Hillan í stofunni…

…raðað og breytt!
…rétt eins og fyrri daginn þá er hvítur litur allsráðandi, kannski vegna þess að hillan er svo dökk að hvítu hlutirnir poppa svo skemmtilega…

…hvítu Alvar Aalto vasarnir mínir eru í efstu hillu, sérstaklega til þess að litli maðurinn nái ekki í þá – en reyndar er hann ekkert að rífa úr hillunum (7-9-13) ekki frekar en systir hans.
Ég hef tröllatrú á því að börn læri að umgangast puntið sem er heima hjá þeim, ég hef ekki verið að færa neitt í burtu – en gæti þess þó að dýrmætari hlutir séu á þannig stöðum að það þurfi ekki að hafa áhyggjur af þeim, því að börn eru börn og slys geta gerst 🙂

…síðan er gamli vasinn sem kemur frá mömmu og pabba líka í miklu uppáhaldi og júmm, því er hann alltaf á stað sem að litlir puttar geta ekki gripið í hann
…og auðvitað Bambi litli, hann þarf að vera efst…

…ég tók síðan tvö gamla ramma og spreyjaði þá hvíta og setti þá tóma í hilluna.
Síðan tók ég ljósmyndina af litla gaur og skellti henni í annan tóma ramman, hún passar ekki í hann en það er bara svona nýtt trend hjá mér 😉  Síðan skellti ég G-inu hans í hinn tóma rammann.
Hér sjást rammarnir fyrir spreyjun…

…og annar þeirra eftir spreyjun, ég var með nokkra gamla ramma…
…enn ein gömul myndavél og fleiri ljósmyndir…

…oui oui Paris…

…síðan er neðsta hillan svo random að það er bara fyndið, Biblían, Dönsk Orðabók, Isabel Allende og Hús og Híbýli 🙂  Yeeeees, bara allt við hendina!

Annars er bara allt gott í fréttum hjá mér, en hvað er að frétta af ykkur?
Í næstu viku gætuð þið átt von á fyrir og eftir af bæði stelpu- og strákabergjum, ásamt stofu – hvernig leggst það í ykkur?
Eigið góða helgi krúttin mín!

7 comments for “Hillan í stofunni…

  1. Anonymous
    22.06.2012 at 08:54

    Þú ert algjör snillingur og ótrúlega dugleg að breyta;) Bíð spennt eftir fyrir og eftir póstunum!

    Kv.Hjördís

  2. Anonymous
    22.06.2012 at 14:15

    Jii hvað ég er spennt … sérstaklega fyrir stofubreytingunni 🙂 Edda

  3. 22.06.2012 at 15:42

    Æðislegt bloggið þitt 🙂 ég kem regluega við og skoða hjá þér…svo margar hugmyndir 🙂

    Gamli vasinn þinn er alveg rosalega fallegur! en er þetta ekki Bjørn Wiinblad vasi?

  4. Anonymous
    22.06.2012 at 19:33

    Elska fyrir og eftir. R

  5. Anonymous
    22.06.2012 at 21:37

    Get ekki beðið! 🙂

    Kv Kristín Alma

  6. 22.06.2012 at 23:17

    nömm hvað PARIS bókin er mikið æði! Hvar fékkstu hana? BIG LANG Í! 🙂

  7. Anonymous
    24.06.2012 at 19:16

    Æðislegt hjá þér og ég dáist að því hvað börnin þín geta látið hlutina í friði!
    Ég á 3 börn, dóttir mín elst og það þurfti ekkert að hafa áhyggjur af henni, hlutirnir fengu allir að vera á sínum stað, en drengirnir!!! Eftir að sá eldri var búinn að brjóta nokkra hluti fór ég að færa “dýrmæta” hluti out-of-reach, en sá yngsti er bara algert skaðræði – það fær ekkert að vera í friði 😉
    Kv.
    Halla

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *