B…

…var það heillin!

Snilldin við netið, og allar þessar myndir og upplýsingar sem að flæða að okkur á degi hverjum, er að við hverja einustu hugmynd sem þú sérð, við hverja einustu mynd – þá kviknar ný hugmynd.

Þannig er það hjá mér í það minnsta, og örugglega hjá flestum öðrum.  Það sem mér finnst samt helst vanta er að fólk “gefi kredit” – það er svo einfalt.   Bara “hey, ég sá svo sniðugt og datt í hug að gera sjálf mína útfærslu!”.

Mér finnst bara snilld að gera eigin útfærslur af einhverju sniðugu en þín hugmynd er ekkert verri þó þú vitnir í hvaðan hún kemur – eða hvað?

Í það minnsta, munið þið eftir þessari hérna, sem er úr Rúmfó og ég var með í eldhúsglugganum…

35-2014-10-01-175438

…núna var hún komin á vergang og því var það kjörið að leika sér aðeins með hana.
Eftir að ég sá þessa hérna mynd(sjá hér)

CLX-north-by-southwest-pine-storage-unit-1212-lgn

Þá fékk ég milljón hugmyndir um hvað mig langaði að gera við hana, en til að byrja með var það þetta hér…

01-2014-11-14-184544

…eins og þið sjáið þá bara tyllti ég henni á skenkinn í eldhúsinu – svona rétt fyrir myndatöku.  Setti smá seríu við hana og tók svo eftir að það bráðvantaði snjóinn, bætti úr því…

02-2014-11-14-184654

…og úr þessu verður dulítið skógarævintýri til – svona rétt um jólin…

05-2014-11-14-184712

…setti inn í þetta litlar stjörnur og tré…

03-2014-11-14-184700

…og litlu krúttaralegu trén sem ég fékk í Söstrene í fyrra…

04-2014-11-14-184706

…og smá börkur gerir líka mikið…

06-2014-11-14-184722

…og það er um að gera að nota bara köngla og eitthvað smotterí sem til er heima fyrir…

09-2014-11-14-184743
…það þarf nefnilega svo lítið til – og ég get ímyndað mér að þetta þætti krökkum æðislegt að skreyta sjálf í barnaherbergið.  Mínum fannst þetta mjög spennandi.  Spiderman gæti t.d. bara verið jóló þarna með…

12-2014-11-14-212419

…hann er ekki eins sætur og bambakrúttið – en hann má samt vera memm…

13-2014-11-14-212438

…og þannig er það – bara eitthvað lítið og sætt og skapa svo réttu stemminguna…

14-2014-11-14-212503

…ekki sammála annars?

11-2014-11-14-184845

6 comments for “B…

  1. Margrét Helga
    18.11.2014 at 15:59

    Frábær hugmynd 😀 Alveg spurning um að reyna að útfæra hana einhvernveginn í strákaherberginu hérna heima 😉

  2. Anna Sigga
    18.11.2014 at 16:36

    ahh þetta er mjööög flott 🙂 🙂

    Er með eina hvíta hillu sem legokallarnir voru í… hmm ég samt var búin að ákveða annað 😉 þetta er samt svaklega skemmtileg hugmynd 🙂 🙂 Nú verð ég að hugsa og hugsa og hugsa hvað ég geri 😀

    koma tímar og koma ráð eða hvernig var þetta annars ?? hahahhaha
    Takk fyrir að deila þessu 🙂

    • Margrét Helga
      18.11.2014 at 16:40

      Anna Sigga…þú bara jólaskreytir hilluna og breytir svo í það sem þú varst búin að hugsa áður, eftir jól 😉

      • Anna sigga
        18.11.2014 at 23:23

        Það átti lika vera jóla:) bara öðruvísi …..

  3. Ása
    19.11.2014 at 10:02

    Jú frábært!

  4. Kolbrún
    19.11.2014 at 13:21

    flott hugmynd einmitt svona jólaskógur.

Leave a Reply to Ása Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *