Going to the chapel…

…ohhhhhhhh brúðkaup eru svo dásamleg, og ekki spillir fyrir þegar að brúðhjónin eru jafn yndisleg og þau sem ég skreytti fyrir núna um helgina!
Veislan var haldin í Officera-klúbbinum og borðin voru 15 talsins sem skreyta þurfti.  Þegar ég var að pæla í einhverju sniðugu til þess að skreyta hvert og eitt borð þá var ég með eftirfarandi í huga:

* Borðin voru kringlótt og plássið fyrir skreytingarnar var ekki of mikið
* Fólk varð að sjá hvort annað þannig að skreytingarnar þurftu að vera svoldið gegnsæar
* Skreytingarnar þurftu að vera rómó, þetta er brúðkaup
* Reyna að halda niðri kostnaði
* Reyna að koma með smá fjólubláan lit, þemaliturinn fyrir skreytingar salsins
Þá fékk ég hugmynd, Bauhaus var að auglýsa orkídeur á 895kr, þannig að eftir að hafa rætt við brúðina.  Þá var skundað í smá Bauhaus-leiðangur og 15 stk keypt.  Þær voru síðan settar í tvöfaldan nestispoka (til að bleyta ekki borðið), síðan var þeim pakkað í lillaðann silkipappír og svo fjólubláann sisalrenning og allt bundið saman með hvítum silkiborða.

Við keyptum síðan hrúgu af limegrænum eplum til þess að fá ferskan grænan lit með…

…síðan var það vöndurinn, hvítar rósir (með smá lime lit í), bóndarósir og nellikugreinar…

…það er nú ekki leiðinlegt í skreytiskúrnum þegar maður hefur svona hráefni við hendina…

…reynið bara að ímynda ykkur að þetta sé ekki með bílskúrsdrasli í kringum 🙂

…og svo var vöndurinn kominn, með smá safarí-ívafi, aspas og alls konar gúmmelaði… 

…litlu brúðarmeyjarnar voru þrjár, þannig að rósirnar voru taldar bara 1stk…

…2stk…

..og 3 stk, enda var sú yngsta rétt tæplega 1 árs og sú elsta 5 ára 🙂

…blóm eru bara – endalaust falleg… 

…og þegar að búið var að leggja á borð og salurinn kominn í fullan skrúða þá leit þetta svona út…

…skreytingarnar voru einfaldar en gerðu svo mikið fyrir salinn…

…skemmtilegar merkingar á borðunum… 

…lítil kertaglös, sem fylgdu salnum, fengu smá skraut á sig sem gerðu þau svo fín og létu þau tilheyra öðrum skreytingum brúðkaupsins…

…svo er náttúrulega bara dásemd að eiga 15 stk af orkídeum til að njóta um ókomna tíð…

…og minnkum ljósin og njótum stemmingar… 

…og já að lokum, hversu falleg eru þessi brúðhjón!
Elsku H&H, innilega til hamingju með fallega daginn ykkar og með hvort annað!
Dásamlegt að fá að taka þátt í þessum degi með ykkur,
hann var eins fallegur og yndislegur og þið eruð bæði tvö!

7 comments for “Going to the chapel…

  1. 14.05.2012 at 12:51

    æðislegar skreytinar 🙂

  2. Anonymous
    14.05.2012 at 13:56

    Geðveikt flott … eins og alltaf. Orkídeur á 895 kr !!! ég var í Bauhaus í gær og var einmitt að hneykslast á verðinu. Þá kostuðu þær tæpar 6.000 kr ( 5.6– og eitthvað ). Ekki nema að það hafi verið tilboðsborð einhvers staðar sem ég sá ekki 🙁 Asskotinn að hafa misst af þessu tilboð þeirra …. Kveðja Edda

  3. Anonymous
    14.05.2012 at 19:22

    Flottar skreytingar, látlausar og fallegar. Og bjúdífúl brúður 🙂
    Inga S.

  4. 14.05.2012 at 19:58

    æðislegar skreytingar 🙂

  5. 15.05.2012 at 18:37

    YNDISLEGT alveg hreint! Ég er einmitt á leið í leiðangur að skanna skreytingar fyrir hringborð. Ég þarf að redda svoleiðis í næstu viku 🙂 En hvar fenguði stólayfirbreiðslur?

  6. 15.05.2012 at 22:52

    Takk fyrir allar sem ein!

    Linda, þessar yfirbreiðslur voru með í salnum, þannig að þær fylgdu bara með 🙂

  7. Anonymous
    16.05.2012 at 22:34

    Snillingur 🙂 Þetta var svo flott hjá þér… enda ekki að spyrja að því þegar þú kemur að verki 🙂

    Og já, takk fyrir síðast þó það hafi nú verið í styttra lagi 🙂

    Kv. Þóra Björk W.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *