Fly on the wings of love…

…fly baby, flyyyyyyyy 🙂
Biðst afsökunar á að láta ykkur frá þetta lag á heilann, en pósturinn er um vængi og tónlist, þannig að  – thats just how I roll!
Hér kemur loks pósturinn um hvernig ég bjó til vængina fyrir Áskorunina miklu, sem að fól í sér að útbúa eitthvað eftir að hafa fengið innblástur af Pinterest.
1.  Finna pappakassa…

2. Teiknaði útlínur fyrir annan hlutann og þegar ég var orðin sátt, þá klippti ég hann út og bretti yfir hlutann sem var enn óteiknaður.  Þá gat ég teiknað eftir og fengið alveg samstæða hluta…

3.  Síðan penslaði ég Mod Podge yfir vænginn og svo var bara að leggja nótnablöð yfir…

4. …líka var penslað yfir með Mod Podge… 

5.  Þegar að allt var þornað þá sneri ég vænginum við og snyrti til pappírinn…

6.  Penslað að aftan og pappírinn brotinn og lagaður að vængnum…

7.  Gatað að ofan og svartur satínborði dreginn í gegn og slaufa bundin 🙂


Góða helgi fallega fólkið mitt!
Njótið helgarinnar og ef þið skreytið, munið að henda mynd inn á Facebook-síðuna, þær munu síðan birtast í pósti í byrjun næstu viku 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Fly on the wings of love…

 1. Anonymous
  29.06.2012 at 11:56

  Þetta er flott 🙂

 2. 30.06.2012 at 09:19

  geggjaðir

 3. Anonymous
  30.06.2012 at 19:52

  Jeiiii, takk fyrir þetta skvísa! Nú er bara að byrja að föndra….

  Knús,
  Anna Rún.

 4. 01.07.2012 at 19:28

  VÁ !!!Þeir eru æðislegir 😀
  Kveðja Guðný Björg 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.