So it begins…

…blessuð jólin!

01-2014-11-10-170650

Það er nefnilega þannig að það er erfitt að berjast á móti, og auðvelt að láta undan – og ég gerði það bara!
Eins og þið vitið þá var SkreytumHúsKvöld í Rúmfó í seinustu viku, þegar að ég gekk um búðina að velja vörur á tilboð þá kolféll ég fyrir, með skelli og látum, dásemdar pappastjörnum.  Ég á þónokkrar nú þegar, en hins vegar taka þær svo lítið pláss þegar þeim er pakkað niður – og kostuðu nánast ekki neitt, þannig að hvernig á að vera hægt að standast svona?

Síðan var ég að stússa hérna heima og þær bara duttu úr pokanum hjá mér, og svo datt óvart sería úr kassa í bílskúrnum, og þá var ekkert aftur snúið 🙂  Smá dass af jólum, en samt ekki, jú sí!

02-2014-11-10-170702

…til þess að stilla upp stjörnunum notaði ég ramma af spegli sem brotnaði fyrr á árinu.  7 ára ógæfa – hnussss, spegillinn er nánast mikið betri sem bara rammi.  Síðan sést hérna fyrsta “lagið” á borðið.
Þetta er kannski ágæt lexía í uppröðun og lagskiptingu í leiðinni…

03-2014-11-10-171343

…þetta var sem sé fyrsta umferð af hlutum á borðið.  Þeir eru misjafnir að hæð og mynda þannig “landslag” á borðinu…

04-2014-11-10-171351

…ég notaði fallegu gínuna úr Rúmfó, og styttuna sem ég fékk mæðradagsgjöf…

05-2014-11-10-171356

…á henni hanga síðan krossar, þar á meðan skírnarkrossinn minn…

06-2014-11-10-171403

…ég vafði seríu utan um rammann og stakk síðan einni og einni peru innan í stjörnurnar…

07-2014-11-10-171404

…minni gínuna fékk ég í USA þegar við fórum til San Francisco en kertastjakinn fannst í Góða.  Ég var svo ákveðin í að mála hann um leið og ég kæmi heim, en svo fannst mér hann eitthvað svo fallegur svona viðarlitur að hann hefur fengið að halda sér – ennþá…

08-2014-11-10-171413

…síðan bættist smá við, sjáið þið hvað það er?

09-2014-11-10-172005

…ég setti þennan stóra dásemdarkross á stóru gínuna…

10-2014-11-10-172114

…hann er frá Krista Design og mér finnst hann alveg ótrúlega fallegur (fæst líka í Systur og makar á AEY)…

14-2014-11-10-172930

…og ég bætti líka við kórónurömmunum, sem mér finnast bara ansi hreint fallegir (fást hér)

12-2014-11-10-172157

…annars er þetta ekki einu sinni neitt svaka jóló – ég meina, þetta er meira bara svona kósý með stjörnum…

13-2014-11-10-172218
…mér líka við einfaldleikann, þar hins vegar mynda þetta líka í björtu…

16-2014-11-10-173024

…en ég gat ekki látið staðar numið…

17-2014-11-10-173055

…og festi á stjakann með blúndu einfalt hjarta sem ég fékk í A4 í Smáralindinni. Planið er reyndar að gera eitthvað sniðugt við það, að skreyta á einhvern hátt – en í bili, þá smellpassaði það þarna – einmitt svona einfalt…

18-2014-11-10-173107

…ekkisatt?

19-2014-11-10-173112

…á sama stað (A4) fékk ég líka þessa hérna….

20-2014-11-10-173131

…sem eru æðislegir til þess að stinga einfaldlega inn í kertin og gera þau þannig hátíðlegri…

21-2014-11-10-173223

…svo má bara færa þetta neðar eftir hentugleika, og svo á næsta kerti þegar þetta er brunnið niður – sniðugt!

22-2014-11-10-173227

…og þá var ég orðin nokk sátt!

23-2014-11-10-173240

Nei, ekki alveg – haha þið hélduð að þið væruð loks laus, en neiiiii…

24-2014-11-10-174044

…ég ákvað að bæta við 100 ára gömlum póstkortum frá henni ömmu minni og njóta þeirra svona með…

25-2014-11-10-174049

…eitt hvoru meginn…

26-2014-11-10-174051

…enda eru þau einstaklega falleg – og fest upp með píluspennu…

27-2014-11-10-174102

…það mætti náttúrulega eins prenta út mynd af netinu, fyrir þá sem eiga ekki svona ekta gammel kort…

28-2014-11-10-174104

…síðan setti ég smá krans á hana Maríu, og bætti við sprittkertum…

29-2014-11-10-174308

…í litlu eggjabikarana sem ég skreytti endur fyrir löngu (sjá hér)

30-2014-11-10-174334

…og svo sitja gærur frá Ikea á stólunum!  Veit ekki hvað ég á að segja um gærurnar sem eru frá kærastanum – annað en að þetta eru fínar gærur (hver hugsar alltaf um Stellu í orlofi þegar talað er um gærur?)…

31-2014-11-10-174514

…og þannig held ég að hægt sé að segja að jólapóstatímabilið sé formlega hafið!

 ♥ Takk fyrir mig  ♥

32-2014-11-10-174647Like?

10 comments for “So it begins…

  1. Ása
    11.11.2014 at 08:22

    Glæsilegt!

  2. Þuríður
    11.11.2014 at 08:31

    Svo fallegt og ekkert frekar jóla en hvað annað, bara kósý vetrarstemning 😉

  3. þórunn Gunnarsdóttir
    11.11.2014 at 08:56

    Snillingur! Fylgist spent með þvi sem koma skal.

  4. Ásta
    11.11.2014 at 09:18

    Æðislegt hjá þér sem endra nær

  5. Margrét Helga
    11.11.2014 at 11:16

    Ég!! Ég hugsa alltaf um Stellu í orlofi þegar minnst er á gærur 😉 Bara snilldartenging!

    En hrikalega er þetta fallegt og kósí hjá þér! Gott að fá svona kennslustund í uppröðun á borð, mér veitir a.m.k. ekki af því 🙂 Hlakka til að sjá fleiri jólapósta!

  6. Guðrún H
    11.11.2014 at 12:01

    Yndislega kósý 🙂

  7. Arna Ósk
    11.11.2014 at 12:22

    Út með gæruna! Eða nei þessar gærur meiga vera inni 🙂 Geggjaður póstur frá þér eins og alltaf 🙂

  8. Guðrún
    11.11.2014 at 18:37

    Yes, as said in Lord of the Ring….”so it begins” og ekki aldeilis og seint. Flottar skreytingar að vanda Soffia/Dossa Varðandi kortin gömlu þá á ég líka svona og hef aldrei tímt að nota þau – er í lagi að setja þau á seríu? Brenna þau ekki eða taka á sig lit eða skemmast við slíkt? Vil vera viss
    Mín kort eru frá tíð afa minnar og ömmu og mér er sárt um þau….

    • Soffia - Skreytum Hús...
      11.11.2014 at 23:28

      Kortin fara ekkert utan í perurnar, þau liggja bara á snúrunum – það er bara í góðu lagi. Þessi eru eldgömul frá ömmu, en ég tími hreinlega ekki að nota þau ekki 🙂

  9. 16.11.2014 at 17:24

    Nú veit ég hver fyrsta stoppustöðin verður eftir lendingu í Rvk á miðvikudaginn…nú í RL að fá mér svona stjörnur auðvitað, algjörlega bjútífúl 🙂

Leave a Reply to Arna Ósk Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *