Breytt á borði – again…

…enn eina ferðina 🙂
Mér finnast bækur æðislegar, bæði til lestrar og til þess að nota í skreytingar og uppstillingar hérna heima hjá mér. 
Stóru vasarnir tveir (eru báðir frá Ikea) eru venjulega á gólfinu saman, en núna ákvað ég að splitta upp parinu og hafa annan á gólfinu og setti með einn minni svartan (sem áður var inni á baði).

Í stað þess að setja dúk á borðið þá staflaði ég bara upp nokkrum bókum, sem er líka skemmtileg leið til þess að koma með liti í uppstillingarnar…
Lampinn fær að vera áfram á borðinu, enda er hann ágætur á þetta borð, stærðin passar vel… 

Lótuskertastjakinn stendur á gömlu bókunum, þar á meðal Lísu í Undralandi frá 1937, sem að mamma mín átti en gaf mér 🙂

…ég fékk þessa uglu í blómabúð fyrir margt löngu en ég held að þær fáist núna í Ilvu –
fást líka í Sirku á Akureyri (sjá hér)…

…þetta borð er sem sé staðsett þannig að það sést inn svefnherbergisganginn.

Svo er náttúrulega alltaf að breytast á eldhúsborðinu og það er næstum bara litagleði þarna 🙂 

…bakkinn er æði og er einn af góssinu úr Ilvu, fékk mér nokkra bakka þar um daginn,
og auðvitað er flotti servéttustandurinn úr Ikea – sem er stundum líka kallaður vegghillan 😉 … 

…svo er endalaust hægt að nota smá gerviepli og sítrónur í skreytingar 🙂
Notið þið bækur í skreytingar heima hjá ykkur?
Er einhver búin að fá sér bakka í Ilva?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

6 comments for “Breytt á borði – again…

 1. Anonymous
  11.06.2012 at 08:57

  Mjög fallegt hjá þér! Má ég forvitnast hvaðan kannan er sem er á bakkanum?
  kv. Eyrún

 2. Anonymous
  11.06.2012 at 09:34

  Oh svo yndislega fallegt of fínt hjá þér á mánudegi 🙂
  ég var að klára vinnuhelgi og kallinn heima með börnin alla helgina svo nú er ærið verkefni fyrir höndum að koma skikki á heimilið 😉 og kannski að punta smá í dossu-stíl (alla vega nóg af hugmyndum)!
  kveðja,
  Halla

 3. 12.06.2012 at 00:04

  Æji takk fyrir báðar tvær 🙂

  Eyrún, kannan er úr blómabúð síðan endur fyrir löngu, því miður!

  Halla, gangi þér vel að raða saman heimilinu á nýjan leik, það þarf stundum þegar að mömmurnar bregða sér af bæ 😉

 4. 12.06.2012 at 08:43

  yndislegt alveg, ég hef ekki mikið verið að nota bækur, aðalega hjá krökkunum 🙂

 5. 12.06.2012 at 15:30

  Flott hjá þér einsog alltaf 🙂 Ég nota bækur í skreytingar hjá mér og svo er ég líka búin að fá mér svona hvítann bakka í ILVU;)

 6. Anonymous
  13.06.2012 at 15:24

  Rosa flott hjá þér og gaman að sjá þetta. Ég prófaði að endurraða á skenknum mínum og notaði bækur í skreytingarnar í fyrsta sinn! Kemur ótrúlega flott út. Takk fyrir hugmyndirnar:)

  kv.
  Sunna

Leave a Reply

Your email address will not be published.