Strákaherbergi B – fyrir og eftir…

…þar sem að flestir voru sammála um að strákaherbergið kæmi fyrst – þá verð ég við því 🙂
Forsaga málsins er sú að haft var samband við mig um að breyta tveimur barnaherbergjum.
Fæ að birta smá úrdrátt úr bréfi móðurinnar:

Ég er semsagt með tvö barnaherbergi sem ég er í krísu með. Ég á 6 ára son og tvær dætur, 3ja og 2ja ára. Eldri börnin hafa verið saman í herbergi (í kojum) og þar er strákadótið. Í hinu herberginu hefur minnsta skvísan sofið og þar er stelpudótið. Við erum farin að huga að því að færa stelpurnar saman og gera þetta að alvöru, smekklegum herbergjum. Mér bara fallast hendur þegar ég hugsa um það og langar að fá hjálp við þetta verkefni.

Heyrðu og eftir smá pælingar, próf og almenna töf – ásamt smá basli með spam-folderinn minn, sem virðist vera mannæta á suma pósta 🙂  Þá lögðum við í´ann.
Það er í raun smá erfitt að sýna fyrir og eftir myndir þar sem að herbergin skiptu um eigendur.
En byrjum samt á fyrir-myndum:

…og svo eftir-ið…

…B-ið fyrir ofan skrifborið útbjó ég, fann gamla landakortabók og tók kortið úr, prentaði út B í réttri stærð hérna heima og klippti það síðan út.  B-inu er bara límt ofan á kortið – einfalt og hrikalega flott þó ég segi sjálf frá 🙂
…skrifborðið var keypt í gegnum Bland.is en er úr Ikea.
Hillan og lampinn eru síðan bæði frá Ikea… 
…klukkan fannst síðan í Tiger, og var snilld fyrir ungann mann sem á pabba sem er flugmaður, þá er nauðsynlegt að vita hvað klukkan er á þeim stað sem pabbi er í heiminum… 
…flugvélamyndin var til áður og við notuðum hana áfram, rúmteppið er úr Ikea…
…á veggnum við hliðina á fataskápnum héldum við eftir einni kommóðu.  Fyrir voru til þesar tvær hillur sem að við nýttum áfram, en stilltum þeim upp í hæð sem að hentaði hlutunum sem áttu að standa í þeim…
…að sjálfsögðu var búin til myndagrúbba úr fallegum listaverkum herbergiseigandans…
…jeminn þetta tásu/handa/hreindýr gladdi mig svo mikið að ég skríkti pínu þegar ég fann það.  Ég setti síðan skrapppappír í rammann og setti hreindýrið ofan á glerið, og það er geggjað!!!
…listaverk barnanna er bara yndisleg, fátt betra til að skreyta herbergin, litir og gleði…
…síðan hérna fékk ég hugmynd sem að ég held að sé barasta pínu snilld!  Í gauraherbergi, þar sem er tæknilegó og alls konar kallar með ýmiskonar litla fylgihluti þá eru svona skúffuhirslur (fást í Byko og Húsó og svona stöðum fyrir skrúfur og smádóterí).  Körfurnar flottu sem eru undir hillunni fengust síðan í Rúmfó…
…skooooooooo 🙂  sneddý ha?!?!
…ég var búin að vera að pæla í hvítum gardínum úr Ikea, sem voru með stórum bláum doppum, ferlega skemmilegar.  En þær voru ekki til lengur þannig að við urðum að finna aðrar.
Dag einn hringir móðirin í mig, mjög svo spennt og æst, og þegar ég hitti hana í búðinni og sá efnið sem hún fann í gardínur, þá skildi ég æsinginn.
Það…
er…
dásamlegt…
!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Eruð þið reddí fyrir taaaadaaaaa-ið, og hallið höfðinu frá lyklaborðinu til þess að slefa ekki ofan í það…
…allir reddý???
Taaaaadaaaaaaaaaaaa….. 
…þetta dásemdarefni fékkst í Z-brautir og Gluggatjöld, það er svo flott að það ætti næstum að vera ólöglegt!
Litirnir eru geggjaðir og þar sem að það er ekki einfalt að finna eitthvað flott sem hentar í strákaherbergi þá var það bara eins og himnarnir hefðu opnast, englakór hóf upp raust sína og efnið var sent niður, í sérpöntun fyrir okkur, í fangi feitra básúnuengla……með krullur og spékoppa í rasskinnunum.
Way to go mom!!!  Það sem meira er, húsmóðirin saumaði sjálf þessa dásemd, og sagði það vera sérlega einfalt og skemmtilegt að sauma efni sem eru með lengdarbaugum á 🙂 hohoho!
…við gættum þess að taka nóg efni til þess að eiga í púða, og gott tips, til að spara efni er að nota bara flotta efnið að framan og annað og einfaldara í bakhliðina…
Ég verð að segja að þetta herbergi er í miklu uppáhaldi hjá mér!  Það er eitthvað svo mikið minna úrval af skemmtilegum hlutum í strákaherbergin og þetta kom skemmtilega út þegar að allt var komið saman.
Liturinn sem að ég valdi er af Kópal litakortinu og er yndislegur, Myntugrár – hann er hlýr og notalegur, en alls ekkert yfirþyrmandi…
..en hinsvegar viðurkenni ég fúslega að mamman fann punktinn yfir i-ið þegar að hún rak augun í gardínuefnið – þannig að ég gef henni heiðurinn af því, og jeminn hvað ég elska þetta efni – var ég búin að minnast á það eitthvað?…
Þannig að svona var nú strákaherbergi B – hvað segið þið?
Þarf nokkuð að spyrja hvað er uppáhalds, segja ekki allir gardínurnar?
Samt má minnast líka á litinn á veggjunum, skúffur fyrir Legó og kannski annað smádóterí 🙂
…svona alveg í blálokin, herbergið fyrir og eftir, tekið frá ca. sama sjónarhorni…

Bæti svo við að ég er farin að taka við verkefnum fyrir ágúst þannig að það má senda mér póst á soffiadogg@yahoo.com ef þið eruð með herbergi í vanda!
Who u gonna call?  Call Dossa!
Hohoho 🙂
H-Karlinn var kátur með þetta!

16 comments for “Strákaherbergi B – fyrir og eftir…

  1. Anonymous
    25.06.2012 at 08:50

    Algjörlega meiriháttar hjá þér – læk olveis 🙂 Gardínurnar er ferlega flottar.
    Kv. S

  2. 25.06.2012 at 08:55

    þetta herbergi er auðvitað bara gargandi snild og ennþá flottara live!

    gardínurnar eru uppáhalds en mér finnst líka klukkan og áldósirnar/pottarnir á skrifborðinu líka passa ferlega vel inní gauraherbergi 🙂

  3. Anonymous
    25.06.2012 at 08:58

    En fallegt….fullt af flottum hugmyndum 🙂 Margrét

  4. Anonymous
    25.06.2012 at 09:10

    Æðislegt herbergi! Elska gardínurnar en líka blómapottana á skrifborðiu og klukkuna. Já og skrúfuskúffan er snilld til þess að flokka í.

    Kv.Hjördís

  5. Anonymous
    25.06.2012 at 09:40

    Gardínur, klukka og liturinn heilla mest 🙂 Kveðja R

  6. 25.06.2012 at 10:23

    frábært hjá þér, algjör snilld!
    kv stína

  7. 25.06.2012 at 11:00

    Glæsilegt! Frábærlega skemmtilegt strákaherbergi með skemmtilegu þema… æði þessar gardínur.

  8. Anonymous
    25.06.2012 at 11:02

    MEIRIHÁTTAR FLOTT hjá þér!!!kv Guðrún

  9. Anonymous
    25.06.2012 at 11:27

    Vávává, þetta er æðislegt herbergi! Gluggatjöldin eru frábær en ég er líka hrifin af vegglitnum! Og auðvitað smádóta-hillunni.

    En talandi um veggmálingu; má ég spyrja hvaða lit þú ert með á eldhúsveggnum þínum hérna: http://dossag.blogspot.com/2012/06/farin-kalka.html

    Kveðja,
    Jóhanna

  10. 25.06.2012 at 12:13

    þetta kemur frábærlega flott út og gardínurnar eru algjörlega geggjaðar Heldarútkoman er æðisleg vel að verki staðið Dossa mín
    kveðja Adda

  11. Anonymous
    25.06.2012 at 13:27

    Gardínurnar eru GEÐVEIKAR!!!!
    Skrifborðið flott svart, meira svona stórustrákalegt 😉
    En ein lítil spurning(eða kannski ekki svo lítil): Hvað heitir brúni liturinn sem þú ert með í herbergi litla mannsins???
    http://dossag.blogspot.com/2010/12/herbergi-litla-mannsins.html

    Kveðja fá einni sem kemur reglulega hér inn 😉

  12. Anonymous
    25.06.2012 at 19:08

    Bara snilld 🙂
    Kv Dana

  13. 25.06.2012 at 20:54

    Mjög vel heppnað og jú- gardínurnar eru uppáhalds!

  14. 25.06.2012 at 23:56

    Æðislega flott herbergi og ég er alveg ástfangin af þessum gardínum, alveg elska svona heimskortaþema 🙂 Þetta gauraherbergi kemur sko vel út og svo flottar lausnir hjá þér 🙂
    kv.

  15. Anonymous
    26.06.2012 at 07:58

    Geggjað flott. Meiriháttar gardinuefni. Fullt af flottum hugmyndum.
    Kv. Auður.

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *