Gleðilegt sumar…

…elskurnar mínar!
Innilegar þakkir fyrir veturinn, stuðninginn, kommentin og elskulegheitin!
Þið sem eruð hérna mér til samlætis eruð hvatningin sem ég þarf til þess að skrifa póst, næstum daglega, vonandi ykkur/og mér til skemmtunnar!
   
Því segi ég bara: Gleðilegt sumar, sól, hlýju, samverustundir með þeim sem við elskum og auðvitað,
yndislegar, íslenskar sumarnætur 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

9 comments for “Gleðilegt sumar…

  1. Anonymous
    19.04.2012 at 21:42

    Gleðilegt sumar Dossa mín og takk fyrir veturinn 🙂
    Kveðja, Svala

  2. Anonymous
    19.04.2012 at 21:45

    Gleðilegt sumar og takk fyrir allar skemmtilegu bloggfærslurnar í vetur!

    Kv.Hjördís

  3. 19.04.2012 at 21:45

    Gleðilegt sumar mín kæra 🙂 alltaf jafn yndælt að kíkja hingað inn til þín.
    Takk fyrir veturinn og hlakka til að fylgjast áfram með öllu því sniðuga sem þú tekur þér fyrir hendur

  4. Anonymous
    20.04.2012 at 11:04

    Gleðilegt sumar og þakka ÞÉR fyrir hvað þú ert búin að vera dugleg að gera lífið aðeins skemmtilegra!

    kv. Eybjörg.

  5. Anonymous
    20.04.2012 at 12:19

    Gleðilegt sumar og takk fyrir frábært blogg, ég fylgist reglulega með þér og dáist og undrast á öllu hugmyndafluginu þínu.
    Ég er með eina spurningu, hvernig sprey ertu að nota til að spreyja eins og gamla kertastjaka og gamalt dót? Háglans eða bara venjulegt hvítt spray, eða hvað? Mig langar svolítið að prófa mig áfram með hækkandi sól 🙂

    Bestu kveðjur,
    Margrét

  6. Anonymous
    20.04.2012 at 23:03

    sömuleiðis er alveg húkkt á þessri síðu kíki oooft á dag 🙂 bíð spennt eftir næsta bloggi.

  7. 21.04.2012 at 17:11

    Gleðilegt sumar Dossa mín og takk fyrir að vera til 🙂

  8. Anonymous
    22.04.2012 at 08:49

    Gleðilegt sumar og takk fyrir að sína okkur allt þetta fína.

    Ég sá að afmælið hjá dóttur þinni inni á apartment therapy og mig langaði að skrifa þar inn að ég “þekki” þessa.

    Glæsilegt hjá þér.

    Kveðja María

  9. 24.04.2012 at 02:31

    Takk fyrir allar saman 🙂

    Margrét, ég hef bara verið að kaupa það sprey sem ódýrast er, kaupi mikið í Europris, Múrbúðinni og svo hef ég keupt í Exodus á Hverfisgötunni. Ýmist glansandi sprey eða matt, bara eftir hvaða áferð þú vilt hafa á þessu.

    Ég ráðlegg þér á að byrja bara að fara í Góða Hirðinn og kaupa þér einhvern ódýran hlut, kaupa spreybrúsa og bara prufa þig áfram. Maður vill nefnilega ekki prufa sig áfram á einhverjum hlut sem hefur tilfinningalegt gildi fyrir mann. Kaupa, spreyja og prufa!

    Það gæti ekki verið einfaldara 🙂

    Gangi þér svo mikið vel!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *