Oftar en ekki…

…hefur mér nú orðið tíðrætt um það hversu hratt tíminn líður.  Við því er ekkert að gera, hann marserar yfir andlitið á manni og allt stefnir suður á bóginn 😉  en það þýðir ekkert að það sé ekki hægt að njóta hverrar stundar!  Við höfum líka alltaf verið mikið með myndavélina okkar á lofti, og reynt að grípa eins mörg andartök og við getum og festa á filmu.

Um seinustu jól fékk ég svona líka forkunnarfagrann Æfón frá eiginmanninum, svonaerhannnúmikiðkrútt.is, og við jókst mikið hversu mikið við föngum þessi litlu hversdagslegu móment, sem í rau eru svo dýrmæt.  Myndavélin okkar, snilldin sem hún er, er nefnilega risastór (gengur undir nafninu ísskápurinn hjá famelíunni minni) og stundum – þá bara nennir maður ekki að taka hana með.  En síminn – síminn er alltaf með!

Þegar ég var bara búinn að eiga síminn í nokkrar vikur fórum við í göngu í miðbæ Reykjavíkur og þá tók ég þessa mynd, og vissi þá strax að ég væri með gull í höndunum, sér í lagi þegar þú blandar saman síma með góða myndavél og Instagram…

Fullscreen-capture-7.4.2014-083354

…og það hefur haldið áfram að sýna sig hversu skemmtilegt þetta er, því úti í Danmörku – í sumar – þá notuðum við næstum bara símana, til þess að þurfa ekki að vera með þunga myndavél á öxlunum allann daginn…

17-IMG_1151

…og ekki hefði ég viljað missa af andartökum eins og þessu…

19-IMG_1155

…eða bara þessu…

20-IMG_1587

…sömu sögu má segja þegar heim var komið og við ferðuðumst um landið,
að eiga augnablik eins og þetta.

Það er ómetanlegt…

21-IMG_0119

…sjórinn býr til listaverk í sandinn – og þurrkar þau jafn hraðan út…

22-IMG_0121

…lítill gaur slær eignarhaldi á “kastalann”…

23-IMG_0120

…og feðginin skrifa eitthvað fallegt í sandinn…

24-IMG_0127

…og hvert skal haldið næst?

26-IMG_0194

…listaverk barnanna…

29-IMG_0386

…leiðast saman heim…

33-IMG_4217

…bestu vinir…

30-IMG_0418

39-IMG_4609

35-IMG_4367

…fyrir utan myndir af börnunum, og hundunum auðvitað, þá elska ég að taka myndir af skýjunum og landinu okkar…

27-IMG_0218

…því í raun er þetta allt eins og eitt alls herjar kraftaverk þegar maður horfir á svona mynd…

28-IMG_0238

…svona í alvöru talað!

37-IMG_4513

…heimreiðin okkar…

32-IMG_4159

…og útsýnið af bílastæðinu…

40-IMG_4660

38-IMG_4583

…og talandi um að tíminn líði.  Þá átti sko sætasti eiginmaður á Íslandi stórafmæli núna á laugardaginn.  Hann var sko að verða rosalega fullorðin, þið vitið – ein af þessum stóru tölum sem er ekki 20, 30 eða 50 🙂

Það var sko ekki auðvelt að finna gjöf handa þessari elsku, ekki af því að hann vildi ekki neitt, heldur aðallega af því að allt sem hann vildi var eitthvað svona stjarnfræðilegt.  Einka-þyrla, mótórhjól eða einhyrningur.  Allt sem er erfitt að pakka inn!

Því brá ég á það ráð að gera eitthvað bara einfalt og skemmtilegt handa honum…

15-2014-11-15-021023

…eitthvað sem var þægilegt að pakka inn…

16-2014-11-15-021026

…ég sá nefnilega inni á Prentagram að þeir voru farnir að gera svona litlar ljósmyndabækur, eða hefti.
Því settist ég með krökkunum og við völdum uppáhaldsmyndirnar frá sumarfríinu og gerðum litla bók handa pabbanum.

8ára stúlkan skrifaði svo svona fallega framan á…

01-2014-11-16-204109

…og þarna gat hann rakið ferðasöguna okkar með krökkunum…

02-2014-11-16-204129

…og öll skemmtilegu augnablikin okkar…

03-2014-11-16-204138

…og það er síðan meira segja hægt að láta hana standa svona eins og myndaramma, sem hægt er að fletta, á borðinu (gæti verið sniðugt jólagjöf)…

04-2014-11-16-204202

…svo gaman að skoða þetta saman…

05-2014-11-16-204215

…og njóta þess að rifja upp fríið…

06-2014-11-16-204227

…þar að auki lét ég innramma tvær uppáhalds myndir inn (líka hjá Prentagram)…

07-2014-11-16-204308

…og aftan á hvorum rammanum var svona mynd af “dótinu” sem hann er að fara að fá í hendurnar í vikunni…

08-2014-11-16-204318

…rammarnir blönduðust síðan beint með hinum fyrir ofan sjónvarpið…

09-2014-11-16-205001

…enda er bara gaman að leika sér að því að færa til ramma og útbúa nýjar grúbbur…

10-2014-11-16-205007

…og var líka ótrúlega hrifin af því hvað karton-ið er veglegt…

11-2014-11-16-205012

…þannig að þessi mjög svo persónulega gjöf vakti lukku hjá bóndanum, og krökkunum sjálfum…

12-2014-11-16-205017

…og ég var algjörlega sátt við hvernig þetta blandaðist allt saman!

14-2014-11-16-205040

Svo verð ég að sýna ykkur hvað við gerðum það sem eftir lifði af afmælisdeginum, en við fórum m.a. í bíltúr og urðum vitni að þvílíkri fegurð í ljósaskiptunum að ég er enn að reyna að ná mér.  En það verður annar póstur, þar sem þessi er að verða endalaus.

Enn og aftur segi ég, en sú lukka að vera með myndavél í símanum til þess að fanga þessi augnablik ❤

48-IMG_4725

Post navigation

4 comments for “Oftar en ekki…

  1. Asa
    17.11.2014 at 11:49

    Þvílíkur snillingur að taka myndir hér á ferð, fegurðinn er ekki nóg það þarf vissan hæfileki að fanga hana á “filmu”!!!

  2. Margrét Helga
    17.11.2014 at 14:40

    Æðislegar myndir og frábær hugmynd að gjöf! Líka snilld fyrir afa og ömmur sem eiga “allt”! Núna “verð” ég að eignast snjallsíma með góðri myndavél og skrá mig á Instagram… 😉

    Og til lukku aftur með “hljómsveit hússins”…náðirðu að tengja bullið í mér? 😉

  3. Ingibjörg
    17.11.2014 at 17:53

    Yndislegar myndir hjá þér Soffía <3

    Þú hefur greinilega ekki bara gott auga fyrir fallegum munum og uppröðun 😉
    Það er ekki langt síðan að ég kom inn á síðurnar en boy ó boy hvað það er margt fallegt í gangi 🙂

    Kær kveðja
    Ingibjörg

  4. Kolbrún
    18.11.2014 at 09:19

    Flottar myndir og frábær hugmynd af gjöf takk fyrir það

Leave a Reply to Margrét Helga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *