Esja Dekor…

…er “innlit” dagsins 🙂  Eða sko svona innlit í netsíðuna þeirra.

Ég hitti nefnilega vinkonu mína um daginn og sá hjá henni þennan dásemdarmynd/platta.

1-IMG_4866

Ég var búin að sjá myndir af þessu á svo mörgum síðum, en þetta var í fyrsta sinn sem ég sá þá með eigin augum og “hooo myyy goooooood” (svona eins og Jance í Friends)!

Þeir eru svo yndislegir!

En meira um þá síðar í póstinum og athugið að allt sem er feitletrað eru hlekkir/linkar á rétta staði…

1782421_723921624294732_4013517955394952139_o

Mál málanna sem sem sé Esja Dekor sem er netverslun sem tvær systur reka saman og er stútfull af snilldarvörum. Það sem meira er, það er mikið af svona skemmtilegum og öðruvísi vörum…

01-Fullscreen capture 26.11.2014 021549

…byrjum á fallegu Faunascapes veggmyndunum sem ég sagði frá í strax í byrjun.
Þær koma með nokkrum mismunandi myndum og útfærslum, en hver annarri fallegri…

26-Fullscreen capture 26.11.2014 022054

…þessi er ofarlega á mínum vinsældarlista, en eins og þið sjáið þá nær þessi mynd ekki alveg dýptinni í myndinni (eins og sést fyrir ofan)…

29-Fullscreen capture 26.11.2014 022112

…þessi hérna er líka yndislegur, það er eitthvað íslenskt við landslagið í refnum…

28-Fullscreen capture 26.11.2014 022105

…og hérna sjáið þið þá nokkra saman!

Fallegt í barnaherbergið, eða bara hvar sem er…

27-Fullscreen capture 26.11.2014 022057
…ég tók síðan smá kipp af gleði þegar að ég sá krukkuglösin með rörunum, eins og ég fékk mér í Köben í sumar.  Talandi um að bera vatnið yfir lækinn, ha!

02-Fullscreen capture 26.11.2014 021554

Síðan er mikið af ofsalega fallegum vörum frá Miss Etoile-merkinu.
Eins og t.d. þessi hérna eggjabikar, sjáið þið bara litlu fuglana sem sitja þarna innan í – hversu fallegur væri þessi á fallegu matarborði, kemur í gulli og silfri…

39-Fullscreen capture 26.11.2014 022251

…og fallegu kaffibollarnir sem koma líka í gulli og silfri.
Sé þetta alveg fyrir mér í jólapakka handa tengdaforeldrum sem eiga allt (hæ tengdó!!) ásamt einhverju flottu kaffi og góðu súkkulaði…

38-Fullscreen capture 26.11.2014 022245

…svo er það þessi hérna – dæææææs!
Mér finnst þessi alveg ótrúlega yndislegur, eitthvað gamaldags en samt alls ekki – ef það meikar sens!

★★★★★ stjörnur frá mér…

33-Fullscreen capture 26.11.2014 022159

…og hann kemur auðvitað í gulu líka!

34-Fullscreen capture 26.11.2014 022209

…og svo er auðvitað hægt að fá alls konar falleg pappírsrör og form fyrir veislurnar…

1-Screen Captures19

Þetta er fremur sniðugt og á víst að henta fyrir krakka frá 0-99 ára.
Sko, bara búið að redda öllum 😉

Þessir heita Stack n´Scare og úr hverjum pakka er hægt að raða saman kubbunum á milljón mismunandi vegu og útbúa skrímsli sem hræða alla upp úr skónum…

32-Fullscreen capture 26.11.2014 022145

…sniðugt fyrir þá sem eiga allt, ekki satt…

31-Fullscreen capture 26.11.2014 022135

Síðan eru það Snurk sængurfötin.
Þau er svo falleg, en maður sér fyrst hvað þau eru mikil snilld þegar að þú sérð krakka liggja í rúminu…

17-Fullscreen capture 26.11.2014 021935

…hversu krúttaraleg er þessi prinssessa?

Þetta finnst mér snilldarjólagjöf handa barnabörnunum…

18-Fullscreen capture 26.11.2014 021937

…geimfarinn, tilbúinn í háttinn?

15-Fullscreen capture 26.11.2014 021921

…júbbs, alveg tilbúinn!

