Stofa E – fyrir og eftir…

…elsku krúttið mitt, hún E, hafði samband við mig og sagðist þurfa nauðsynlega á smá hjálp að halda inni í stofu hjá sér.  Þetta var ekkert stórvægilegt sem þurfti að gera, þarna voru góð “bein” en þurfti smá hjálp í að láta hlutina tala saman.  Hjónabandsráðgjöf fyrir smáhluti!
Hérna koma fyrir-myndirnar:
Bréfið frá E hljómaði svona:

HÆ hæ, hér fyrir neðan eru myndir af stofunni. Það sem mig langar er að fá þínar hugmyndir með uppröðun í hillum og myndir á veggjum.
Og bara ef þér dettur eitthvað sniðugt í hug til að poppa upp stofuna og gera hana flottari 🙂
Hlakka til að heyra frá þér 🙂 

Hún er dálítið tóm og einmannalega þessi hilla sem ég féll fyrir í Habitat á sínum tíma.
Vantar í hana eitthvað skemmtilegt dót 🙂
Eftir stórskemmtilegar pælingar og innkaupaleiðangra, þá varð niðurstaðan svona:
Hillan þurfti á smá ást að halda og mér datt í hug að nota í bakið á henni afganga af veggfóðri sem er á einum vegginum í stofunni.
…síðan þurfti bara að kaupa inn nokkra hluti til þess að stilla upp í hillunum, ásamt því náttúrulega að nýta það sem til var fyrir…
…munið að ef þið eigið silkiblóm, þá getið þið stjórnað stilkunum og hæðinni á þeim eftir þörfum…
…stundum þarf ekki bakka, það þarf bara bók 🙂
Nýtt í hillu:
svartur kringlóttur vasi, Búddahaus, silfurlukt
…ferlega flott silfur kertalukt… 
…plássið fyrir framan gluggan var fremur autt, og húsmóðurinni langaði svo í meira pláss til þess að stilla upp í stofunni.  Þá datt mér í hug að færa kommóðu sem stóð úti á mini-svölunum og setja hana fyrir framan gluggann, ásamt einum auka stól…
…keyptum geggjaðan stóran bakka, sem að auðveldaði að nýta kommóðuna, hún er úr basti og því voru ekki mjög stöðugir hlutir sem stóðu ofan á henni!  En nú er öldin önnur og allt stendur stöðugt.
Nýtt á borðinu:
bakkinn, kertastjakar, L-ið og Parisar-bókin
…úti á svölunum stendur síðan aukaskemill og á honum tveir gíraffar, ásamt því að við settum þrjá geggjaða kertastjaka sem gefa æðislega birtu þegar að kveikt er á þeim..
…einn stæðsti munurinn á rýminu var nýja mottan.
Hún gjörbreytti öllu, stærðin á henni er fullkomin og ég sver það – það er himneskt að grafa tærnar ofan í hana 🙂  ekki það að ég standi heima hjá fólki og grafi tærnar í mublur hjá þeim!!
…stór bakki á stórann skemil gefur multi-functional sófaborð… 
…nýjir púðar í sófanum, í fallegum brúnum og gráum tónum…
…og ný mynd fyrir ofan sófann tengdi saman þessa brúnu og gráu tóna…

  

…hillurnar fyrir ofan sófann fengu þrjá stóra svarta ramma, sem að “akkeruðu” hillurnar niður.
Reyndar á eftir að setja myndir af fallega fólkinu í rammana, en þið sjáið hvernig þetta verður 🙂
Síðan söfnuðum við saman listaverkum sem voru á veggjum í stofunni og stilltum þeim upp..
…litlu listaverkin voru frekar smá þar sem þau hengu á veggjunum en þarna voru þau komin á stað þar sem að stærð þeirra naut sín og passaði vel í rýmið…
…hér sést vel hvað stærðin á mottunni er góð.
Hversu vel hún fyllir upp í stofuna…
…samansafn af nýjum fallegum púðum, bara kósý…
…og fallega fjölskyldan sýnir eðlilega notkun á íslenskum sófa og stofurými –
NB það var leikur í gangi sem útskýrir hvers vegna bóndinn er víðs fjarri :)…
…og enn og aftur, ekki bara næs? 
…og að lokum, til samanburðar – fyrir og eftir myndir… 
…hvað finnst ykkur?
Eruð þið ekki bara sáttar? og er gaman að sjá hvað er hægt að breyta,
án þess að breyta einhverju verulegu 🙂
Uppáhalds?
Er mjög kát með veggfóðrið í hillunni, og mottuna og….. 🙂
Er bara kát!
Hvað er hvaðan-póstur er væntanlegur! 🙂

8 comments for “Stofa E – fyrir og eftir…

  1. 03.07.2012 at 09:20

    ótrúlegt hvað breyting á uppröðun getur gert fyrir eitt rými. mjög töff breyting

  2. Anonymous
    03.07.2012 at 09:23

    Vá mjög flott breyting og ótrúlega hvað hlutir eins og motta, púðar, bakkar og skraut geta breytt miklu. Mottan er hrikalega djúsí og gerir mikið fyrir stofuna. Elska líka bakkana og uppstillingarnar.

    Kv.Hjördís

  3. Anonymous
    03.07.2012 at 10:05

    Mjög flott hjá þér og margar sniðugar hugmyndir 🙂
    kveðja,
    Halla

  4. Anonymous
    03.07.2012 at 10:19

    Eg væri til í að vita hvar smáhlutirnir voru keyptir, t.d L-ið.

  5. Anonymous
    03.07.2012 at 10:38

    Mjög flott! Væri til að vita hvar Parísar bókin er keypt? 🙂

  6. Anonymous
    03.07.2012 at 11:42

    Frábærar hugmyndir, væri líka til í að vita hvar smáhlutirnir voru keyptir eins og þær sem eru búnar að kommenta á að ofan, en líka púðinn í stólnum við hlið kommóðunnar og bakkarnir?
    svo gaman að skoða hjá þér….
    kv. Eyrún

  7. Anonymous
    03.07.2012 at 14:32

    mjög vel heppnuð breyting, uppáhalds er kommóðan og stóllin sem þú færðir til og svo kollurinn sem fór fram á svalirnar í staðin og það sem er á honum. Mig langar svo líka að vita hvar þú fékkst L-ið 🙂
    kveðja
    Kristín S

  8. 03.07.2012 at 21:24

    Æðislega vel heppnað, uppáhalds er myndin með fjölskyldunni- svo dásamlega hversdags!

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *