Íkornar, fuglar og frildi…

….og stundum rekst maður á eitthvað sem manni finnst vera ferlega sætt.
  Eitthvað eins og þessar plastdiskamottur sem kostuðu 150kr.
Ég var ekki að fara nota þær sem diskamottur og hvað er þá til ráða?
Þá er bara málið að endurraða á blessuðu borðinu, eina ferðina enn 🙂
…og sjáið þið hvað er í vösunum?
Haaaaa!  Hummm 🙂
…og í flotta ferkantaða Ikea-vasanum mínum 🙂
…litli Íkorninn er frá Söstrene, hann var upphaflega lime og fjólublár en fékk smá spreymeikóver…
  
…og hann kallast svo skemmtilega á við íkornann á vasnum….
…ég get ekki annað en verið kát með svona míní-meikóver á vösunum líka, einfalt, ódýrt og óttalega sætt!
Diskamotturnar urðu líka sætari þegar þær sjást ekki allar, það var svo mikið að gerast á þeim að þær höfðu gott af smá svona “ritskoðun”…
…finnst vera skemmtileg ró yfir borðinu núna!
…gat svo ekki annað en hlegið þegar að ég sá að grey Lási  Lögga er bara komin í vír-jail-ið þarna undir borðinu…
Er ekki bara pínu gaman að nota diskamotturnar svona? 🙂

10 comments for “Íkornar, fuglar og frildi…

  1. 17.04.2012 at 08:06

    þetta er “gargandi” snild…. á einmitt ferkantaðann ikea vasa sem er með einhverju drasli utaná sem ég föndraði fyrir mörgum árum.

    Held ég ætti að gera svona meikover á honum…. hvar fékkstu þessar mottur?

  2. 17.04.2012 at 09:06

    RL vöruhús mín kæra, RL vöruhús 🙂

  3. Anonymous
    17.04.2012 at 09:17

    Frábært meikóver og diskamotturnar bara æði!

    Kv.Hjördís

  4. 17.04.2012 at 09:24

    hí hí ég í RL 😉 Takk takk
    íkorninn líka miklu miklu myndalegri svona hvítur 🙂

  5. 17.04.2012 at 10:42

    þú ert svo hugmyndarík, alltaf jafn gaman að kíkja á bloggið hjá þér.

    kv Birna

  6. 17.04.2012 at 12:25

    Frábær hugmynd hjá þér mín kæra eins og svo oft áður, ég var búin að sjá svo flottar blúndu diskamottur í RL sem ég var einmitt að hugsa um að gera það sama við
    kveðja Adda

  7. Anonymous
    17.04.2012 at 12:37

    Sniðugt! Var einmitt búin að rekast á þessar diskamottur í RL og pældi mikið í þeim.. spurning um að fara aftur og ná sér í nokkar 😉

    Kveðja, Elva

  8. Anonymous
    17.04.2012 at 20:33

    Love it! og íkorninn er voða sætur svona hvítur 🙂
    Kv. Kolbrún

  9. Guðrún
    30.03.2014 at 19:13

    Flott hjá þér – hvernig gekk að klippa motturnar niður og hvernig náðirðu þessum svörtu áhrifum?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      30.03.2014 at 19:57

      Það var ekkert mál – þú bara mátar þær ofan í og klippir svo. Sumar motturnar sem ég keypti voru svartar 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *