Ugla sat á kvisti…

…og ég fór bara í Smáralind á meðan.  Þegar ég tek Smáralindarrúntinn þá fer ég alltaf í Söstrene Grenes, það er bara ómissandi.  Það eru alltaf flottar vörur þarna, sem kosta ekki hönd og fót, og er líka töff!  Hvernig er ekki hægt að láta sér líka við það 🙂
Um daginn fann ég þessa geggjuðu diskamottu (x-large) sem að kostaði rétt rúmlega 300kr…
…það fyrsta sem mér datt í hug er hversu flott hún yrði á vegg í barnaherbergi, þannig að ég ákvað að prufa…
…ég verð að segja að mér finnst hún ferlega töff.  Væri ekki síðri í ramma og jafnvel með einhverjum töff pappír undir, því að bakgrunnurinn er alveg glær…

…á sama stað fann ég síðan svo falleg skrautlímbönd.  Ég fékk strax ca. 50 hugmyndir um hvernig væri sniðugt að nota þau en til að byrja með…
…þá notaði ég þau bara til þess að festa upp myndina mína 🙂

…síðan eins og allir vita að þá dett ég stundum inn í Daz Gutez Hirdoz.  Svona einstaka sinnum 😉  En ég er með svona “reglur” um það sem ég kaupi.  Eins og um daginn þegar ég keypti bækur til þess að setja í ramma og margar urðu alveg guðhræddar við að ég ætlaði að fremja svona helgispjöll á bókunum, sem búið var að henda í Góða hirðinn.  Mín regla er að kaupa ekkert sem ég get ekki sótthreinsað, málað, spreyjað og almennt svona hreinsa úber vel.
Ég er t.d. með smá fóbíu fyrir t.d. stóra kassanum sem er fullur af böngsum.  Einu sinni var ég með litla kallinn minn og hann var eitthvað fúll í skapinu og elskuleg eldri kona elti mig með bangsa sem að hún greip og vildi endilega rétta ungabarninu til að leika með :S  mér fannst það fallegt af henni, en ekki spennt fyrir að láta hann fá eitthvað úr kassanum (sérstaklega óþvegið jú sí).
Fór þarna um daginn og þá fann ég í hillunni (ekki í kassanum) bangsa, sem var enn með plastmerkinu frá framleiðandanum á – og ég keypti hann……. (OMG) ….
… en svona í alvöru sjáið þið hann?  Hversu sætur þessi uglukall?
Ég bara stóðst hann ekki, gleraugun og merkið verða tekin af og hann þveginn úbervel og lengi, gleraugun sett á á nýjan leik og hann notaður sem skreyting í herbergi litla mannsins… 

…hefuð þið keypt hann?  Er ég búin að missa mig alveg í ruglinu?

…mér finnst hann bara of mikið æði! 

…og fyrir 350kr, þá gat ég ekki skilið hann eftir! 

Yfir í eitthvað annað og glænýtt 🙂 – fann líka þessi geggjuðu kort í Söstrene Grene á 99kr, ekki slæmar myndir í sæta ramma í krakkaherbergi.  Nú eða til að nota bara sem kort 😉
…og einu sinni enn diskamottan 🙂
Eru ekki allir á leið í Söstrene?
Í hillunni hefur síðan renningurinn úr afmæli dótturinnar fengið nýjan stað, hann er notaður sem minilöber og það fer vel um sveppi, Mosa og Unga á honum…

…krúttlega dót!  Ég bara veit fátt skemmtilegra en að dúllast í barnaherbergjum! 

…og ég gæti átt við ugluvandamál að stríða!
Í alvöru, átti ég að skilja hann eftir?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

13 comments for “Ugla sat á kvisti…

 1. Anonymous
  13.06.2012 at 08:26

  En krúttlegur uglukall 🙂 og diskamottan og bara allt barnaherbergið 🙂

 2. 13.06.2012 at 08:39

  haha ég hló upphátt… nei auðvitað skilur maður ekki svona krúttlega uglu eftir, þótt það sé í GH design hohohoho, hendir honum bara í þvottavélina og þurkarann og hann verður eins og nýr.

  en ég er á leiðini í Söstrene að fá mér diskamottu… límband …. og kort/myndir.

  ég var að kíkja eftir svona “grasi” í Ikea um daginn, sá það ekki. Mannstu ca hvar þetta var? Mottudeildinni eða baðherbergisdeildinni?

 3. 13.06.2012 at 08:39

  Jesús minn ég hefði ALDREY getað skilið þennan heillilega sæta uglukall eftir, mér finnst hann algjörlega æðislegur !!!!
  En sniðug lausn með diskamottuna :o)

 4. 13.06.2012 at 08:48

  Hahaha, það er svo gaman að játa sínar fóbíur á netinu 🙂

  Mottan í Ikea er alveg fremst í mottudeildinni. Þú gengur í gegnum eldhúsvörur, vefnaraðvörudeildina og síðan sængurverastöffið. Þá kemuru að mottunum og þær eru á vinstri hönd, fremst í mottunum. Heita Hampen – og ég veit ekki hvort að það sé sniðugt að ég þekki Ikea utanað og get bent þér nákvæmlega á staðinn sem þær eru á 🙂 http://www.ikea.is/search?utf8=%E2%9C%93&search=hampen

 5. 13.06.2012 at 09:01

  hann er hrikalega sætur og ég er eins með þessa ugluáráttu. þær eru bara svo sætar eitthvað.

  en sniðug hugmynd með diskamottuna, kemur vel út.

 6. Anonymous
  13.06.2012 at 09:48

  Jahérna! er þetta svo diskamotta 😀 snilld 🙂 En ég ætla í söstrene grene þegar ég fer suður !! mig langar í svona sæt kort 😀

  Ég er ekki með ugluáráttu en þessi uglukarl er nú bara sætur 😉

  Allt frábært í þessu barnaherbegi 🙂

  kv AS

 7. Anonymous
  13.06.2012 at 09:48

  Ok, þér finnst fátt skemmtilegra en að dúllast í barnaherbergjum, en ég verð aldrei eins ringluð eins og þegar ég ætla að reyna að koma reglu á hlutina í barnaherbergjum. 🙂
  Diskamottan er flott, langar í svona límband, búin að leita að því síðan fyrir jól.
  Kveðja
  Kristín

 8. Anonymous
  13.06.2012 at 10:09

  hæhæ ef þú getur þrifið hlutinn þá er allt í lagi að versla svona með hluti sem hafa sögu og bara gaman að þeir fái framhaldslíf.
  kveðja
  Guðrún

 9. Anonymous
  13.06.2012 at 12:07

  Hahah þessi uglukarl er æðislegur, ég efast um að ég hefði getað skilið hann eftir:)

 10. Anonymous
  13.06.2012 at 16:40

  Ég stenst ekki uglur svo ég skil þig vel að hafa ekki getað skilið ugla gamla eftir í GH.
  Skemmtilegt að segja frá því að ég á svona diskamottu og nota hana undir matardallana hjá hundinum, var svo ótrúlega góð stærð fyrir þá. Svo á ég alltaf lager af svona kortum úr söstrene, agalega fínt þegar börnin í kringum mann eiga afmæli að geta gripið í svona sæt kort. Sé þau líka mörg fyrir mér í ramma í barnaherbergi.
  Sá líka um daginn (í söstrene auðvitað!) litlar bangsa uglur í bleiku og bláu, keypti nokkrar og hef notað til að
  gefa með í skírnar og sængurgjafir uppá sïðkastið.
  Obbalega krúttlegar 😉
  Hæ ég heiti Kristín og varð söstrene fíkill þegar ég bjó í DK í 5 ár… :-/

 11. Anonymous
  13.06.2012 at 18:26

  Ó mæ hvað uglukarlinn er sætur! Skil þig vel þig vel að þú hafir ekki getað skilið hann eftir 😉

  En ég þvæ alltaf tuskudýrin reglulega, sit þau svo í þurrkarann og svo í plastpoka og ofan í frystikistuna í svona 6-10 tíma að minnstakosti. Ofnæmislæknir sem að ráðlagði þetta því að rykmaurarnir fjölga sér oft við þvott og þurrkun, en drepast í frostinu 😉

  ANYWAY….. Ótrúlega sætt barnaherbergið og ég er sko með þér í því að ég gæti gleymt mér tímunum saman yfir því að dúlla mér í barnaherbergjum og ég er sko pottþétt líka með þér í ugluáráttu-hópnum!

  Kv. Guðbjörg V.

 12. 13.06.2012 at 22:55

  GVööööööð….. ertu búin að missa vitið kona! OJjjj keyptiru loðdýr í daz GH???!!!!! *sjokkk*

  NEI DJÓK smá öfundsýkiskast í gangi hérna :Þ Audda skelliru honum bara í þvott 🙂 já og kannski í frystinn í einn til tvo daga :Þ

  Ég var að pæla að ef ég teldi upp allt sem gæti verið í honum, þá mundi hann kannski enda á daz GH og þá mundi ég ná honum! múhahahahaha

  Annars fór ég í fyrsta sinn í GH í fyrsta sinn í síðustu viku, verandi landsbyggðartútta. OMG þvílík geðveiki. 😮 En það endaði með því að ég lét mig hafa það að bíða í RÖÐINNI fyrir 2 hluti. Nú get ég gert smá svona meikóver þátt um það….Jibbý 🙂

  og já, diskamottan er osomm 🙂

 13. Anonymous
  14.06.2012 at 20:51

  Vúhú !!!
  Ég var á leiðinni að fara senda þér póst en var svooo viss um að þú værir búin að sjá þessi kort því þú værir svooooo sniðug 😉

  En rakst einmitt á þau og fannst algjör sniiiiild að setja þau í ramma já eða nota þau sem kort.
  Og límböndin … bara sniiild .. pakka inn t.d með einlitum pappír og nota þau svo með.

  En uglubangsinn er frekar sætur 😉 Til hammó með að hafa náð honum 🙂

  kv. Sara Björk

Leave a Reply

Your email address will not be published.