16-Fullscreen capture 26.11.2014 021924

…svo er líka þessi dásemdarballlerína ❤

24-Fullscreen capture 26.11.2014 022021

…og auðvitað sjóræningji, grrrrrr…

23-Fullscreen capture 26.11.2014 022007

…þar að auki selja þau einu rúmfötin þar sem hvutti sefur til fóta, og skilur engin hundahár eftir.
En til fóta kúrir þessi litli hvutti…

21-Fullscreen capture 26.11.2014 021952

…sömuleiðis til með heimalingum…

20-Fullscreen capture 26.11.2014 021946

…og kisukrútti – allir saman nú awwwwwww ❤

25-Fullscreen capture 26.11.2014 022030

Kertaluktirnar finnast mér líka ferlega flottar…

14-Fullscreen capture 26.11.2014 021905

…ekki bara fyrir kerti, heldur líka bara fyrir styttur eða aðra skrautmuni…

13-Fullscreen capture 26.11.2014 021900

…eða til þess að hengja upp – úúúúúú!

12-Fullscreen capture 26.11.2014 021852

Nú fyrir konu eins og mig, sem á ógrynni af dýrapúðum, dýrakertum, dýrahinu og dýraþessu.  Þá get ég ekki sleppt því að minnast á Groovy magnets, sem er veggfóður sem er með segul í.

Sérstök snilld inn í krakkaherbergin, fyrir ofan skrifborðin, eða bara á bakvið hurðina, og tekur við endalaust af myndum og hinu og þessu sem gott er að hafa fyrir augum…

Kanina

…gíraffinn góði…

11-Fullscreen capture 26.11.2014 021829

…svo að lokum, smá í eldhúsið.

Eins og þessi plastglös – ég myndi taka bleik og grá, og hugsanlega blá/myntu lituð sem til eru inni á síðunni líka…

09-Fullscreen capture 26.11.2014 021817

…og af því að ég er sérdeilis svag fyrir pastellitum, þá fannst mér Present Time Expresso bollarnir ofsalega fallegir…

07-Fullscreen capture 26.11.2014 021751

…sérstaklega þegar þú sérð þá svona uppstillta og í þessum flotta standi sem þeir koma í…

08-Fullscreen capture 26.11.2014 021756

minn litur – beint á vegginn í eldhúsinu 🙂

04-Fullscreen capture 26.11.2014 021713

…og sem kona sem hefur komið út úr skápnum varðandi ást sína á púðum!

Þá verð ég að dáðst að Hoff-dýrapúðum, alveg hreint dásamlegir og meira að segja slatti af þeim á tilboði núna.

03-Fullscreen capture 26.11.2014 021614

Þetta var sem sé innlitið í dag.
Það er svo mikið af vörum þarna sem ég sé sem alveg hreint snilldarfínar í jólapakkana, svona handa þeim sem þér langar að gera sérstaklega vel við. Eða eins og ég sagði, t.d fyrir barnabörnin 🙂
Þið getið alveg bókað það, sem eigið ungar tengdadætur og að þetta er svona dót sem gleður þær jafn mikið og börnin!

Heimasíða Esja Dekor
Facebook-síða Esja Dekor

Svo er líka snilld að það verður jólamarkaður um helgina, og mán og þri í næstu viku, þar verður Esja Dekor og fleiri netverslanir – þannig að þið getið mætt á svæðið og skoðað og snúið og potað og kannað alveg eins og þið viljið.  Hér er fréttatilkynningin sem ég fann um málið:

10710445_10153416214678636_9119699970301983969_o

Góða helgi elsku dúllurnar, 1. í aðventu á sunnudaginn, sem merkir að einn yndislegast tími ársins er opinberlega kominn!

Þess vegna ætla ég að segja bara ❤ jólaknús ❤

Myndir fengnar af heimasíðu Esja Dekor – með leyfi.

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Esja Dekor…

 1. Asa
  28.11.2014 at 08:28

  Margt fallegt þarna!

 2. Margrét Helga
  28.11.2014 at 10:41

  Vá! Rosalega margt flott þarna! Væri alveg til í að eiga slatta af þessu 😉

  Góða helgi, mín kæra 🙂

 3. Anna Sigga
  28.11.2014 at 20:58

  Öðruvísi og skemmtileg vefverslun. Takk æðislega fyrir þetta Soffía 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.