Aldis Athitaya, Mrs.Cupcake and bake…

…er dásemdar blogg sem ég fann núna í fyrradag.

IMG_0705

Skemmst er frá því að segja að ég heillaðist alveg upp úr hælaskónum yfir þessum dásamlegu myndum sem prýða síðuna.  Síðan datt ég á nettann bömmer yfir að vera ekki duglegri í eldhúsinu, náði svo að hrista það af mér og panta bara pizzu handa famelíunni og halda áfram að skoða fegurðina.  Lifi sjálfsblekkingin!

En yfir í bloggið, því er haldið úti af henni Aldísi sem er 23 ára gift frú sem er greinilega klárari að elda og baka en leyfilegt er…

1-Fullscreen capture 27.11.2014 005306

Þar að auki er hún greinilega með frábært auga fyrir fallegum uppstillingum og myndum, og það er hrein unun að skoða það sem frá henni kemur…

IMG_0914

Það eina sem er mögulega hægt að setja út á, er að það vantar “smakk-takkann” – finnst að svoleiðis ætti að vera skylda 🙂

IMG_0996

Því svona alveg í alvöru – hvernig á maður að sitja bara og horfa og ekki verða sársvangur?

IMG_1017

Síðan er það bara fegurðin í uppstillingunum, og öll þessi smáatriði…

IMG_1118

Meiri fegurð…

IMG_1189

Haustlaufin með eplamöffins með karamellu…

IMG_1236

Ég spurði Aldísi út í hvað varð til þess að hún byrjaði að blogga?

Ég hef verið talsvert lengur á Instagram og þá bara verið að pósta einhverju sem ég baka að gamni, og við það fór fólk að hvetja mig til að blogga. Síðan fór svo af stað í ágúst. Ég vil samt meina að eg er ekki enn alveg farin af stað, því ég er með svo mikla fullkomnar áráttu. Ég vil fínpússa bloggið og vera reglulega með færslur.

IMG_1237

Get ekki hætt að dáðst að hversu fallegt þetta er…

IMG_1245 (2)

Súkkulaði og saltkaramellu smákökur

IMG_1279

Mini donut muffins

IMG_1425

Hveiti og sykurlaus súkkulaði kaka með hindberjum og valhnetum

IMG_1453

Pistasiu og hindberja skyrkaka

IMG_1467

Sítrónu og kókósvöfflur með bláberjum

IMG_1608

Kanilsnúðar og stangir með kardemommum

IMG_1640

Jólapiparmyntu- og súkkulaðismákökur

IMG_1713

Svo er náttúrulega ekki “bara” hægt að vera með matarblogg, með girnilegum réttum og gordjöss kökum!  Þessi vegna skellti hún bara inn snilldar DIY-pósti um heimagert jólaskraut, sem ég stefni ótrauð á að reyna að gera með mínum krílum.

Ofsalega fallegt og stílhreint skraut, svo ekki sé minnst á framsetninguna á póstunum öllum…

IMG_1776

…skrautið er svo líka hægt að nota til þess að skreyta pakkana á svona fallegann máta.

IMG_1794

Ég hvet ykkur því til þess að skoða vel bloggið hennar Aldísar:

http://aldisathitaya.blogspot.com/

og til þess að missa ekki af neinu í framtíðinni, þá er best að smella einu like-i á Facebook-síðuna:

Facebooksíða Aldísar, Mrs Cupcake and bake

Hjartans þakkir elsku Aldís, fyrir að lána mér fallegu myndirnar þínar og leyfa mér að fjalla um bloggið þitt!

JJJ

Allar myndir koma af síðunni hennar Aldísar, og eru birtar með hennar leyfi.

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Aldis Athitaya, Mrs.Cupcake and bake…

 1. Anna Sigga
  27.11.2014 at 08:20

  sleeeefff……

 2. Guðrún H
  27.11.2014 at 11:14

  Þetta er svooooo girnilegt og flott hjá henni, ég þarf bráðum að hætta að vinna svo ég geti lesið þessi skemmtilegu blogg…

 3. Margrét Helga
  27.11.2014 at 13:40

  Sammála með smakktakkann…ætti sko að vera svoleiðis takki á öllum svona matarbloggum 😉 Sá einmitt jólaskrautshugmyndina um daginn og er líka ákveðin að gera svona (hvort sem börnin nenna að vera með eða ekki 😉 ).

  Ætla endilega að fylgjast með blogginu hennar 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.