Allir út í garð…

…í smá tjútt!  Haldið ekki að mér hafi verið boðið í partý, woot woot 🙂
Dúllan hún Stína Sæm, sem er með bloggið Svo margt fallegt, bauð í bloggpartý þar sem maður átti að deila myndum af útiaðstöðunni sinni.  Ég hafði áður birt þessar myndir hérna, en eins og sönn dama, þá lætur maður ekki grípa sig tvisvar í sama kjólnum (*hóst* yeah right)…
…þannig að í dag: þá erum við komin í djammgallann
  (eða bara búið að skipta aðeins um púða og svona dæmi 🙂
…einnig ber þess að geta að meðan við fórum hringinn hljóp tröllavöxtur í garðinn okkar og hann er núna eins og í Jurassic Park – ég er nokk viss um að það leynast nokkrar risaeðlur þarna.
Sjáið bara fyrir og eftir á garðarósinni þarna í horninu…
…þetta er greinilega bindindispartý, bara boðið upp á vatn og vínber, en það er nú stundum bara best…
…kannann okkar Kikku nýtur sín svo vel úti í sólinni, alveg að fíla suðurlandið í tætlur…
..sjáið innganginn að húsinu, eða það sést næstum ekkert í húsið lengur… 
… úti í garði stendur hann Álfur knúsandi besta vin sinn.  Venjulega er ég með garðálfa-fóbíu, en þessi gamli fékk sérstaka undanþágu og eiginlega komst hann í gegn út af vini sínum, en þeir eru sætir saman – og litli maðurinn elskar þá alveg 🙂 
…má bjóða ykkur að drekka, eða vínber? 
Það er annars ótrúlega kósý að hafa einhvern svona stað til þess að vera á utandyra.  Við bjuggum áður í blokk og þar var enginn staður til að vera úti, nema bara á grasinu fyrir allra augum – hér er maður í eigin heimi og það er bara notalegt… 
…að nota gamla trádrumba sem “hliðarborð” er sniðugt og endalaust fallegt – finnst mér…
…en mér varð starsýnt á vegginn og fannst hann vera eitthvað tómlegur…
…eins og það hafði gleymst að skreyta hann, og maður mætir ekki óskreyttur í partý… 
…þannig að ég fór og sótti lukt sem að ég fann um daginn í DGH (Daz Gutez Hirdoz)…
…stór og falleg en þjáðist af smá ryð-veiki… 
…þannig að ég beitti ráði sem var notað þegar ég var lítil.
Þá tók maður stálull og náði ryðinu af hjólinu sínu…
…en eftir að hafa strokið af með stálullinni þá var “bara attbú” – luktin eins og ný og ekkert vesen…
…og það sama með botninn á luktinni.
Fyrir………………………………………..og eftir!
…og síðan var þessu stillt upp, ásamt litlum hengiluktum…
…og svo þegar allt var komið á sinn stað…
…hér er gott að setjast niður og njóta blíðunnar!
Nú á bakvið hús er hengirúmið enn á sínum stað…
En til þess að þetta verði almennilegt partý, er þá ekki nauðsynlegt að dvelja langt fram eftir kvöldi/nóttu – þá er bara að kveikja á kertum og sækja notó teppi…
…bolla fyrir heitt kakó…
…þetta verður bara frekar kósý stemming, nú vantar bara gítarinn…
…en á íslenskum sumarkvöldin, þá er teppið algert möst!
…hérna sést síðan “aftan á” pallinn okkar, stóra tréð setur mikinn svip á ásýnd hússins að mínu mati…
…síðan er fyndið hvernig smekkur manns breytist, þegar að við fluttum hingað inn þá ætlaði ég sko að koma þessu hjóli strax í burtu, en núna – þykir mér bara ósköp vænt um það…
Welcome to JURASSSSSIC PARK!
…gaman að því hvað það þarf oft lítið til þess að gjörbreyta stemmingunni…
…en þá er eins gott að fara að slútta þessu og koma sér í háttinn!
Takk fyrir komuna elskurnar mínar!
*knúzar*

Þú gætir einnig haft áhuga á:

11 comments for “Allir út í garð…

 1. Anonymous
  25.07.2012 at 10:20

  Ord fá thví ekki lýst hvad thetta er yndislegt hjá thér mín kaera! Eintóm fegurd og dýrdlegheit 😉
  kv.
  Svandís thýska

 2. 25.07.2012 at 11:41

  Vertu innilega velkomin í partýið mín kæra.
  Þetta er dásamlegt hjá þér og hvað þú getur nostrað við og gert huggó hjá þér… svo æðislegt. Nú er ég farin að gróðursetja svona vafningsvið á pallinn hjá mér. og svei mér þá ég held ég fari bara út með teppi og kertaluktir í kvöld.
  Þú ert bara snillingur.
  takk takk fyrir að deil ameð okkur
  kveðja og knús
  Stína

 3. Anonymous
  25.07.2012 at 12:30

  Vá, svo kósy. Fallegur garður hjá þér.

 4. 25.07.2012 at 12:38

  Dasamlegt hja ther. Eg var svo hrifin af hangandi kertaluktunum ekkert sma fallegt. Takk fyrir ad bjoda okkur i heimsokn!

 5. Anonymous
  25.07.2012 at 13:16

  Hrikalega kósí og fallegt…

 6. 25.07.2012 at 14:46

  Algjör draumur í risastórri dós! Æðislegt hjá þér, þvílíkt fallegt og huggulegt 🙂

 7. Anonymous
  25.07.2012 at 20:14

  ótrúlega fallegt! ég sá einmitt þessa lukt í Góða hirðinum en ákvað að kaupa hana ekki, gaman að sjá að hún fór á góðan stað 😉 sé samt auðvitað eftir henni núna!!

  hvar fekkstu hjartaluktirnar?

  kv. Magga fan nr.1

 8. Anonymous
  25.07.2012 at 22:24

  Dásamlegt!!!!

  Kv Guðrún

 9. Anonymous
  25.07.2012 at 22:25

  Ekkert smá kósý hjá ykkur á pallinum…
  Kv, Lilja

Leave a Reply

Your email address will not be published.