Gengið af göflunum…

…í svefnherberginu?
Einu sinni setti ég inn póst sem hét “Ze Boudoir” og var um svefnherbergið okkar.  Síðan kom inn pósturinn “Hva skal gjöra” í janúar 2012 og hann var um breytingar sem mér langaði að fara út í í svefnherbergi okkar hjóna.  Það hefur ekki mikið gerst á þeim tíma, annað en að ég var alltaf með þetta í huga – ég vissi svona nokkurn vegin hvað ég vildi (eða það hélt ég fyrst :).
Byrjum á byrjun, svona var svefnherbergið…
    
…svosem ágætis herbergi en mig langaði að breyta til – ekki í fyrsta sinn 😉
Ég vissi ekki alveg hvað það var sem ég vildi eins og sást á “Hva skal gjöra“-póstinum…
    
…síðan einn góðan veðurdag í Daz Gutez Hirdoz rakst ég á höfðagafl, sem var nógu stór (en rúmið er 180cm breitt).  Ég sá gaflinn fyrir mér hvítann eða svartann, það var eitthvað sem ég ætlaði að spá í.  Þá var gaflinn kominn, en hvað svo?
Hér sést gaflinn, mátaður yfir gamla gaflinn okkar…
Sá hann fyrir mér svoldið eins og þennan:
Pinned Image
Næst á dagskrá: Veggfóður?
Fór í Litaland, þar sem er mikið úrval af fallegu veggfóðri.
Sá veggfóður með flottu silfurmynstri…
…hér sést það á vegg..
…og alls konar falleg blómaveggfóður sem heilluðu.  En málið var að þetta varð að vera líka smá “macho” svona þar sem að maðurinn minn á nú líka heima hérna…
….þetta var með svona upphleyptu blómamynstri, síðan málar maður yfir með þeim lit sem maður vill  og strýkur létt yfir með svampi og þá sést blómamynstrið betur…
…síðan kom ég að einni síðu í veggfóðursbókinni og snarstoppaði – yes please!
…hér sést það í öðrum litum og á vegg, verrí næs jess plís mí læk…
Sá þetta fyrir mér eins og þetta hér, svona more or less…
Pinned Image
Þá var ég orðin ákveðin, þetta veggfóður+nýji gaflinn málaður.  Ég ætlaði sem sé að mála gaflinn í kalkmálningu í gráum tónum, var nokk viss um að það yrði geggjað…
Í millitíðinni fann ég síðan gafl á bland.is sem að ég varð alveg ástfangin af, festi mér hann og fór svo af stað að sækja hann og viti menn, það var búið að selja hann.  Það væri nú hægt að gera heilan póst um það hvað ég hef misgaman af því að vera í viðskiptum á blessuðu blandinu. En jæja, nóg um það!
Síðan á miðvikudag var ég að skoða eitthvað þarna inni og rakst á rúmgafl – það var ást við fyrstu sýn, tíminn stóð í stað, umhverfið hvarf (nema í þessu tilfelli birtist það) og allt það…
Lenti sem betur fer á yndislegri og heiðarlegri konu og sótti gaflinn hjá henni næsta næsta dag.
Í dag er þessi elska því komin í svefnherbergi okkar hjóna (gaflinn sko, ekki konan)…
Hann er sem sé enn alveg nákvæmlega eins og hann var þegar ég keypti hann.
Hvítmálaður og svolítið svona shabby chic-fílingur en ekki um of…
Mér finnst hann fylla mikið betur upp í rýmið og passar betur við stærðina á rúminu (sem er extra langt, 2,13 af því að ég er svo svakalega hávaxin)…
…af þessu tilefni prufaði ég að búa “amerískt” um rúmið okkar, láta sjást í sængurnar og koddana – bara gaman að breyta til…
…fæ smá bláan tón með sængurverinu…
    
…en mikið er ég nú glöð að einhver vildi losa sig við þennan gafl og ennþá kátari yfir því að eiga hann núna…
….gaflinn er mjög massífur og þungur, stendur á eigin fótum…
…nú ætla ég að fara að pæla í hvort að ég eigi engu síður að veggfóðra og mála þennan gafl kalkgráann.
Hvað finnst ykkur?
   
Hvað sem ég geri þá eru smá detail-ar sem að ég ætla að breyta á næstu dögum og set inn myndir…
Hvað finnst ykkur svo, hvaða gafl er uppáhalds:
Gamli?
GH-gaflinn?
Nýji gaflinn minn?
Mynduð þið veggfóðra?  Eða mála vegginn með kalkmálningu og halda gaflinum eins og hann er?  Eða halda vegginum og gaflinum eins og þeir eru núna, eiga vel saman ekki satt?
p.s. var þetta lengsti póstur í heimi um gaflapælingar?  Ég held það bara!
p.s.s. Titill póstsins vísar samt til þess, eins og glöggir eru búnir að átta sig á, að hér eru núna þrír höfðagaflar!!  Erfitt að vera breytingaglöð kona!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

20 comments for “Gengið af göflunum…

  1. 21.05.2012 at 08:30

    Mér finnst þetta glæsilegt eins og þetta er núna 🙂 Enda er ég svolítið mikið hrifin af nettum shabby chic fíling 😉

  2. 21.05.2012 at 08:46

    sko þar sem þú ert fyrir breytingar (sem betur fer fyrir okkur sem lesum hí hí) myndi ég í smá tíma hafa þetta svona…. svo myndi ég mála vegginn með kalkmálingu þegar þú verður orðin leið á þessu eins og það er núna

    og síðan þegar þú ert leið á því myndi ég veggfóðra og mála gaflinn

    en uppáhalds er nýji gaflinn, myndi pottþétta nota hann 🙂

  3. Anonymous
    21.05.2012 at 08:55

    Æði hjá þér, kemur rosalega vel út
    Kveðja
    Vala

  4. Anonymous
    21.05.2012 at 09:03

    Mér finnst þetta algjört æði hjá þér…þarft ekkert að mála hann !
    Margrét

  5. Anonymous
    21.05.2012 at 09:14

    Rosalega flott eins og þetta er núna ! Nýi gaflinn svo flottur 🙂
    kv.
    Halla

  6. Anonymous
    21.05.2012 at 09:33

    Vei ég sé að veggfóðrið sem að mig er búið að langa lengi í er greinilega til hér á landi! Annars finnst mér síðasti gaflinn passa mjög vel inni hjá þér en ég væri alveg til í þennan fyrsta (Þú veist veist við hvern þú átt að tala ef að þú ætlar að losa þig við hann;). Hlakka til að sjá lokaútkomuna!

    Kv.Hjördís

  7. Anonymous
    21.05.2012 at 10:30

    Ef þú veggfóðrar með þessu æðislega veggfóðri þá gæti verið að sniðugt að breyta um lit á gaflinum. En ef þú heldur þig við vegginn eins og hann er,ekki gera neitt við gaflinn.Hann er alveg rosalega flottur svona hvít-ish, massívur, shabby chic. Annars ertu nú alveg fullfær um að gera eitthvað brjálaðislega flott með þetta allt saman. Á ennþá eftir að sjá eitthvað hérna á síðuni hjá þér sem mér líkar ekki.

    kv.
    Sigga Maja

  8. Anonymous
    21.05.2012 at 14:07

    Sammála því sem Gaua skrifar hér á undan, hafa nýja gaflinn eins og hann er, en kalkmála vegginn.

    Kv.
    Anna

  9. Anonymous
    21.05.2012 at 14:31

    Glæsilegur gafl, heppin að ná í hann 🙂 ég myndi hafa þetta svona fram á haustið, njóta þessarar litlu en samt stóru breytingu.. 😉
    kv Ína

  10. Anonymous
    21.05.2012 at 15:50

    Æðislegur gafl mín kæra! Ég er einmitt í sömu vandræðum… finn hvergi gafl né náttborð sem mig langar í… svo svefnherbergið mitt er bara hvítt og tómlegt enn um sinn 🙁 EN ég lifi í voninni <3 Til hamingju með þetta. kv. Margrét Arna

  11. Anonymous
    21.05.2012 at 17:01

    Vá, gaflinn ótrúlega flottur, heppin.Prófa smá svona áður en þú breytir aftur hljómar vel. R

  12. 21.05.2012 at 17:52

    híhíhí…ég tek undir með Gauju í 2. commentinu. Njóta breytinganna í smá tíma 🙂 Þetta kemur rosa flott út svona. Rúmmið virkar miklu meira massíft með þessum gafli en þeim gamla.

    Veggfóðrið er gjöggjað flott… en ég er ekki alveg búin að kaupa það á allan höfðagaflsvegginn… held það verði of mikið þar. En ég er samt alveg til í að sjá hvernig það kemur út hjá þér! :Þ hehehe

    Gúdd lökk yndislegust:)

  13. Anonymous
    21.05.2012 at 19:11

    Finnst herbergið reyndar mjög flott eins og það er. Á stensil handa þér sem gæti líka verið einn möguleiki: http://www.cuttingedgestencils.com/allover-stencil-birch-forest.html?category_id=12

  14. Anonymous
    21.05.2012 at 20:48

    Rosa flott hjá þér. Finnst hvítu rammarnir með böndunum rosalega flottir, hvar fékkstu þá?

  15. Anonymous
    22.05.2012 at 10:13

    Elska gaflinn þinn, hann er akkúrat einsog gaflar eiga að vera. Elska líka þetta veggfóður með trjástofnunum einmitt líka einsog veggfóður eiga að vera:)
    Kv. Auður

  16. Anonymous
    22.05.2012 at 11:29

    Sæl.

    Takk fyrir fallegt og skemmtilegt Blogg!

    Barnarúmið sem er inni í svefnherberginu er mjög svo fallegt… mundirðu nokkuð vilja gefa upplýsingar það?

    Bkv.

    Tinna

  17. 22.05.2012 at 11:39

    Takk fyrir öll kommentin, þið eruð krútt!

    Rammarnir með böndunum eru úr Ikea, en ég festi sjálf böndin á þá.

    http://dossag.blogspot.com/2011/08/smadulleri.html

    Hæ Tinna 😉

    Rúmið er gamall ættargripur, sem er enn í sölu og heitir Juno Seng

    http://dossag.blogspot.com/2010/11/falinn-fjarsjour.html

    *knúsar

  18. Anonymous
    22.05.2012 at 12:24

    Takk fyrir, datt í hug að þetta væri JUNO sengen fræga… þá er bara að leggjast í leiðangur og finna sér eitt svona i den blå avis…

    Tinna

  19. Anonymous
    26.08.2012 at 22:21

    Frábært herbergi hjá þér og æðisleg síða, ég er heilluð.Má ég spyrja hvaða lit ertu með á gaflveggnum hjá þér.
    Eins ertu með frábæran lit á elshúsinu þínu sem ég er mjög spennt fyrir að vita hvað heitir 🙂

  20. Anonymous
    30.08.2012 at 13:55

    Þrælflottur gafl sem þú ert með núna !!! *smá öfund* en er sammála Gauju breyta bara smátt og smátt 😀 😉 leyfir okkur svo fylgjast með af því það er svo gaman 😀

    kv Anna Sigga.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *