Garðdraumar…

…og alls konar myndir, en bara héðan og þaðan og er því miður ekki með réttu slóðirnar á hvaðan myndirnar koma 🙁

En við erum alltaf að pæla, spá og dreyma um hvernig pallur/garður mun verða hjá okkur í framtíðinni.  Þess vegna er ég ávalt að “save-a” myndir þegar ég rekst á eitthvað sem að heillar.

Hér er t.d. skemmtileg og glaðleg lausn á útidyramottu..

…ryðgað járn sem afmarkar beðin…
…ég elska svona yfirbyggingar á pallinn, og svo sannarlega hafa svoleiðis á pallinum mínum þegar að hann rís…
…skemmtilegt hvað dökkir gluggahlerar gefa þessu húsi mikinn svip…

…yndislega sniðug hugmynd til þess að útbúa sér lifandi útiborð…
…hver vegna ekki að nýta sér bekki, taka af þeim lappir og útbúa rólu…
…eða bara nýta gamlan eldhússtól…
…skemmtilegt samspil, hellur, tré og beð…

…kúl hugmynd að brjóta aðeins upp pallinn með steinabeði…
…og svo eru til alls konar ódýrar lausnir til þess að útbúa smá kósý fyrir smáfuglana, eða fyrir okkur á Álftanesinu, endur, gæsir og álftir 😉

…æðisleg snagalausn, gæti verið sniðugt útivið…

…elska að nýta svona trjáboli til þess að útbúa útihúsgögn…

…síðan eru náttúrulega pallettulausnir út um allt…
…og á hjólum…
…þetta finnst mér brill!
…er það nokkur furða að ég ætla að vera með loftplanka yfir pallinum?
Ég held ekki, sé alveg fyrir mér hvað þetta verður kósý…

…og svo væri hægt að setja plötur eða mynstur í loftið líka…

Eigið þið einhverja palladrauna?  Ekki drauma um Palla, heldur palla 🙂
Garðdraumar?

3 comments for “Garðdraumar…

  1. Anonymous
    23.07.2012 at 11:44

    ég er með riiiisastórann garð sem er bara gras.. langar svo að gera eitthvað fallegt fyrir hann.. er komin með draumapallinn í hugann… en það vantar bara peningana í veskið 🙂

    kv.
    Guðrún

  2. Anonymous
    23.07.2012 at 11:54

    🙂 Ég er með drauma um að eignast garð, enda erfitt að vera með garð þegar maður býr í blokk 😀

    Finnst dyramottan æði 🙂

    Gangi ykkur vel að útfæra garðinn ykkar 🙂

    kv AS

  3. Margret Hildur
    23.07.2012 at 11:55

    Eg by i Noregi og tar eru svona yfirbyggingar å pallinn naudsynlegar tvi her er alltaf logn… Mæli sko alveg med teim. 🙂

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *