Enn ein orkídean…

…enda eru það blóm sem ég fæ aldrei nóg af!
Hún Kristín (KV 😉 spurði mig hvaðan ég hafði fengið fallegu túlípanana sem voru í póstinum í gær.  Þeir voru keyptir hjá snillinginum Betu vinkonu minni, sem er í Blómval í Grafarholti.  Geggjað fallegir!
Í sömu ferð þá fékk ég mér þessa dásemdar orkídeu – haldið þið ekki að þessar elskur hafi verið á tilboði á ca 1500kr.  Sem er gjafverð! 

Ég elska orkídeur og mér taldist að þessi sé númer 9 inn á heimilið okkar (ætli það sé ekki einhver stuðningshópur til fyrir orkídeufíkla?  Hæ ég heiti Soffia og ég stenst ekki orkídeur).
Enda er það þannig hjá mér að það er nánast alltaf ein orkídea blómstrandi 
(Hæ ég heiti Soffia er að monta mig af orkídeunum mínum).
Það hefur reynst mjög einfalt að halda þeim á lífi og kátum sem mér finnst vera plús,
 því að ég er hrikalega gleymin að vökva plöntur 
(Hæ ég heiti Soffia er að monta mig af því að drepa ekki allar plöntur sem koma inn á heimilið = Lúði 🙂

…nú síðan gerði ég smá breytingu á litlu Ribba-hillunni sem að venjulega stendur bakki á.  
Núna standa þar þjár litlar könnur sem eru agalega sætar og passlegar á þetta litla pláss sem þarna er… 

…síðan var eitthvað einmannalegt að hafa könnurnar tómar þannig að ég skellti bara gervieplum ofan í  og fékk þannig líka ferskan lime lit inn í  allan þennan brúnhvítbeisaða vegg…

Síðan þakka ég fyrir kommentin varðandi merkingu myndana – það er gott að vita að þetta er ekki “fyrir” ykkur þegar þið eruð að skoða myndirnar.
Síðan fékk ég fyrirspurn frá henni Kristínu Hrund minni hvernig ég merkti myndirnar.
Ég er að nota Picasa forritið sem er hægt að hlaða frítt niður hér.
Þetta er ofsalega einfalt og þægilegt í meðförum.  Við notum þetta til að halda utan um allar okkar ljósmyndir og gera á þeim helstu brellur og brögð sem nota þarf á ljósmyndir, lýsa/dekkja/croppa/laga – og eftir að við fórum að nota þetta þá hætti ég að nota Photoshop.
Hérna eru leiðbeiningar fyrir að setja textann inn á myndir:
Eins og þið sjáið þarna vinstra megin er lítill flipi sem stendur á  TEXT.

Það er einfaldlega smellt á TEXT og þá birtist textalína yfir myndinni sem þú ætlar að skrifa á.
Ef þú hefur notað þetta áður þá geymir Picasa í minninu hvaða letur og leturstærð þú notað síðast.

Síðan þegar þú ert búin að skrifa textann þinn á geturu einfaldlega dregið hann hvert sem er á skjánum sem hentar þér.  Einnig er hægt að velja litinn á textann þarna vinstra megin á skjánum. 

Þarna sést að ég valdi hvítann lit, sem sást betur á bakgrunni myndarinnar og þá breytist textinn í litla glugganum.

Eins sjáið þið hringinn sem birtist inni í kassanum, að er hægt að draga hann til og stækka eða minnka textann eftir eigin vild, ásamt því að halla honum eftir hentugleika.

Nú þá er þessari kennslustund í Picasa lokið í dag – frímínútur það sem eftir lifir dags 🙂
p.s. hverjar finna leyni”gestinn” á myndunum, það er hlutur sem ég skrifaði um fyrir nokkru og er búin að vera á Lang í listanum lengi!
Meira um það á morgun……..muhahahahaha *evil hlátur* 🙂

12 comments for “Enn ein orkídean…

  1. Anonymous
    02.05.2012 at 08:11

    Flott og já ég elska líka orkedíur 🙂
    en ég held að leynigesturinn sé hliðarborðið sem sé glitta í á nokkrum myndum 🙂 bíð spennt eftir næsta pósti 🙂
    kv.
    Halla

  2. Anonymous
    02.05.2012 at 08:16

    Æðislegar orkedíur! Annars er ekki bæði hliðarborðið og glerkrukkan á þremur hæðunum leynigesturinn;)

    Kv.Hjördís

  3. Anonymous
    02.05.2012 at 08:25

    Fína, hvíta borðið hlýtur að vera leynigesturinn 🙂

  4. Anonymous
    02.05.2012 at 08:30

    ég held að krukkan á þrem hæðunum sé leynigesturinn 🙂

    kveðja
    Kristín S

  5. 02.05.2012 at 08:46

    oohh ég drep alltaf orkediur… hvernig heldur maður lífi í þeim? spurning bara um að kaupa fleiri :-þ

    hlakka til að lesa um glerkrukkurnar… þær eru osom 🙂

  6. 02.05.2012 at 11:32

    Ég var einmitt að horfa á svona þriggja hæða glerkrukkur í Blómaval og hugsaði með mér að ég yrði nú að láta hana vita að þetta væri til þar! en jú ég held að það sé leynigesturinn í þessari færslu 😉

    Kveðja Berglind

  7. 02.05.2012 at 11:52

    Eg elska orkideur, á eina og langar i fleiri. Kannski eg kiki i blomaval i dag. Se að þu hefur nað þer i glerkrukkuna sem eg benti þer á 🙂

  8. 02.05.2012 at 13:42

    hæ sæta og takk fyrir þetta með Picasa… ég þarf að fara að gera þetta líka! 🙂 Orkideurnar þínar eru guðdómlegar… elska þær líka!! Er leynigesturinn kannski hvítaborðið??

  9. Anonymous
    02.05.2012 at 17:36

    Æðislegar orkídeurnar þínar. Mín felldi bara öll blóm í síðustu viku 🙁 En spurning hvort það er hægt að fá eitthvað við svona “feddisjum”, er nefnilega með svona túlípana áráttu 🙂
    Kveðja, Inga S.

  10. Anonymous
    02.05.2012 at 17:38

    Flottar orikideur, vona að krukkurnar séu úr betra gleri en þær sem fengust fyrir jól í RL vöruhúsi því þær eru stórvarasamar. Það flísast sem sagt úr brúnunum og þó þær séu sýndar á umbúðunum með smákökum og nammi tel ég það alls ekki óhætt.
    Nota mínar eingöngu fyrir teljós og matvæli sem eru í umbúðum 🙂
    kv. Hanna

  11. 02.05.2012 at 18:03

    Æðislegar orkedíurnar þínar! Glerkrukkan á þremur hæðunum er pottþétt leynigesturinn;)

  12. 05.05.2012 at 13:38

    takk fyrir þessar leiðbeiningar með picasa ég þarf endilega að merkja mínar myndir líka. ég hrökk við þegar ég sá mynd af dóttir minni með jólakúlur inn á Pinteres og ekki setti ég hana þangað. Mér finnst að það raun dónaskapur að taka myndir af bloggsíðum og setja þær á Pinteres án þess að fá leyfi. Ég pinna bara myndir sem ég finn inni á Pinteres og í einfeldni minni hélt ég að þær myndir væru settar þar inn af eigendum sínum
    kveðja Adda

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *