Myndaveggur – DIY…

..í gær sýndi ég ykkur stelpuhornið sem að ég var að gera í herbergishornið hjá vinkonu minni, sjá nánar hér.  Í fyrsta lagi langar mig að þakka ykkur fyrir öll kommentin og fallegu orðin sem þið skilduð eftir hérna hér og á Facebook.  Það er svo gaman að svona dögum þegar ég heyri í svona mörgun, það eru bara eins og litlu jólin hjá mér 🙂  Hjartans þakkir frá mér til ykkar allra, þið eruð æði!
En ég var búin að lofa að segja ykkur nánar frá hvernig ég útbjó rammana sem við settum á vegginn.
…við fundum sem sé þessar tvær útsaumsmyndir í Daz Gutez Hirdoz.

Nú veit ég að margar fara að gráta það að við skyldum taka þær úr römmunum og að útsaumur sé heilagur en ég er ekki að grínast, þessi með “englinum” og “börnunum” er bara skerí.
Engillinn er eins og beinagrind í framan…
…og eigum við að ræða það hvað Freddy Kruger litli er smáfríður?

Senjorítan var svona líka kát og ég er viss um að ef einhver vill fá að eiga þær þá má senda mér skiló og ég skal biðla til húseigenda um að gefa viðkomandi þær 😉
En alla vega, þetta er ekkert handavinnudiss heldur bara voru þetta ekki myndir sem höfðuðu til mín/okkar.
Við tókum sem sé myndirnar úr römmunum… 

…og lögðum fyrirmyndirnar ofan á korktöflu sem að við keyptum líka í GH

…og strikuðum eftir, síðan var bara skorið út, innan græna rammans…

…húsfreyjan átti restar af svona flekagardínu úr Ikea og við ákváðum að nota hana innan í rammana ofan á korkinn.  Við vildum bara eitthvað hlutlaust efni sem myndi tóna vel við annað sem við völdum inn í rýmið og þetta hentaði svo vel…
…það er samt eins gott að passa sig því að þegar við heftuðum flekagardínuna innan í rammann, þá brotnaði úr honum 🙁  

En ég málaði bara í “götin”…

…og penslaði inn trélími og svo var bara púslað…

En þegar upp var staðið þá vorum við mjög ánægð með lookið sem götin gáfu okkur, hann fékk meiri karakter og varð ekki eins perfect – eða við erum bara svona miklar Pollýönnur 😉 

En þetta kom skemmtilega út og auðvelt að breyta til í römmunum.
Þeir geta fylgt krillunni þegar að hún færist í annað herbergi eða þá að mamman getur notað þá undir skart eða eitthvað punterí fyrir sjálfa sig.  

… þessir litli fékkst í Nytjamarkaði ABC og kostaði 200 kr svona allsber og glerlaus – sem hentaði okkur sérlega vel…

…þarna hægra megin sést í demantaprjónana sem ég notaði til að festa niður fötin og skrautið…

Hugmynd sem gæti hentað bæði í stelpu og strákaherbergi, allt eftir því hvað er sett í rammana 🙂


Enn og aftur, lokaútkoman var góð og kostaði ekki marga peninga.

Þú gætir einnig haft áhuga á:

9 comments for “Myndaveggur – DIY…

 1. Anonymous
  10.05.2012 at 08:15

  Þú ert svo sniðug! Ég á einmitt korktöflu sem ég var búin að mála hvíta og setja blúndu yfir, spurning um að setja uppáhaldskjólinn sem dóttirin er löngu vaxin upp úr 🙂

  En hvar færðu svona demantsprjóna?

  Kv. Helga Rún

 2. 10.05.2012 at 08:39

  rosalega er þetta sniðugt og flott, korktöflurnar eiga eftir að rjúka út hjá GH design 🙂

 3. Anonymous
  10.05.2012 at 09:36

  Góð að spotta þessa ramma með þessum líka scary myndum 🙂
  Svo flott hjá þér eins og allt,
  kv.
  Halla

 4. 10.05.2012 at 10:10

  Vá snilldarflottar breytingar hjá þér Dossa! Himnasængin og blúnduhillan skora sko feitt og rammarnir mjög sniðugir. Til lukku með þetta allt saman 🙂

 5. Anonymous
  10.05.2012 at 12:25

  Hugsa að rammarnir kunni þér eilíflega þakkir fyrir að hafa bjargað þeim frá lengri samvistum við þessar hryllings útsaumsmyndir!
  Kveðja, Svala

 6. Anonymous
  10.05.2012 at 22:15

  Það væri synd að segja að börnin á englamyndinn séu smáfríð. Góð hugmynd að nýta rammana á þennan hátt. R

 7. 11.05.2012 at 07:03

  svo fallegt horn, góðar hugmyndir með rammana 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.