Í leikskóla var gaman…

…en á miðvikudag í þessari viku varð sú stóra stund í lífi dóttur minnar að hún var að útskrifast úr leikskólanum. Reyndar verður hún í skólanum fram í júlí, en útskrift hefur farið fram 😉  Það var afar klökk móðir sem horfði á stóru stelpuna sína ganga í sal, en það er víst lítið að marka mig því að ég er ein af þeim sem klökknar við allt svona sem viðkemur börnunum mínum.  Í fyrsta sinn sem ég fór á sýningu í leikskólann til hennar, þegar hún var tæplega tveggja, og þau “sungu” fyrir foreldrana (stóðu meira bara svona og horfðu – þá streymdu tár hjá mér, er svoddan sökker í svona 🙂
Í það minnsta varð þetta tilefni til þess að mig langaði að deila með ykkur myndum í einum litlum pósti.  Lofa að setja líka inn einn eldhúspóst síðar í dag – en sorry, þið eruð föst í Slide-show-sýningunni minni, muhahahahaha!
Fyrsti leikskóladagurinn, 18 mánaða!
Þið megið líka taka stund í að dáðst að skáphurðunum og flísunum, blessuð sé minning þeirra….
Við bjuggum í Garðabæ, beint á móti leikskólanum þannig að það var bara rölt yfir…
…horft til beggja hliða…
..og sá gamli góði starir á eftir okkur:
“koma þær einhvern tímann til baka?”
…lítill þreytt dama sem snýr heim úr skólanum, slappar af með Lúlla sinn og fær aðeins að horfa…
…næsta dag tók pabbinn við aðlöguninni, móðirin var of erfið við viðskilnað, eða dóttirin, eða báðar…
“bæææææ mamma”
…sjábarahvaþauerunúsætsvonalabbandisamandúllurnarmínar…
…og alltaf starir sá gamli, sem var búin að fá viðurnefnið “guli glugghausinn þarna”, því hann starði svo mikið út um gluggann…
“HÆÆÆÆÆÆÆÆ” 🙂 kát að koma heim…
..orðin meiri krakki en baby, komin í pollagallann og búin að vera úti að leika…
…litla leikskólaskvísan mín – aðlögun búin og ekkert vesen 🙂 ….
“skil ekki hva mamma var að æsa sig yfir þessu”
2012 – útskrift…
…stolt 6 ára stelpa með tannleysisbros…
…sætar vinkonur með plöggin sín…
…krakkar kysstir…
…þetta eru svo miklar skottur…
..ég er stax farin að hlakka til að sjá útskriftarmynd af þeim eftir 10 ár…
…kátar með daginn…
Listaverkin: Valdís úti með Raffa sinn…
…sjálfsmynd…
Þetta var dásemd: Í hverju vil ég vera góður í ?
Valdís Anna: að vera góð við bróður minn
Embla vinkona: að lemja ekki og vera í besta bekknum 🙂
Bwahahahaha, elsk´essi kríli!
Alltaf er litli bróðir ofarlega í huga, eða ofarlega á blaði – sveimandi fyrir ofan grasið 🙂
Stoltir foreldar með krilluna sína!
Til hamingju, þú komst í gegnum þennan póst!  Farðu og fáðu þér kaffibolla til að hressa þig við og bíddu eftir æsispennandi eldhús fyrir og eftir, séríslenskt og flott, kemur frá lesenda 🙂
*knús
#mömmumontpóstur endar#

5 comments for “Í leikskóla var gaman…

  1. Anonymous
    25.05.2012 at 08:30

    Til hamingju með útskriftina, það láku nú nokkur tár í fyrra þegar að prinsinn á bænum útskrifaðist, enda þvílíkt merkilegur áfangi að mat mömmunnar 🙂
    kveðja
    Kristín S

  2. 25.05.2012 at 08:44

    til hamingju með þennan merka áfanga í lífi skottunnar 🙂

    hlakka til að sjá eldhúspóstinn :-þ

  3. Anonymous
    25.05.2012 at 09:03

    Til hamingju með útskriftina hjá skvísunni!

    Bíð spennt eftir eldhúspóstinum;)

    Kv.Hjördís

  4. Anonymous
    25.05.2012 at 09:07

    Til hamingju með skvísuna þína.

    Ég verð í þessum sporum í næstu viku og verð mamman með ekkann þegar athöfnin verður búin :/
    Skæli alltaf yfir öllu sem þeir gera á leikskólanum, voðalega meir eitthvað 🙂
    Gurrý

  5. Anonymous
    26.05.2012 at 21:10

    takk fyrir að deila….
    kv. Anna

Leave a Reply to Gauja Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *