Stjörnur og greinar, og allt hitt…

…játningar jóladótasafnarans!

Það gæti verið titillinn á ævisögunni minni.  Svona þegar hún kemur út.

Í það minnsta er húsið búið að vera jólasprungið hérna í nokkra daga, en allt er að færast til betri vegar og nú er að komast ró á kofann.  Þetta tekur sinn tíma, og þetta tekur á.

Til að mynd var ég búin að fá mér fleiri Coryllus-greinar í eldhúsgluggann, enda sjaldnast verið fræg fyrir að gera bara eitthvað aðeins smá, nóbb það er allt eða ekkert…

01-2014-11-26-120632

…hér sjáið þið síðan græjurnar til þess að festa góssið í gardínustöngina…

02-2014-11-26-120635

…mér finnst þægilegt að leggja greinarnar fyrst svona á borðið til þess að sjá hvernig þær fara best…

03-2014-11-26-120639

…svo þegar að upp var komið…

04-2014-11-26-151452

…og eins og þið sjáið þá kippti ég nokkrum kristöllum af ljósakrónunni og dreifði í greinarnar…

05-2014-11-26-151512

…er alveg að fíla hvað þetta er fínlegt og gefur smá bling, en bara lítið og létt…

06-2014-11-26-151523

…síðan fengu þær aðeins meira skraut – en meira um það síðar…

32-2014-12-02-161731

31-2014-12-02-161723

…færum okkur þá á eldhúsborðið…

07-2014-11-26-152033

…eins og þið kannski sjáið, eða ekki, þá eru tveir stólar við endann á borðinu, en með því að skella gærunni þarna yfir þá verður maður ekki eins var við það.  Síðan kemur líka smá svona kósý vetrarfílingur…

08-2014-11-26-152126

…á borðið setti ég síðan einn uppáhalds renninginn minn, orðinn ansi gamall en alltaf jafn góður.. Finnst líka skemmtilegt að hægt er að snúa honum á báða vegu, á annari er alveg hellings með bling 🙂

09-2014-11-26-152135

…ég er búin að segja ykkur að ég er Jóla”hamstur” ekki satt?  Hamstra jóladót eins og enginn sé morgundagurinn.
Á eftirjólaútsölunum í fyrra þá keypti ég seríur, eins og alltaf, og svo þessa hérna stjörnubakka sem kostuðu bara slikk í Blómaval.

Sem útskýrir hvers vegna það er 15 stk, eða svo gott sem, á borðinu…

10-2014-11-26-152247

…en þetta er skemmtileg leið til þess að leggja á borð, sér í lagi ef þú ert að hafa veislur eða jólaboðið…

11-2014-11-26-152255

…síðan var bara raðað á bakkana…

12-2014-11-26-152502

…og reyndar tók ég suma stjörnubakkana og sneri þeim við, til þess að fá frekari upphækkun inn á milli…

13-2014-11-26-152507

…og að lokum bætti ég tarínunni við í miðjuna, svona stærri og þyngri hlut til þess að “festa” dótið á borðinu betur, gefa því meiri þyngd…

14-2014-11-26-153141

…smá gervigreni frá þeim sænska setur síðan punktinn yfir I-ið…

30-2014-11-27-150611

…og svo að kvöldi…

15-2014-11-26-165606

…þá finnst mér alltaf stemmingin nást betur…

17-2014-11-26-165648

…og jeminn eini, hvað ég næ að brenna af kertum…

18-2014-11-26-165650

…en maður kvartar ekki yfir svoleiðis aukaatriðum þegar að stemmingin verður svona kósý…

19-2014-11-26-165725

…með allann heiminn á borðinu…

21-2014-11-26-165747

…og gömul tré úr Ilva…

22-2014-11-26-165754

…ásamt Festivo stjökunum fallegu…

24-2014-11-26-165930

…og meiri hreindýr….

25-2014-11-26-165932

…og þannig er það – á morgun stjakar – ég lofa…

26-2014-11-26-170403

…og meiri jól – meira að segja smá rautt sem læddist með 🙂

33-2014-12-02-162428

7 comments for “Stjörnur og greinar, og allt hitt…

  1. Svandís J
    03.12.2014 at 10:15

    Búin að vera rosalega slök í kommentunum undanfarið mín kæra en langaði bara að þakka þér frá jólahjartansrótum að færa okkur þessa yndiskósýstemningu dag eftir dag. Er svo endalaust ánægð með þig snillingurinn minn!
    knúzzer :*

  2. Margrét Helga
    03.12.2014 at 10:18

    Alltaf svoooo kósí hjá þér!

    En talandi um kerti…ég var að gramsa aðeins í kössum og fann örugglega 50 kerti, svona millistór, sem ég var alveg búin að gleyma að ég ætti!! Þvílík snilld! Er nefnilega meira svona sprittkertakona, nota ekki mikið svona há kerti en þessi keypti ég einhverntímann (greinilega) til að gera eitthvað sniðugt úr :p Koma sér vel svona í desember 😉

  3. kamilla
    03.12.2014 at 11:47

    Alltaf jafn fallegg hjá þér. . .jólahamstur… 🙂 gaman að sjá hvað þú finnur zniðugar útsetningar. .. veitir innblástur. ..Gleðilega aðventu… 🙂

  4. 04.12.2014 at 15:37

    Æi hvað þetta er nú mikið fallegt eins og alltaf…núna ætla ég að bruna og kaupa mér nokkra stjörnubakka 🙂

  5. Gurrý
    05.12.2014 at 12:13

    Hvar færðu þessar greinar? Finnst þær gætu fullkomnað eldhúsgluggann hjá mér 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      05.12.2014 at 12:57

      Þú ættir að fá þetta í blómabúðum, og í Ikea núna fyrir jólin. Þær heita coryllus. Ef þær eru ekki til, þá geturu beðið um að panta þær því að þær fást í blómaheildsölunum núna 🙂

  6. Kolbrún
    08.12.2014 at 08:41

    Alltaf jafn glæsilegt hjá þér og sniðugt að versla á útsölunni eftir jólin og nota svo næstu jól maður getur bara keypt helmingi meira í staðinn (alltaf að græða)

Leave a Reply to kamilla Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *