Á "pallinum"…

…sem ekki er til 🙂  Við erum með garð sem er litlir 1300fm en því miður er enn enginn pallur kominn – teikningin er til – en enn enginn pallur.  Hins vegar erum við með stétt fyrir framan eldhúsgluggann og skjólveggi og þetta er svona aðal svæðið okkar í garðinum.
Bekkurinn stendur reyndar úti allt árið um kring, en borðið og stólarnir, og legubekkurinn koma úr vetrarhýði í maí.  Ég er farin að sanka að mér trétrumbum þegar ég finn þá og einn stendur sem blómasúla. En annar er bara punt undir bekknum 😉
       
Ég fór í Ilva um daginn og byrgði mig upp af nýjum bökkum, af því að ég á svo fáa.  Keypti þennan hvíta sem stendur úti, ásamt tveimur brúnum og rustic.  Þeir eru á fínu verði þarna, þessi stóri á útiborðinu var á ca 2000kr.  Púðinn er í miklu uppáhaldi en ég fékk hann í RL núna um daginn og hann kostaði 1290kr.
       
Veggurinn á bakvið stólana er með klifurjurt sem að þekur allann vegginn síðan í sumarlok, sést þarna að hún er rétt að fara af stað.  Er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Hérna sést munurinn á veggnum í maí og síðan í júlí í fyrra.
     
Beta, hvað heitir þessi planta?  Þú veist það örugglega!
Spreybrúsanum hefur verið beitt innan hús sem utan.  Útiljósið var blátt, rétt eins og þakkanturinn á húsinu okkar, en núna erum við búin að breyta honum og því ákvað ég að sprauta útiljósið svart svona þangað til að við fáum okkur annað ljós, eða ekki – ég er ágætlega sátt við þetta.
     
Síðan þurfti einn útipotturinn smá spreyást, og líka luktin, og að sjálfsögðu var þeim veitt smá yfirhalning.
     
Núna í sólinni og hitanum þurfti að sjálfsögðu að draga fram útisundlaugina miklu, og það var sko buslað, buslað og meira buslað…
      
Þetta þótti ekkert smá gaman…
       
Stormur stendur vaktina, af því að hann er fastur í bandi og kemst ekkert annað…
En þetta litla horn okkar er bara ósköp kósý og við erum með sólina þarna til kl 17, sem er indælt…
…ahhh fallegu glösin úr Ikea eru sko enn að standa fyrir sínu…
      
…og þegar er búið að busla og hoppa á trampólínu er voða gott að fá sér möffins og ískalda mjólk…
      
…sætar vinkonur í sólinni…
      
…og sætur lítill kall! 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

10 comments for “Á "pallinum"…

 1. Anonymous
  07.06.2012 at 08:25

  Þetta er bara dásamlegt hjá þér! Elska svona barnvæna garða…
  kv. Eybjörg.

 2. Anonymous
  07.06.2012 at 08:52

  Hvar fékkstu dúkinn ?

  Kv.margrét

 3. 07.06.2012 at 08:55

  Takk Eybjörg 🙂

  Margrét mín, dúkurinn var keyptur í Europris fyrir löngu síðan – ætlaði að nota hann til þess að klæða bekkinn inni hjá Valdísi http://dossag.blogspot.com/2011/09/blundublekkur-diy.html

 4. 07.06.2012 at 11:48

  þetta er æðislegt hjá þér, mér finst eiginlega stéttin þín koma alveg hrikalega vel út, hefur einhvern sjarma sem fínir og flottir pallar hafa ekkert endilega allir. gömul hellulögn með pínu mosa á milli getur nefnilega verið ægilega flott, sérstaklega þar sem þú ert með svo náttúrulegt lúkk hjá þér. bara elska þetta… að öllu leiti 🙂

 5. 07.06.2012 at 13:06

  Svakalega sætt allt saman. Þú ert svo dugleg á spreybrúsanum 🙂

  For i blómaval um daginn og varð ástfangin af litlu hjóli sem er blómapottur fyrir 3 blómapotta. Agalega sætur. Væri búin að kaupa þannig ef ég væri með garð hahaha, nú tala ég bara um þetta hjól.

 6. 07.06.2012 at 15:04

  Ekkert smá notalegt hjá ykkur, fullkominn dagur með buslulaug, möffins og bara öllu sem tilheyrir á fallegum sumardegi. Hjartanlega sammála Stínu, stéttar eru flottar, líka gamlar og lúnar.. ég er ekki mikil pallakona sjálf og finnst gott að hafa stéttar sem þarf ekki að fúaverja – allt hefur sína kosti og galla en mér finnst þetta bara æði þarna hjá ykkur 🙂

 7. 07.06.2012 at 17:30

  Yndislega kósý og barnvænn garður. Ég á einmitt svona hvítann bakka úr ILVU sem ég nota á svalirnar hjá mér 😉

 8. Anonymous
  07.06.2012 at 18:12

  Æðislega flott Soffía og yndislegt að sjá þessi sætu börn svona kát 🙂

  kv. Svandís

 9. 07.06.2012 at 19:33

  en notalegt hjá ykkur! Og verð að bætast í hóp stéttaaðdáendanna hérna, hehe 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.