Taska, taska, jááááá…

…og fyrirgefið að ég skuli vera svona næs að koma Dóru-lagi inn í kollinn á ykkur mömmunum 🙂
Ég hef nú sýnt ykkur myndir af gömlu töskunum mínum, eins og ég notaði hér í fermingunni og er búin að vera njóta að hafa í kringum mig í langann tíma.  Ég var reyndar aldrei búin að sýna ykkur innan í stærri töskuna en þetta er sko ekta picnic-taska eins og þær gerðust bestar hérna í denn!
Þrátt fyrir að ég gæti eflaust nýtt hana skynsamlegar með því að tæma innan úr henni þá er það ekki séns að ég tími því.  Hún er bara svo einstaklega dásamleg með öllu sem í henni er.  
Taskan kemur frá ömmu og afa mannsins míns…
…afi hans var alveg sérstaklega hrifin af KFC og því fannst okkur æði þegar við fundum nokkra pakka af gömlu KFC servéttunum og göflum og “blautþurrkum” enn í töskunni.  Verið að nýta og njóta 🙂
Þessi taska verður áfram eins og tímahylki, innan í henni stendur tíminn kyrr.
Síðan er málið að um daginn þá áskotnuðust mér tvær til viðbótar úr geymslunni frá ömmu mannsins.  Þær hafa staðið í bílskúrnum hjá okkur þar til ég ákvað að koma þessum elskum í notkun hér innan heimilisins.
…ég fjarlægði lítinn skemil sem stóð alltaf undir borðinu og svo var bara að finna úr hvað ætti að geymast í töskunum góðu…

…ég var ekki lengi að komast að niðurstöðu með það.  Málið er að allt föndurdótið mitt og dúlleríið er á hrakhólum hér innan heimilisins af því að það átti hvergialmennilegan samastað.  Ég get játað það að kannski er ég t.d. búin að vera að leita að nótnablöðunum síðan á jólum, ég bara stakk þeim á það góðann stað…

…en nú er öldin önnur og öllu komið haganlega fyrir….

..og það sem meira er, það er snilldin ein að kippa með sér töskunni á eldhúsborðið þegar að ég ætla að setjast niður og bralla eitthvað sniðugt…

…og ekki var verra að fylla hina líka af alls konar góssi 🙂

…ahh svo líður mér eins og Mary Poppins þegar að ég dreg hvern hlutinn á fætur öðrum upp úr töfratöskunni minni – segji það enn og aftur eins og Mary Poppins : “practically perfect in every way.” 
…ég verð samt að játa að mér veitir nú ekkert af í það minnsta einni tösku til viðbótar, en það verður að bíða betri tíma eða góðrar sendingar í Daz Gutez Hirdoz…

…en eru þær ekki bara sætar þessar elskur, og svo fékk ég eina svona vírinnkaupakörfu sem að ég geymi ofan á töskunum og í hana safna ég bókum litla mannsins sem eru oftast á víð og dreif um húsið að kveldi dags.  Allt í röð og ró og allir glaðir 🙂
Eigið þið gamlar töskur og ef svo er, í hvað notið þið þær? 

7 comments for “Taska, taska, jááááá…

  1. Anonymous
    12.04.2012 at 08:39

    Æðislega fallegar ! mig langar ógúrlega í svona fallega vírkörfu..hvar fékkstu hana? 🙂 nappaðirðu henni með þér úr einhverri búð?? heheheh djók !!

    í mínum gömlu töskum sem ég fékk í GH design (einsog ég kalla Góða Hirðirinn), geymi spari hnífaparasettið sem kom ekki í tösku dem og servíettur og alls konar þess háttar dót, á ekki góðann borðstofuskáp þannig það er voða gott að geta farið bara í stóru töskurnar á hátíðsdögum og tekið fram spari settið 🙂

    kv. Erla

  2. Anonymous
    12.04.2012 at 08:42

    Mínar eru nú ekki eins gamlar og þína en ég á nokkrar sem ég nota undir gömul tímarit eins og Gestgjafann og jólaföndurblöð. Svo er ég líka með í einni efnisbúta og föt sem eiga að vera eitthvað sniðugt í framtíðinni. Gamlar barnabækur sem brottflutti sonurinn átti bíða barnabarna í einni lítilli pappatösku niðri í geymslu. Alltaf hægt að nota gamlar töskur. Ég sé mjög mikið eftir ,,útilegutöskunni” sem mamma átti, rauðköflóttskotamunstur að utan og dásamlega blá að innan og full af frábæru ,,matarstelli” og ílátum. Hún fór sennilega á haugana á síðustu öld 🙁
    Kv. Hanna

  3. 12.04.2012 at 09:35

    en skemmtileg hugmynd, að geyma föndurdótið í þessum yndislegu töskum. Svo er líka bara svo dásamlegt að nýta hluti einsog þessa, sem hafa tilfinningalegt gildi 🙂 Frábær hugmynd og takk fyrir hana mín kæra!

  4. Anonymous
    12.04.2012 at 11:19

    En krúttlegar töskur. Fíla sérstaklega þessa sem verðið er skrifað inní, dásamlegt alveg. Ég á eina ævagamla tré-ferðatösku, já tösku úr tré níðþunga, sem ég ætla alltaf að gera eitthvað skemmtilegt við. Því miður á ég svo mikið föndurdót að það dugar varla heilt herbergi undir það, hvað þá taska 😉
    Kveðja,Svala

  5. 12.04.2012 at 13:45

    vá æðislegar töskur 🙂 á því miður ekki svona gamlar flottar töskur

  6. 13.04.2012 at 20:20

    Þær eru æðislegar Dossa og til hamingju með þær. Picnik taskan er algjör gersemi myndi ég segja. Ég nældi mér í tvær í Góða hirðinum fyrir skömmu síðan og önnur þeirra er fyrir hitt og þetta sem ég vil ekki að sjáist í skáp sem er bara með vírneti fyrir dyrunum, ég geng síðan frekar mikið um þá tösku. svo er ég með aðra sem er ennþá bar atóm en er uppi í gestaherbergi. Ég fékk góða hugmynd í einu kommentinu hér fyri ofan að geyma sparihnífapörin, en þau eru undir fjalli af dúkum og mjöög leiðinlegt að ganga um þau. útfæri það líklega um helgina.. takk kærlega fyrir það Erla.
    kveðja stína

  7. Anonymous
    13.04.2012 at 22:40

    Ekki málið Stína:-) takk fyrir að blogga um breytinguna þína á skápnum þínum:-) minn stendur kalkmálaður hérna í stofunni, hæstánægður og sæll með make over-ið sitt;-)
    kv. Erla

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *