Jólakassi…

…og/eða jólakassar eru mér afar hugleiknir þessa dagana. Enda er verið að veiða þá fram úr geymslunni, draga þá niður af háalofti og héðan og þaðan úr skúmaskotum.  Á hverju einasta ári sýpur maður hveljur og stynur með sjálfum sér: “Jesssúminnhvaðégánúalltofmikiðafþessujólagúmmelaðioghvaráaðkomaþessuöllufyrir” alveg á innsoginu.  Síðan í næstu andrá: “enégverðbaraaðeignasteinsogca40hreindýríviðbótþvíaðmaðurverðuraðstyrkjaviðstofninnþiðvitið”.  Ef að íslenskar skreytikonur hefðu t.d. tekið ástfóstri við Rjúpuna, þá eru allar líkur á blessuð “dúfan” væri bara alveg útdauð í dag.  Ekki bara í felum, heldur uppstillt og stoppuð í hverju húsi, með glimmerkrans á höfði.

Bíddu já, um hvað var þessi póstur aftur.  Jáááá nú man ég, jólakassa, djók!

Í þetta sinn er það bara einn kassi, og hann er galtómur…

01-2014-11-25-152004

…en þar sem svo margir eiga orðið svona, eða svipaðann, þá ákvað ég að gera nokkrar mismunandi útgáfur af honum.

Fyrsta skref, hreindýrahjúin…

02-2014-11-25-152155

…dass af snjó – good to go…

03-2014-11-25-152227

…meira þarf ekki til!

05-2014-11-25-152311

Næsta vers: litlu sætu vintage bambarnir mínir og lítið hús, og snjórinn heldur áfram að vera til staðar…

06-2014-11-25-152416

…nema auðvitað að þeir séu með svona heiftarlega flösu – en ég vona ekki…

07-2014-11-25-152421

…ef þú vilt svo fullkomna þetta, þá bætir maður við litlu trjánum úr Söstrene, litlar glitrandi broddakúlur og tréstjörnur…

08-2014-11-25-152521

…fremur fallegt bara, ekki satt?

09-2014-11-25-152534

Næsta útgáfa: listaverkin…

10-2014-11-25-152810

…þá er notast við allt það sama í grunninn nema bætt við litlu tré sem strákurinn minn útbjó, og svo englar sem þau hafa bæði búið til í gegnum árin…

11-2014-11-25-152816

…og það er nú þannig að þetta verður obbalega bjútífúlt svona í glerkassanum – og það verður seint af því tekið að ekkert er fallegra í okkar augum en skrautið sem að krakkakrílin búa til.

12-2014-11-25-152821

Næst: könglar…

13-2014-11-25-152945

…svo jafnvel kúlur með…

14-2014-11-25-153014

…og ef vill – skella bara litlum stjörnubakka ofan á, og þar kúrir hreinsi litli…

15-2014-11-25-153047

…og segið það svo með mér:
Ásamt dass af snjó…

16-2014-11-25-153057

…svo má líka klippa litla gervigrenigreinar, eða alvöru, og binda þær á með smá snæri…

17-2014-11-25-153342

…og stinga bara litlum skautum ofan í…

18-2014-11-25-153520

…þetta er bara svona jólatrésupphengiskautar, fólkið er ekki svona smáfætt í fjölskyldunni – eða jú reyndar, ég og systir mín – notum skó nr 36-37 – og þess vegna spyr maðurinn minn mig stundum hvernig ég haldi jafnvægi – fallegt!

19-2014-11-25-153526

…og svo: uglur og meððí…

20-2014-11-25-153639

…tveir ugluvinir, smá börkur, ein stjarna og nokkrar jólakúlur – húrra!

21-2014-11-25-153642

Svo, svona að lokum – þá þarf ekki einu sinni endilega að setja jóló til þess að gera þetta jóló – eins gáfulega og það hljómar…

22-2014-11-25-153809

…hér eru bara gamlar bækur bundnar saman með snæri og svo liggur ofan á þeim úrahálsmen sem ég á.  Ein tréstjarna fær svo að kúra með…

23-2014-11-25-153830

…síðan bara með klípu af snjó á milli fingranna, sem þú sáldrar yfir…

24-2014-11-25-153855

…þá verður þetta bara hátíðlegt!

26-2014-11-25-153933

…ekki sammála?

27-2014-11-25-153935

…og svo verður náttúrulega Bambi litli að fá að vera memm, því það er ekki hægt að hafa þetta svona dýr(s)lega snautt!

Nú miðað við alla umræðuna á hópnum undanfarnar vikur – þá mæli ég bara með því að mála allar hliðar glerkassans með AB-mjólk og skrifa 1, 2, 3 og 4 á þær með puttanum.  Haha 🙂

Eru svona póstar “gagnlegir”?

28-2014-11-25-153940

14 comments for “Jólakassi…

  1. Margrét Helga
    26.11.2014 at 08:10

    Eru svona póstar gagnlegir?? Er páfinn kaþólskur?? Eru hreindýr og könglar algjör nauðsyn á hverju heimili?? Sama svar við öllum þessum spurningum mín kæra! 😀 JÁTS!!

    Flottar útfærslur á kertakassanum þínum 🙂 Er alveg búin að sjá að ég þarf að eignast gervisnjó 🙂

  2. Jenný
    26.11.2014 at 08:36

    Soffía mín, ALLIR þínir póstar eru bæði gagnlegir og svo undur skemmtilegir. Takk fyrir að gleðja mig alltaf í morgunsárið. Þú ert yndi

  3. Magga Einarsdóttir
    26.11.2014 at 09:22

    Dossa skreytingasystir,
    allt sem þú gerir er alltaf svoooo GLÆSÓ 😉
    Sama er hjá mér á hverju ári, ég á allt of mikið af jóladóti, hvað á að gera við þetta, svo er ég varla búin að snúa mér vil þá fer ég að hugsa að mig vanti þetta og hitt, alltaf bætist við og kassarnir verða fleiri sem fara svo í geymsluna góðu.

  4. HUlda
    26.11.2014 at 09:48

    Æðislegar útfærslur, en ég verð að fá að vita hvar þú fékkst skautana. Á eina skautasjúka heima.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      26.11.2014 at 09:52

      Þessir fengust í Blómaval í fyrra held ég, gætu verið til ennþá 🙂

  5. Svala
    26.11.2014 at 10:12

    DÆS, nú þarf ég að eignast svona kertaglerkassa. Hvað ertu að gera mér kona???????

  6. Þuríður
    26.11.2014 at 10:21

    Altaf svo fallega skreytt hjá þér og hugmyndirnar að skrauti sem þú hefur finnst mér svo flottar, að skreita með bókum og vasaúri, hefði örugglega eingum dottið í hug nema þér 🙂 en þetta kemur virkilega flott út.svo finnst mér kassinn með kertahúsinu og kassinn með uglunum mjög flottir.

  7. Auður
    26.11.2014 at 10:28

    yndislega fallegt hjá þér , en hvar fékkstu þennan glerkassa ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      26.11.2014 at 10:41

      Þessi fékkst í Púkó&Smart, og fæst þar enn. Síðan eru þeir til á flestum stöðum sem selja House Doctor, t.d. Tekk, Fakó á Laugarveginum og fleiri stöðum.

  8. Edda Ásgerður
    26.11.2014 at 13:05

    Frábært að fá svona inspiration, var einmitt að vandræðast með hvað ég ætti eiginlega að gera við minn house doctor stjaka.
    Það er ætið hægt að treysta á að þú sért uppfull af hugmyndum mín kæra.
    Ein lauflétt: Hvaða gervisnjó finnst þér skemmtilegast að leika með?

  9. Sigurbjörg Ó. Antonsdóttir
    26.11.2014 at 13:28

    Yndi 🙂 Allt flott, bækurnar finnst mér algjör draumur 🙂

  10. 27.11.2014 at 14:37

    en skemmtileg færsla, mér finnst bókahugmyndin æðisleg!

  11. Matthildur
    28.11.2014 at 21:33

    Frábær síða! Ég gleymi mér oft yfir hugmyndum frá þér og var ekki lengi að fara og næla mér í þennan kertastjaka í gylltu eftir að ég sá póstinn. En hvar hefur þú fengið snjóinn?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      28.11.2014 at 22:48

      Takk fyrir hrósið 🙂

      Snjórinn fæst víða, t.d. í Rúmfó, Garðheimum og Blómaval – og örugglega á fleiri stöðum 🙂

Leave a Reply to Magga Einarsdóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *