Billy fær meikóver…

…eða kannski meira svona Billy-ábót.  Allir þekkja Billy skápinn frá Ikea
Kate hjá Centcational Girl, sem er frábær síða, var að útbúa leikherbergi.
Hérna sést fyrir myndin ( ekki fyrirmyndin heldur fyrir myndin….) :
…og hér er hið frábæra eftir:


…eins og sést þá bætti hún listum ofan á Billy sem að gjörbreytir þeim og gerir þá mikið veglegri…

…einfaldir trélistar festir ofan á… 

…og Billy verður að ofurBilly!  Big like!
…einnig verð ég að henda smá ást á þetta yndislega krakkaborð!  Jömmí!
….síðan var risaheimskort fest á einn vegginn, það er bara flott…

…passað að taka út fyrir innstungum og þess háttar…

…og síðan var trélista einfaldlega skelt allann hringinn – snilld!

…síðan er það sem ég segi alltaf, þegar settar eru upp ömmustangir, reynið að hengja þær eins ofarlega og hægt er!  Þvílíkur munur á fyrstu myndinni og þessari.

Herbergið hækkar bara um helming!  Geggjuð gluggatjöld sem tengja saman alla litina sem eru notaðir, flottir snagar sem gefa skipulag og svo æðisleg notkum á Expedit hillunni frá Ikea lika.
Svo flott allt saman 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Billy fær meikóver…

 1. Anonymous
  07.05.2012 at 11:19

  Sæl Dossa
  svo sannarlega flott herbergi, og mikið væri nú gaman ef íslensku “barna”herbergin væru svona stór 🙂
  Ég læt fylgja með link sem er af svona IKEA skápum, sem eru líka gerðir veglegri, nema tekið skrefinu lengra og settir listar að neðan líka og samskeytin hulin
  kveðja
  Kristín S
  http://newlywedmcgees.blogspot.com/2012/03/built-in-bookshelves.html

 2. Anonymous
  07.05.2012 at 13:17

  mmm girnilegt herbergi ! Væri til í að herbergin hjá kökkunum mínum væru svona stór :o)

  Takk fyrir frábært blogg, skoða næstum daglega

  mbk
  Íris

 3. 07.05.2012 at 14:33

  vá þetta er bara geggjað herbergi 🙂

 4. Anonymous
  08.05.2012 at 08:43

  Ekkert smá glaðlegt og flott.
  Ég rakst á þessa síðu í gær og hún er einmitt að gera bekk úr hillunni. Mjög margt sniðugt hér fyrir þá sem finnst gaman að skipulggja 😉

  http://iheartorganizing.blogspot.com/2012/05/playroom-progress-basket-labeling.html

  kv. Gulla

 5. Anonymous
  08.05.2012 at 10:27

  Vá geggjað 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.