Lítið þorp…

…hefur risið inni í stofu.

Ekki bara inni í stofu sko, heldur á alveg hreint heimsfrægri hillu sem í stofunni stendur 😉

07-2014-11-12-142928

…þetta er nefnilega dálítið kósý tímabil núna, þið vitið þegar að manni er farið að klæja í jólin á sér.  En maður vill ekki klóra strax…

09-2014-11-12-142942

…þá er einmitt yndislegt að stinga í samband einni og einni seríu, tala nú ekki um að þræða þær innan í svona hús…

10-2014-11-12-142950

…og auðvitað eitt og eitt hreindýr – því að það er eins og þau spretti upp með ótrúlegum hraða…

11-2014-11-12-142955

…og svo má bæta við luktum líka.  Það eru ekki bara hús sem eru í þorpinu…

12-2014-11-12-143029

…neinei það er sko bara tveir Eiffel-turnar…

13-2014-11-12-143031

…og allt kemur þetta ósköp fallega út á rustic hillunni okkar…

14-2014-11-12-143047

…ég ákvað síðan að smella myndum af borðinu sem ég sýndi ykkur á þriðjudaginn.  Bara svona til þess að leyfa þessu að njóta sín í björtu líka…

15-2014-11-12-143104

…og þá leitaði myndavélin alveg óvart hann Raffa minn uppi.  Hann er nefnilega alltaf svo fallegur og friðsæll, og það verður að segjast að hann myndast svo vel…

17-2014-11-12-143557

…en elsku Stormur – hann á við annann vanda að stríða.
Hann myndast ekki alveg eins vel 🙂

ps. svona liggur hann alltaf í kremju við eitthvað, þrátt fyrir nægt gólfpláss!

16-2014-11-12-143530

…þannig að ég tók aðra mynd af elsku Raffanum mínum…

18-2014-11-12-143616

…og leit svo á Storminn og… bwahahahaha!

Ég varð að ritskoða þessa, ekki hægt að bjóða upp á svona “klám” snemma morguns!

Pís dog…

20-2014-11-12-143803

…þið sjáið bara muninn – gamli dásemd og hinn útglenntur í baksýn…

21-2014-11-12-143836

…en svo varð hann náttúrulega að troða sér inn á, ekki hægt að láta einhvern annan um alla athyglina…

22-2014-11-12-143925

…og þar sem gamli lá góður og stilltur…

23-2014-11-12-143953

…þá var Stormurinn mættur!

Hann þekkir nefnilega ekki neitt sem heitir personal space…

24-2014-11-12-144009

…þið skiljið hvað ég meina 🙂

25-2014-11-12-144018

….og þannig fór þessi póstur.  Með einu þorpi og einum “þorpara” – tjaaaa hann er kannski meira dóni, en samt 😉

26-2014-11-12-150816

…margt og mikið sem gera þarf þessa helgi – þannig að það er eins gott að haska sér beint inn í hana…

27-2014-11-12-150831
Góða helgi krúttin mín – takk fyrir skemmtilega viku ❤

31-2014-11-12-150929

13 comments for “Lítið þorp…

  1. Asa
    14.11.2014 at 08:15

    Yndisleg stemming hjá þér og hundarnir nátturlega bara …. bwahaha!

  2. Margrét Helga
    14.11.2014 at 08:24

    “Þegar manni er farið að klæja í jólin á sér en vill ekki klóra strax”!! Að öðrum ólöstuðum þá held ég svei mér þá að þetta sé besta setning sem ég hef nokkru sinni lesið!!! Yndislegt alveg hreint. Á sko pottþétt eftir að nota hana sjálf þar sem ég þekki alveg þessa tilfinningu!! 😀

    Yndislegt jólaþorp hjá þér og hundarnir eru náttúrulega bara kapítuli út af fyrir sig…a.m.k. Stormurinn!! 😀 Raffi er náttúrulega bara dásemdin uppmáluð 🙂 Gefðu þeim knús frá mér, þótt þeir þekki mig ekkert!!

    Takk sömuleiðis fyrir vikuna! Njóttu helgarinnar!!

  3. SVala
    14.11.2014 at 08:30

    Meiri dóninn þessi hundur þinn, aumingja Raffi gamli reynir að láta sem ekkert sé!!!! Þorpið þitt er bara dásemd á dásemd ofan og OMG “heimsfrægðarhillan” Lovjú

  4. Margrét Milla
    14.11.2014 at 08:56

    Ó þetta er svo fallegt og voffarnir yndi líka dóninn.

  5. Sigurbjörg
    14.11.2014 at 09:15

    Hvar færðu svona batterísseríur til að setja inní stjörnur og hús ?
    Takk fyrir fyrir alltaf jafn flotta síðu 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      14.11.2014 at 18:11

      Þetta er bara venjuleg innstungin sería 😉 Með glærri snúru og glærum perum!

  6. Árdís
    14.11.2014 at 10:57

    Yndislegt allt saman þá skiptir ekki hvort er talað um lítið þorp hina heimsfrægu hillu, borðið frá því á þriðjudag og allt hitt 🙂 já hundarnir þínir þeir eru flottir báðir tveir 🙂

  7. Heida
    14.11.2014 at 11:17

    Þú ert með einstakan hæfileika í að gera herbergi notaleg. Yfirleitt þegar ég sé myndirnar þínar langar mig barasta í heimsókn til að kúra í öllum notalegheitunum 😉

  8. Erla
    14.11.2014 at 18:00

    fallegt hjá þér, Stormur er náttúrlega algjört krútt! og raffi svo virðulegur alltaf, minnir mig alltaf á myndina Marley and me.

    • Erla
      14.11.2014 at 18:02

      sko stormur minnir mig á myndina, ekki raffi

      • Soffia - Skreytum Hús...
        14.11.2014 at 18:11

        Okkur líka – hann Stormur er Marley 😉

  9. ingunn
    15.11.2014 at 08:02

    Svo fallegt hjá þér og alltaf gaman þegar voffarnir fá ađ vera med. Hillan þín heimsfræga á frægđina alveg skiliđ og þú líka 🙂 Frábært hack. Mig langar ađ spyrja þig um smá ráđleggingu. Ég ætla ađ hjálpa syni mínum og tengdadóttur ađ gdra svona hillu. Þau eru í bílskúr sem búiđ er ađ innrétta sem íbúđ og hafa því lítiđ pláss. Veggurinn sem hillan á ađ fara á er 4 metra langur en hann er eins og tvískiptur.t.e. hann er 250 sm og svo eru 150 sm af honum 13 sm innar en 250 parturinn. Hvađ myndir þú telja ađ væri sniđugt ađ gera ? Hafa 13 sm bil fyrir aftan 150 sm metrana og hafa eina langa hillu ( langar ađ gera þađ þannig ) eđa hafatvær hillur sem standa báđar alveg upp viđ vegginn ? Med bestu forjólakveđjum og takk fyrir skemmtilegasta bloggiđ 🙂

  10. Kolbrún
    17.11.2014 at 08:09

    Vá hvað þetta er fallegt á nýju hillunni og hlakka til að fylgjast með breytingum á henni á komandi ári það er að segja ef þú heldur áfram að vera svona yndisleg að leyfa okkur að fylgjast með þér. Jólin jólin eru að koma

Leave a Reply to Soffia - Skreytum Hús... Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *