Eldhús meikóver…

…og hver elskar ekki gott eldhúsmeikóver, hmmmmm?
Ég var að ráfa um á netinu og fór inn á eitt af mínum reglulegu bloggum sem heitir Dear Lillie, sem er oft með svo fallega hluti.  Þar sá ég mynd af eldhúsi sem að mér fannst svoooo fallegt.  Þetta er svona ekta “ammrískt” eldhús eins og ég elska í ræmur, kósý, hlýlegt og manni bara langar í pönnsur með sýrópi við það eitt að sjá myndina.
Eins og ég sagði, eldhúsið er æði!  
En til þess að ná því betur hversu mikið æði það er þá er nauðsynlegt að sjá fyrir myndina, eruð þið reddí??
Verið viðbúin….
Já sæll….
Eigum við að skoða þetta aftur… 

…og meira, þau grunnuðu yfir veggfóðrið – þar sem það var svo gamalt og erfitt að ná því af, og máluðu bara yfir það.  Sniðug lausn sem sparar tíma og erfiði…

Þetta var allt saman gert á aðeins 11dögum, frekar vel af sér vikið…

…ferlega flott að hengja svona upp silfurbakkana…

…þessi kusa er æði, er búin að horfa lengi á hana í Tiger, og fæst líka Pier held ég…

…töff að hengja upp bollana, þetta er bara Lesvik snagahengið úr Ikea…

…fuglamyndirnar eru úr dagatali, sniðug lausn til þess að fá fallegar myndir á viðráðanlegu verði inn í rými…

…ohhhh, nú skunda ég í Ikea og næ mér í þessi LAMPLIG skurðarbretti, þau koma svo vel út!

…elska kranann, hmmmm okkur vantar nýjan krana í eldhúsið!

Svona í alvöru, þá held ég að þetta sé með betri meikóver á eldhúsi, án þess að strippa það niður og setja nýja innréttingu, sem að ég hef séð!
Eruð þið ekki að elska þetta?
Hvað er uppáhalds? 
Mitt uppáhald er liturinn á veggjunum með öllu þessu svarta og hvíta með, hvernig hann gerir rýmið svona hlýlegt og fallegt.  Síðan finnst mér ljósið/pottahengið yfir eyjunni æði.
Kósý fílingur alla leið 🙂

18 comments for “Eldhús meikóver…

  1. 23.05.2012 at 08:22

    vá þvílíkur munur, það hefur nú verið algjört pain að mála yfir þennan rauða lit hjá þeim. En æðislegt eldhús, svo hlýlegt og heimilislegt.

  2. Anonymous
    23.05.2012 at 08:27

    Eftir breytingu er eldhúsið dásamlegt eða ,,geggajað fallegt” en fyrir breytingu er það bara geggjað, allavega hefði ég orðið geggjuð eftir 5 mín. þar inni :0.

    Kemur fram hvernig gólfinu var breytt? Dettur í hug dúkur með stóru flísamunstri 🙂
    kv.hh

  3. Anonymous
    23.05.2012 at 08:33

    Þetta er nú bara alveg dásamlega fallegt blogg,gaman líka að sjá ikea hlutina inn á milli 🙂
    Kveðja Sigga Dóra

  4. Anonymous
    23.05.2012 at 08:40

    geggjuð breyting á þessu eldhúsi, það liggur við að mig langi að senda þér myndir af okkar eldhúsi, sem við breyttum án þess að rífa allt niður, fengum okkur samt nýjar hurðar og búrskáp og svona, en það var gert fyrir um ári síðan og þvílíkur munur 🙂

    flott lausn hjá þér með búðina !!! Big like á það 🙂
    kveðja
    Kristín S

  5. 23.05.2012 at 08:42

    Ó mæ…..þetta er svo bjútífúl. Ekkert smá flott breyting 🙂

    Kristín V

  6. 23.05.2012 at 08:45

    Já finnst ykkur þetta ekki dásemd 😉

    Kristín S, þú mátt sko alveg senda mér myndir – ég hef verið að sýna innlit til lesenda þannig að þitt væri velkomið í hópinn!

    HH, þau segja að þetta sé slate floor, sem að ég tel að séu bara flísar.

    *knúsar

  7. Anonymous
    23.05.2012 at 09:15

    Jæja, þú varst tekin á orðin og átt póst 🙂

    Kristín S, sem er svo ánægð með eldhúsið sitt 🙂

  8. Anonymous
    23.05.2012 at 09:34

    Þetta er ótrúleg breyting! Ég málaði einmitt dökka innréttingu sem að var í eldhúsinu mínu hvíta og settum nýjar höldur seinasta haust og það er þvílíkur munur. Verst að ég klikkaði algjörlega á fyrir myndunum;) Er einmitt að spá í að gera það sama við forstofu skápana í sumar og þá verður tekin fyrir mynd.

    Kv.Hjördís

  9. Anonymous
    23.05.2012 at 13:41

    Ég vildi að þau hefðu skilið eftir eina rauða hurð 😀 mér finnst þessi rauði litur æði sem er á fyrir myndunum en úff veggfóðrið var ógeð 😀 þannig yfir heildina er breytingin frábær 🙂 hahaaha

    Það er léttara yfir öllu þegar það er búið að lýsa innréttingarnar 🙂

    kv AS

  10. Anonymous
    23.05.2012 at 13:48

    :=) Flott breyting, engin naumhyggja þarna,heimilislegt. Kyrin hvíta (kannan ) fæst í húsasmiðjunni og var líka til í leirdótinu í krónunni á Selfossi .

  11. Anonymous
    23.05.2012 at 14:41

    Geggjað eldhús og liturinn á veggjunum er meiriháttar:-)
    kv Guðrún

  12. 23.05.2012 at 16:08

    Ferlega flott eldhus, mikill munur til batnaðar. Mig langar svo í að láta sprautulakka eldhúsinnréttinguna mína hvíta , hún er núna blá og gul !

    Annars langaði mig að benda þér á blómabúðina í Austurveri, ferlega fallegir og sætir munir þar inni, glerkrukkur og fleira.

  13. Anonymous
    23.05.2012 at 19:28

    Geggjað. Til í meira svona þar sem við erum að fara gera eldhúsið okkar fínt án þess að henda öllu út. Agalega gott að fá hugmyndir 🙂

    Kveðja

    Kristín Alma

  14. Anonymous
    23.05.2012 at 21:33

    O.m.g. ferlegt veggfóður, hefði fengið í taugarnar að vera lengi þarna inni. Nýja eldhúsið frábærlega flott. R

  15. Anonymous
    25.05.2012 at 12:01

    Hvaða litur ætli þetta sé, er að fýla hann í tætlur 🙂 Og allt eldhúsið er geggjað.

  16. 25.05.2012 at 12:26

    Liturinn heitir Benjamin Moore’s Chelsea Gray, en ég er nokk viss um að það er ekki hægt að frá þá liti hérna heima :S

  17. 25.05.2012 at 12:30

    Hér er hægt að skoða litinn, en hann minnir mig mikið á litinn í eldhúsinu mínu – en þá aðeins grárri! http://www.benjaminmoore.com/en-us/for-your-home/color-gallery;jsessionid=xTRvP16J1DSGyJp0GbcvcH8TGnnJ312Jhz1LFzjzvXljSmrG1Kk1!2147256169!NONE#&ce_s=Chelsea%20Gray&ce_vm=1

  18. Þuríður
    06.10.2014 at 15:02

    Mér finnst þetta fallegt og miklu betra en hitt.

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *