Spurt og svarað…

…innboxið mitt er meira og minna fullt af spurningum.  Þannig að endrum og sinnum ætla ég að taka nokkrar spurningar sem ég fæ og pósta svör við þeim hérna, þá fá kannski fleiri sem eru að leita svara og ég vona að allir séu sáttir við það 🙂

Sæl Soffía, mig langar að byrja á því að þakka þér fyrir æðislegt blogg, ég bíð alltaf spennt eftir nýju bloggi frá þér 🙂

Ég var að velta því fyrir mér hvort þú gætir komið með eitt blogg um málningu. Ég er með gamlan dúkkuvagn og smádótahillur úr tré sem mig langar að mála en hef einhvern vegin ekki komið mér í það að mála dótið ennþá, er eitthvað hrædd við pensilinn.

Má maður bara mála beint á eða þarf maður að grunna eða gera eitthvað á undan. Í sambandi við smádótahillurnar er ekki bara ágætt að spreyja þær? Eins og þú sérð þá er ég eitthvað voða óörugg með þetta og þætti því gott ef þú værir til að fá smá samantekt frá þér. Eins ef þú hefur bloggað um þetta áður, máttu endilega gefa mér linkinn á það blogg 🙂

Enn og aftur takk fyrir frábært blogg

Bestu kveðjur Elfa Björk



Takk kærlega fyrir hrósið Elfa *roðn*

Varðandi málningu þá er ég alls ekki expert í þannig málum.  Ég hef lítið verið að gera upp einhver húsgögn, þannig að hægt sé að segja að ég hafi meðhöndlað viðinn eða eitthvað svona alvöru.  Ég hef prufað að spreyja bara beint á hann, án þess að vinna hann neitt undir.  Ég hef pússað aðeins upp Ikea-borð, notað svona sandpappírsmús (rafmangsgræja – alger snilld), grunnað og svo málað.

Ég myndi aldrei, ALDREI, prufa mig áfram á neinu húsgagni sem þú berð taugar til.  Farið í GH og kaupið skáp/hillu/borð/stól og gerið tilraunir.   Þegar komið er að stykkinu sem þú vilt vinna með þá er sniðugt að gera tilraunir þar sem það sést ekki.  Ef um er að ræða rúmgafl, prufa þá neðarlega á gaflinum eða aftan á ef hægt er?  Sem sé, fara hægt og rólega áfram.

vintageatthecornerhouse.blogspot.com
Hversu fallegur er þessi gamli í þessum lit -bráðn* 🙂

Dúkkuvagninn er væntanlega úr tré eða basti?  Ég hugsa að ég myndi spreyja hann bara og ég myndi svo sannarlega spreyja smádótahilluna en ekki reyna að mála hana.  Hugsanlega strjúka létt yfir með fínum sandpappír til að fá góðan grunn.  Ef þú ert að spreyja þá er málið að hafa hendina stöðugt á hreyfingu þegar spreyjað er, frekar fleiri umferðir og léttari.
Spreyjið hef ég verið að kaupa í Europris, Múrbúðinni og Exodus.

Ég tek það aftur fram að ég er ekki einhver sérfræðingur og ef þetta er hlutur sem þér er mjög annt um þá myndi ég fá atvinnumann til þess að sjá um hann, eða leita hjálpar hjá einhverjum sem meira veit um svona vinnslu.

Vona að þetta hjálpi þér Elfa, og vonandi einhverjum fleirum líka 🙂

***************************

Hæhæ ,


Verð að byrja á að hrósa síðunni þinni 🙂 alveg elska að skoða hana og kíkji inn á hverjum degi spennt að sjá nýja pósta 🙂
Langaði svo ath hvort þú gætir bent mér á síður þar ég get fengið hugmyndir hvernig litlar íbúðir er nýttar vel . Er með 2 herbergja íbúð í risi sem ég þarf að vera með svefnaðstöðu fyrir mig í stofunni eða á litlu loft sem ég gæti nýtt.
mbk
Jóna


Enn og aftur takk fyrir fallegu orðin!  Var ég búin að segja ykkur að þið sem lesið hérna hjá mér eruð alveg yndisleg upp til hópa 🙂


Ég veit náttúrulega ekki um fjölskylduaðstæður hjá Jónu, hvort hún sé með barn eða búi ein eða hvað.  
En í litlu rými þá myndi ég segja að það sé númer 1,2 og 3 að vera með húsgögn sem að þjóna fleiri en einum tilgangi.  Dæmi:  ekki vera með skemil, nema að hann sé geymsluskemill – jú sí?  Ekki vera með glerborð á fjórum fótum í stofunni, vertu með borð sem hægt er að geyma hluti í.
Velja húsgögn sem eru stílhrein og “módern”.  Velja stóla sem eru ekki með örmum.  
http://www.interiorholic.com
Ef eldhús og stofa eru í sama rými, þá er ofsalega fallegt að taka burtu efri skápa og setja bara opnar hillur í eldhúsið.  En þú ert þá auðvitað að missa smá geymslupláss og það gerir kröfur á eigandann að halda svæðinu fremur fínu. 

House Beautiful
Sniðugt er að nota mottu, t.d. í stofu til þess að afmarka plássið sem tilheyrir stofunni.  Það setur vissan svip og gerir manni sjónrænt ljóst hvar stofan er.
Notaðu hefðbundnar skreytingar á óhefðbundinn hátt.  Settu myndir inni í eldhúsið – leiktu þér!
http://www.interiorholic.com
Speglar stækka, það er bara svoleiðis.  Vel valinn og fallegur spegill á réttum stað getur gert kraftaverk!
Ef þú ert hins vegar með lítið loft sem þú getur verið með svefnaðstöðu á, þá hljómar það nú kósý!
Koma fyrir fallegum púðum og kósý, lítill lampi og allt bara svona ahhhhhhh.
via rustyhingesblog.com
Vona að þetta hjálpi þér eitthvað Jóna mín, það er oft erfitt að sjá fyrir hlutina án þess að sjá myndir!
******************************
Veistu hvar ég get fengið margfaldan myndaramma fyrir kannski 10-15 myndir? Er uppiskroppa með hugmyndir og datt í hug að snillingurinn þú værir með lausn!
Ok, næsta vandamál – ég er eins og Dr.Phil eða Oprah!
You get a car, you get a car and you get a car 😉
DIY = Do It Yourself
Ein lausn er að kaupa marga litla ramma og festa þá saman og mynda þannig grúbbu.
target.com


Önnur lausn er að finna stóra plötu og setja lista meðfram brúnunum og mynda þannig einn stórann ramma.  Inn í hann er svo hægt að festa fullt af minni römmum og útbúa þannig stóran ramma fyrir eins margar myndir og þú vilt 🙂


Ikea


Síðan er Ikea náttúrulega með stóran ramma fyrir 15 myndir. Sjá hér.
Rúmfó
Er með mjög flottan ramma fyrir 9 myndir, kostar 3990kr.
Síðan er alltaf flott að setja samansafn af jafnstórum römmum.
www.maggieroseonline.com

Raða saman mismunandi römmum í grúbbur.

Eða láta prenta á striga og raða skemmtilega saman
theflickfour.blogspot.com
Einnig eru til einhverjir grúbburammar í Pier.
Jæja elskurnar, einhverjar hafa vonandi getað haft gagn og gaman af þessari upptalningu 🙂
*knúsar

4 comments for “Spurt og svarað…

  1. 30.05.2012 at 09:30

    Bara skemmtilegt að lesa hvað aðrir eru að pæla 🙂 væri sko alveg til í að sjá myndir af litlu íbúðinni fyrir og eftir ef hún er til í það, þetta litla loft hljómar bara kósý.
    Takk enn og aftur fyrir gott blogg.

  2. 30.05.2012 at 17:12

    frábær tips, yndilsegt að geta leitað til þín 🙂

    væri gaman að sjá fyrir og eftirmyndir af litlu íbúðinni

  3. Anonymous
    31.05.2012 at 09:39

    Sammála fyrri póstum.
    Nú er ég alveg… hey, best að tékka á þessu… er með langt borð á ganginum sem ég er alltaf að vandræðast með uppröðun á. Tek mig til einhvern daginn og fæ að senda þér línu og kannski mynd 🙂

    kv. Gulla

  4. Anonymous
    05.06.2012 at 21:36

    Hægt að kaupa Umbra ramma í Tekk 🙂

    http://tekk.is/smavorur/umbra/frames/?ew_2_cat_id=78588&ew_2_p_id=22711719
    Er rosalega ánægð með minn 🙂

    kv Ragna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *