og myndaði lykkju og festi hana niður með demantaprjóni…

Svo VERÐ ég að sýna ykkur nýja dótið mitt.  Sko það gæti verið að ég hafi skríkt rosalega hátt og hrópað síðan húrra þegar að ég notaði þennan gatara í fyrsta sinn, það bara gæti verið.  Það er enginn að segja að það gerist enn í hvert sinn og ég nota hann, en það bara gæti verið!  
Þetta er um það bil skemmtilegasta dót í heimi fyrir svona dúllara eins og mig.

Hef lengi leitað að fiðrilda-gatara í réttri stærð, fann hann lokst í Skrapp og gaman (spurning um að flytja Ikea og Skrapp og gaman saman og flytja svo bara beint þangað inn), og auðvitað frá henni Mörtu vinkonu líka (Martha Stewart) EK Success (er með Mörtu á heilanum greinilega).
Þau eru fullkomin að stærð, algerlega!  Síðan er hann meira að segja fallegur, getur sko alveg verið blaðapressa á borðum þegar hann er ekki í notkun, sjáið bara bláa litinn – alveg í stíl við eggin mín.

…tíhíhíhhííhíhíhíhíhívíííííííísjúbbbbbíííííí frildi jááááááá
(svoldið svona eins og hljóðin í Ross og Rachel hér)

…og yfir í alvarlegri mál, *ræskj* ég festi nokkur svona fiðrildi líka á ljósakrónuna.  Svo með eggjunum…

…þá kom þetta svona út í heildina séð… 

…og ýmsar útfærslur sem urðu til…

…þessi var í uppáhaldi, með hluta af límmiðasetti úr Skrapp og gaman…. 

Hvað segið þið svo?  Er þetta ekki bara svoldið mikið svona kjút? 

…síðan kóróna yndislegu kertastjakarnir mínir þetta alveg.  Heppin ég að fá svona fallega stjaka að gjöf – takk fyrir mig elskurnar 🙂 

Segið mér nú alveg satt, ætla einhverjar að fara að gera sér egg???
Koma svo…. 🙂

23 comments for “Eggjandi, ekki satt?

  1. Anonymous
    01.04.2012 at 22:26

    Þetta er æði hjá þér. Svo fallegt aahhh,mikið rosalega er gaman að sjá hvað það er mikið fallegt til í skrapp og gaman vissi ekki af þessari góðu búð 🙂 sem er merkilegt svona miða við mig.
    Knús
    Vala Sig

  2. Anonymous
    01.04.2012 at 22:43

    Ekkert smá flott og sniðugt hjá þér 🙂 þarf endilega að kíkja í þessa búð í næstu rvk ferð 🙂
    En langar líka að forvitnast hjá þér hvar þú færð “demanta”pinnana ?
    kveðja,
    Halla

  3. Anonymous
    01.04.2012 at 23:01

    Alger snilld eins og alltaf. Má ég kaupa af þér nokkur fiðrildi? 🙂

    Veistu hvar bláu stjakarnir fengust?

    kv Guðrún Björg

  4. 01.04.2012 at 23:19

    SJÚKLEGA FLOTT!!!! eins og reyndar allt hitt stöffð þitt.

    Langar líka að forvitnast með demantaprjónana hvar þeir fást og líka þessar festu sem þú setur neðan í eggin til að festa kristallana.

    Takk fyrir skemmtilegt og fallegt blogg

  5. Anonymous
    01.04.2012 at 23:42

    Vá, en flott! Æðislega flott og skemmtilega einföld hugmynd! Skrapp og gaman er sko dásemdarbúð (er með mjöööög góða netverslun!), ég á einmitt svona fiðrildagatara þaðan en ef mér skjátlast ekki er hann frá EK Success en ekki Mörthu vinkonu okkar (ekki að það skipti samt öllu máli!)Veit samt ekki hvort það væri gott að steypa S&G og Ikea saman- heimildin á visakortinu myndi bara gufa upp!Hehe 🙂
    Kv. Kolbrún

  6. Anonymous
    02.04.2012 at 00:13

    Ég ætla að verpa nokkrum, alveg örugg á því eftir þessa sýningu hjá þér.
    Frú Stewart er alveg mögnuð.
    Litirnir eru akkurat mínir uppáhalds.
    Takk fyrir þetta.
    Kv.
    Sigga Maja

  7. 02.04.2012 at 07:56

    vá hvað þetta er fallegt hjá þér, eins og allt sem þú gerir 🙂

    vildi að ég væri nær rvk og gæti farið í þessar búðir….

    en segðu mér hvað færðu svona kristalla? langar einmitt að skreyta borðstofuljósið mitt 🙂

  8. Anonymous
    02.04.2012 at 09:44

    Guðdómlegt!!!
    Mig bráðvantar stimpil eins og notaður er á eitt eggið. Skyldi hann fást í Skrapp og gaman?
    Valborg

  9. Anonymous
    02.04.2012 at 09:49

    Með eindæmum fallegt hjá þér 🙂

    Hvar fékkstu þennan dásamlega löber?

    Kveðja,
    Kristín Anna

  10. Anonymous
    02.04.2012 at 10:15

    Jemundur minn hvað þetta er gördjöss.
    Kveðja, Svala

  11. Anonymous
    02.04.2012 at 11:37

    Hugmundríkt og flott eins og alltaf. R

  12. Anonymous
    02.04.2012 at 12:00

    þetta er bara ÆÐI eins og allt sem maður sér á þessari fallegu síðu hjá þér kv. GUÐRÚN

  13. Anonymous
    02.04.2012 at 16:50

    Mjög flott og sýnir vel að páskaskraut þarf alls ekki að vera gult. 😉 þarf greinilega að kíkja í þessa búð. Martha er einmitt sérlega góð vinkona mín líka…

    Kv. Gulla

  14. Anonymous
    02.04.2012 at 17:23

    Svo flott og páskó. Langar í þessa liti og líka fiðrilda-skerann. Þarf að kíkja á þessa S&G, er þetta netverslun sagðiru?
    Kv. Auður.

  15. 02.04.2012 at 17:53

    Takk allar fyrir kommentin 🙂

    Halla, Demantapinnarnir fást t.d. í Blómavali, sennilegast í Garðheimum líka.

    Íris, þessar festur eru úr A4, þetta er svona fyrir skartgripagerð.

    Guðrún Björg, bláu stjakarnir eru úr Tiger.

    Kolbrún, takk fyrir ábendinguna 🙂
    Þú hafðir alveg laukrétt fyrir þér!

    Sigga Maja, u go girl 😉 gaaagaaaaa

    Birna, kristallarnir eru úr gamalli Ikealjóakrónu sem að ég átti. Annars þarftu ekki að koma í bæinn til að fara í Skrapp og gaman, bara fara á skrappoggaman.is

    Valborg, stimpillinn er gamall en fullt af fallegum stimplum í Skrapp og gaman.

    Kristín Anna, Löberinn er úr Ikea, í það minnsta 6ára gamall.

    Auður, Skrapp og gaman er netverslun og er líka með litla sæta búð sem er opin á þriðjudagskvöldum og laugardögum – spurning um að fjölmenna annað kvöld 🙂 ?

  16. Anonymous
    02.04.2012 at 18:07

    Fallegt fallegt…mikið ertu dugleg..

  17. 02.04.2012 at 18:39

    Fallegt hjá þér Dossa mín og liturinn á eggjunum er bara guðdómlegur. Svona fiðrildaskeri er búin að vera á óskalistanum hjá mér í nokkurn tíma ég verð bara að fara að eingnast svona.
    kveðja Adda

  18. 03.04.2012 at 00:24

    Ofurflott og hrikalega flottir litir á eggjunum!!

  19. Anonymous
    03.04.2012 at 10:10

    Dossa mín, enn og aftur segi ég þér hvað þú ert mikill snillingur. Ég býð eftir að þú gefir út bók þar sem þú tekur saman það besta af blogginu þínu, ert meira að segja komin með heitið á henni….skreytum hús! Páskaknús til þín elsku vinkona og látum nú verða að hittingi sem fyrst.

    P.S. Þetta er allt saman gordjöss og held barasta að ég sé á leiðinni í Tiger að ná mér í svona stjaka 😉

    Hlý kveðja,
    Anna Rún.

  20. Anonymous
    03.04.2012 at 10:11

    Vil laga þarna hræðilegu innsláttarvilluna mína…ég bíð eftir átti þetta að vera 😉 😉

    Kveðja,
    íslenskufræðingurinn!!!

  21. Anonymous
    03.04.2012 at 12:15

    vá hvað þetta er fallegt hjá þér 🙂

    kv Jóhanna

  22. Anonymous
    08.04.2012 at 01:27

    Sæl og gledilega páska!

    Èg hef fylgst med thessu snilldarbloggi thínu um nokkurra mánada skeid og er heillud af hugmyndaríki thínu.

    Mig langar til ad spyrja hvar thú fèkkst thessa ædislegu ljósakrónu yfir bordstofubordinu?

    Takk fyrir frábært blogg!

    Sjöfn Elísa Albertsdóttir

    • 27.02.2013 at 01:14

      Sæl Sjöfn 🙂

      Ljósakrónan er frá Byko!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *