Reglurnar settar…

…og svo er bara að fara eftir þeim 🙂
Eins og alltaf, þá er bara að tæma hilluna og hefja uppröðun á nýjan leik.
Ég verð að segja það að ég er svo ánægð með spegilinn minn og arininn saman, finnst þeir eiga eitthvað svo vel saman….
Ég notaði náttúrulega skiltið mitt fína sem byrjunarpunkt í þessari uppröðun og þar sem að það er svona hátt þá setti ég bara lítill gegnsæann kúpul fyrir framan…
…í þessum kúpul er nýr vinur minn.  Ég var svo heppin að fá hann að gjöf frá yndislegri vinkonu minni og mér finnst hann dásamlegur.  Bambinn kemur alla leið frá Kaliforníu og er eins og sagt er vintage.
 Það er fátt eins dásamlegt og þegar manni er komið á óvart með svona gjöf – hún vissi að ég var búin að dáðst að svipuðum bamba sem hún átti þannig að hún hafði fyrir því að finna þennan á Ebay og láta senda hann alla leið á eyjuna okkar köldu, *dææææs* hvað það er nú gott að eiga góða vini
Restin er svo bara fastir liðir eins og venjulega, myndarammar og orkídea, ásamt geymslubókunum og blómakertastjaka…
Skiltið góða er úr áli og er 30cm x 76 cm – ferlega flott finnst mér!
…ég fékk örfá svona sem ég ætla að selja og það er hægt að senda mér tölvupóst á soffiadogg@yahoo.com
Fyrstur sendir – fyrstur fær 🙂
Silfur L-ið kemur með smá glamúr á hilluna, smá svona bling og það er alltaf gott…
Blúndublómapottarnir frá Ikea eru alltaf jafn fallegir…
…og það sama má segja um orkídeur!
Asssssssssskoti er ég nú sátt við arinhilluna svona 🙂
Sáttar við mig?
Hvernig finnst ykkur að geta sjoppað smá svona fínerí í gegnum síðuna?  Spennó?

6 comments for “Reglurnar settar…

  1. 17.05.2012 at 09:31

    Bara æðislegt! Búin að senda þér póst 😉

  2. Anonymous
    17.05.2012 at 11:52

    Æðis!!!!! Pant eitt skilti, þeinkjúverrímötts 🙂
    Svala (S&G)

  3. 17.05.2012 at 15:01

    æðilslegt skilti hvar fær maður svona og alveg gordjös uppröðun hjá þér Dossa snillingur eins og endra nær
    kveðja Adda

  4. Anonymous
    17.05.2012 at 20:47

    Finnst arininn æði 🙂 veistu nokkuð hvar er hægt að kaupa svona svipaðan?
    Kv. Elín

  5. Anonymous
    18.05.2012 at 11:37

    Flott hjá þér að selja eh flott stöff á síðunni! er sammála Elínu, arininn er algjört bjútí 🙂
    kv Ína

  6. Anonymous
    06.09.2012 at 11:14

    sæl ertu hætt með netverslunina ?

    kv. AS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *